Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 13
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 13 Guðrún Kristín Einarsdóttir, sem er sér- greinastjóri í blaki á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfellsbæ, segist vera bjartsýn á góða þátttöku blakmanna á mótinu í sumar. „Við hlökkum mikið til mótsins og ég er að vona að blakmenn hvaðanæva að taki vel við sér og safni liði. Blakið er gríðarlega vinsælt hjá fólki og til marks um það er að öldungablakið er heldur betur búið að festa sig í sessi. Fjölmenn mót með hátt í þúsund keppendur segja ýmislegt í þeim efnum. Þátttakendum fjölgar jafnt og þétt en blakið er afskaplega skemmtileg íþrótt Guðrún Kristín Einarsdóttir, sérgreinastjóri í blaki: Blakfólk getur farið að hlakka til mótsins í Mosfellsbæ 2. Landsmót 50+ í Mosfellsbæ: og góð hreyfing,“ sagði Guðrún Kristín Einarsdóttir í spjalli við Skinfaxa en blakið er ein þeirra íþróttagreina sem keppt verð- ur í á Landsmóti UMFÍ 50+ í Mosfells- bænum. Aðstæður til fyrirmyndar Guðrún sagði allar aðstæður til blakiðkun- ar í Mosfellsbænum vera til fyrirmyndar. Gott íþróttahús og aðstæður fyrir strand- blakið væru ennfremur góðar. „Það væri gaman ef þátttakan í blakinu yrði góð og ég hef ekki ástæðu til að ætla annað. Fjöldi iðkenda yngri en 50 ára er mikill á landinu en hópur eldri blakmanna fer líka ört stækkandi. Fólk hugsar meira um heilsuna en áður og því er góður val- kostur að fara í blakið enda um góða og alhliða hreyfingu að ræða. Strandblakið er alltaf að verða vinsælla og ég á von á góðri þátttöku í því. Blakmenn geta farið að hlakka til og ég hvet þá til að koma og taka þátt í mótinu í Mosfellsbæ. Mér fannst vera kominn tími til að halda mót fyrir þennan aldurshóp enda stundar fólk almennt íþróttir mun lengur en áður,“ sagði Guðrún Kristín Einarsdóttir, sér- greinastjóri í blakinu á mótinu í sumar. 2. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mos- fellsbæ dagana 8.–10. júní í sumar. Þann 6. mars sl. voru undirritaðir samningar á milli landsmótsnefndar og Mosfellsbæjar. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfells- bæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formað- ur landsmótsnefndar, undirrituðu samn- inginn. Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og gengur vel. Aðstaða í Mosfells- bæ er öll til fyrirmyndar fyrir Landsmót UMFÍ 50+. Mosfellsbær rekur íþróttamið- Samningar undirritaðir milli lands- mótsnefndar og Mosfellsbæjar stöð að Varmá og þar eru þrír íþróttasalir, sundlaug, karatesalur, knattspyrnuvöllur í fullri stærð, gervigrasvöllur í fullri stærð, 7 manna gervigrasvöllur og hlaupabraut. Góður golfvöllur sem og aðstaða fyrir pútt er í Mosfellsbæ. Einnig er reiðhöll í Mosfells- bæ og stutt er í skólahúsnæði sem verður notað helgina sem Landsmótið fer fram. Keppnisgreinar á mótinu eru: Badmin- ton, blak, boccia, bridds, frjálsar íþróttir, golf, almenningsíþróttahlaup, hestaíþrótt- ir, knattspyrna, kraftlyftingar, leikfimi/dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfs- íþróttir, strandblak, hringdansar og þrí- þraut. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Valdimar Leó Friðriksson, formaður landsmóts- nefndar, við undirritun samningsins. F M BS

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.