Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fyrir okkur skíðagöngufólk er eins að fara í Vasagönguna og fyrir pílagríma að fara til Mekka. Þetta er ótrúleg upplifun, allt fólkið og öll umgjörðin í kringum Vasavik- una er einstök. Það er allt þaulskipulagt. Við í Skíðafélagi Strandamanna ákváðum á vormánuðum 2011 að fara í Vasagöng- una og notuðum tíma til æfinga fram að göngunni. Snemma að morgni 24. febrúar vorum við sex mætt í flugstöðina í Keflavík. Það var spenna í liðinu enda sum okkar að fara í fyrsta sinn, en allt gekk vel og flugið var ágætt. Við keyrðum í 8 tíma eftir komuna til Svíþjóð- ar til staðarins þar sem við gistum, sem heitir Carlsborg og er í Rörbäcksnäs skammt frá norsku landamærunum. Afar notalegt, ódýrt og gott er að vera þar. Við hvíldum okkur vel og á laugardags- morguninn keyrðum við til Mora og skoðuð- um aðstæður, fengum Vallatips, leiðbeining- ar fyrir sunnudaginn, en þá var svokallað UngdomsVasa sem börnin ætluðu að ganga. Stundin rennur upp Sunnudagurinn rennur upp og það er vakn- að kl. 4:30. Við borðum morgunmat og keyr- um til Mora, númerin eru sótt og við skiptum liði þannig að Raggi verður eftir hjá krökkun- um til að koma þeim af stað en við Sigga för- um að markinu. Sigga tekur myndir og ég tek á móti krökkunum þegar þau koma í mark. Stefán fer fyrstur en hann gengur 5 km á – Félagar úr Skíðafélagi Strandamanna tóku þátt í Vasagöngunni: Einstök umgjörð og ótrúleg upplifun tímanum 00:20:51 klst. Síðan leggur Númi af stað og gengur 7 km á 00:20:19 klst, en síðust fer Branddís. Hún fer 7 km á 00:24:17 klst. Þau stóðu sig mjög vel enda vant skíða- fólk. Hálf-Vasa – 45 km Þriðjudagurinn er göngudagurinn okkar Siggu en þá er Hálf-Vasa sem er 45 km. Skíð- in eru höfð tilbúin kvöldið áður og allt er til reiðu. Við vöknum kl. 5:00 og gerum okkur klár. Startað er kl. 10:00 rétt hjá Oxberg. Það er sól og gott veður og gott færi, við göngum að okkur finnst góða göngu, ég á tímanum 02:58:53 klst og Sigga á 04:01:05 klst. Á miðvikudeginum bætist ein í hópinn og það er mamma hans Núma, það þarf bíl- stjóra fyrir sunnudaginn. Á föstudeginum er Skautavasa sem er 30 km og Númi ætlar að taka þátt. Hann er ekki nema 01:38:54 klst að ganga þetta með 18 km meðalhraða. Vasagangan – 90 km Það er hvíld á laugardeginum fyrir stóru gönguna á sunnudaginn. Þá er sjálf Vasa- gangan sem er 90 km, skíðin eru gerð klár og vel vandað til. Snemma er farið að sofa en maður er svo spenntur að það gengur illa. Samt er sofið smá. Við Raggi förum á fætur kl. 3:30, hliðin eru opnuð kl. 6:30 og til að komast framarlega í hópinn þarf maður að mæta snemma. Við náum báðir að setja skíð- in í þriðju röð. Hann er í hópi númer 6 og ég í hópi númer 7 og svo er bara að bíða eftir að klukkan verði 8:00. Það er 10 gráðu frost og sól, það er kalt svo að við förum aftur í bílinn og síðan kemur hitt fólkið. Við fórum af stað kl. 8:00 og það gekk hægt til að byrja með eftir flatann og upp brekkuna en svo fór að ganga betur. Þetta var mjög góð ganga og Raggi var á tímanum 06:08:09 klst og ég á 06:54:57 klst. Við vorum báðir ánægðir með gönguna. Við vorum búin að panta gistingu í Rättvik og keyrðum þangað og sváfum vel eftir erfiða göngu. Í bítið um morguninn var svo keyrt til Stokkhólms og flogið heim. Þetta voru búnir að vera góðir 10 dagar og allir komu ánægðir heim. Þetta er í fimmta skiptið sem ég fer í Vasagönguna og besta gangan mín til þessa. Rósmundur Númason Stefán Snær Ragnarsson, Númi Leó Rósmundsson og Branddís Ösp Ragnarsdóttir stóðu sig vel enda vant skíðafólk. Ragnar Bragason að koma í mark í Vasagöngunni. SKÍÐI:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.