Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 35
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 35 Úr hreyfingunni Ársþing HSÞ var haldið í félagsheimilinu Hnit- björgum á Raufarhöfn 26. febrúar sl. 41 þing- fulltrúi frá 20 félögum mætti á þingið. Jóhanna Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður HSÞ. Í upphafi þingsins risu fundarmenn úr sætum og heiðruðu minningu Óskars Ágústssonar með mínútu þögn en hann var einn af helstu brautryðjendum HSÞ. Ný stjórn HSÞ var kjörin á þinginu en í henni sitja: Jóhanna Kristjánsdóttir, Geisla, formaður, Halldóra Gunnarsdóttir, Umf. Langnesinga, Hermann Aðalsteinsson, skákfélaginu Goðanum, Birna Davíðsdótt- ir, Bjarma, Jóakim Júlíusson, Völsungi, Pétur Þórir Gunnarsson, Umf. Mývetningi, og Olga Friðriksdóttir, Umf. Austra. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sæmdi Birnu Björnsdóttur starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf. Meðal tillagna, sem samþykktar voru á ársþinginu, var tillaga frá stjórn HSÞ um að HSÞ fái að halda Landsmót UMFÍ 50+ á árinu 2014 en það ár heldur HSÞ upp á 100 ára afmæli sitt. Gestir ársþingsins fluttu ávörp og heiðruðu tvo þingfulltrúa fyrir vel unnin störf. Hagn- aður varð af rekstri HSÞ annað árið í röð og Ársþing Héraðssambands Þingeyinga: Heilmikið starf og rífandi gangur stendur því HSÞ nokkuð vel fjárhagslega. Þingfulltrúarnir fóru í skoðunarferð í Heimskautagerðið á Raufarhöfn sem er í uppbyggingu. „Við höfum haldið stjórnarfundi einu sinni í mánuði síðustu tvö árin vítt og breitt á starfssvæðinu. Fundirnir hafa alltaf byrjað á kynningu frá aðildarfélaginu þar sem við höfum haldið stjórnarfundinn. Þetta hefur gefist vel og með þessu hefur okkur í rauninni tekist að kynnast hvert öðru miklu betur. Þingið gekk tiltölulega átakalaust fyrir sig og skipuð hefur verið afmælisnefnd en HSÞ verður 100 ára 2014 og sögu- og minjanefnd hefur hafið störf af fullum krafti. Nefndin er að taka saman gögn um gamla UNÞ og HSÞ og koma þeim öllum fyrir í varanlegri geymslu sem verið er að setja upp í húsnæði á Laugum. Það er heilmikið starf hjá okkur og bara rífandi gangur,“ sagði Jóhanna Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, í samtali við Skinfaxa. Haukur Valtýsson, varaformaður UMFÍ, sæmir Birnu Björns- dóttur starfsmerki UMFÍ. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.