Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu hélt árlegt innanhússmót sitt á Kirkjubæjarklaustri 25.–26. febrúar sl. Um 65 keppendur voru skráðir til leiks og kepptu í fimm aldurs- flokkum á aldrinum 8–18 ára og í fullorð- insflokki. Að sögn Ragnheiðar Högnadótt- ur, formanns USVS, tókst mótið í alla staði mjög vel. „Við höldum alltaf tvö innanfélagsmót á ári, annað innanhúss á Klaustri og utan- hússmótið í Vík. Þar eru aðstæður frábær- ar eftir að gerður var völlur með gerviefn- um í tengslum við Unglingalandsmótið sem haldið var hér 2005,” sagði Ragnheið- ur í samtali við Skinfaxa. Framkvæmdastjóri í 50% starfi hjá sambandinu Hún sagði uppgang í starfinu innan USVS en framkvæmdastjóri tók til starfa þann 1. mars sl. Hann heitir Kjartan Kárason og er í 50% starfi hjá Ungmennasambandinu og á móti í 50% starfi sem íþrótta- og tóm- stundafulltrúi hjá Mýrdalshreppi. „Við erum búin að stefna að þessu um tíma, að ráða framkvæmdastjóra í starf til okkar og það er loksins orðið að veruleika. Um tíma var framkvæmdastjóri í 20% starfi en við lögðum það niður fyrir tveimur árum. Fjárhagurinn var ekki góður á þeim tíma en við spýttum í lófana og söfnuðum í sjóð til að geta farið í starfið af krafti og ráðið framkvæmdastjóra. Þetta er orðið að veruleika og mun skila sér í enn beittara og betra starfi. Ég er bjartsýn og spennt á framhaldið en svo erum við ennfremur að leggja lokahönd á nýja heimasíðu,” sagði Ragnheiður. Nýi völlurinn mikil lyfti- stöng fyrir íþróttastarfið Ragnheiður sagði líka að tilkoma íþrótta- vallarins hefði klárlega lyft íþróttastarfinu í Vík og nágrenni í hærri hæðir. „Völlurinn hefur gefið okkur tækifæri til að halda hér mót sem við vorum ekki áður í stakk búin til að halda og svo hafa komið hingað árlega íþróttahópar á vorin til æfinga og keppni. Í fyrrasumar héldum við meistaramót í frjálsum íþróttum og bikarkeppni fyrir tveimur árum. Völlurinn hefur því tvímælalaust verið mikil lyfti- stöng fyrir íþróttastarfið hér á svæðinu,” sagði Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS, í samtalinu við Skinfaxa. Myndirnar hér á síðunni voru teknar á innan- hússmóti USVS sem haldið var á Kirkjubæjar- klaustri 25.–26. febrúar sl. Ragnheiður Högnadóttir, formaður USVS: Bjartsýn og spennt á framhaldið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.