Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 29
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 29 00000 Frábær jólagjöf! Veiðikortið 37 vötn Eitt kort 6.000 kr. www.veidikortid.is FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ Velkomin í Mosfellsbæ 8.–10. júní 2012 Afturelding bikarmeistari í blaki í fyrsta sinn: Söguleg stund var í Laugardalshöll þegar kvennalið Aftureldingar vann sinn fyrsta titil í blaki kvenna. Liðið bar sigur úr býtum, 3:0, í viðureign við Þrótt frá Neskaupstað í úrslitaleik sem fram fór 18. mars sl. Liðið úr Mosfellsbæ vann fyrstu hrinuna 25:18, aðra hrinuna 25:17 og þá þriðju 25:19. Þróttur átti titil að verja en Afturelding hafði verð- skuldaðan sigur. Mikil stemmning var á leiknum og fékk Afturelding frábæran stuðning á áhorfendapöllunum þar sem rauður Aftureldingarliturinn var ríkjandi. Átti ekki von á þessu í upphafi tímabilsins Velina Apostolova er ein af lykilmönn- um Aftureldingar og þegar hún var spurð hvort bikarsigurinn hefði komið henni á óvart svaraði hún að þegar tímabilið hófst hefði hún ekki búist við þeim árangri sem orðinn er nú þegar. „Satt best að segja átti ég ekki von á þessu í upphafi tímabilsins. Móðir mín, sem er mikilvægur leikmaður, var þá meidd, nýbúin að fara í aðgerð, og vissi því ekki hvernig hún yrði. Það gekk hins vegar allt vel og mamma hefur leikið með okkur í vetur. Eftir því sem leið á veturinn fékk mað- ur á tilfinninguna að þetta gæti gerst. Lið- ið fór smám saman að smella saman, okkur fór að ganga betur á æfingum og við fórum að vinna alla heimaleikina. Við æfum öll virk kvöld vikunnar nema þegar leikir eru og svo förum við saman í ræktina líka. Þetta er heilmikil vinna, tímafrekt en ofsa- lega gaman þegar vel gengur og maður sér laun erfiðisins,“ sagði Velina Apostolova. – Sýnist þér þetta lið eiga framtíðina fyrir sér? „Já, algjörlega. Það eru rosalega efnilegar stelpur að koma upp úr þriðja flokki. Tvær ungar stelpur eru nú þegar farnar að æfa og spila með okkur og þær verða komnar inn af fullum krafti á næsta tímabili.“ Velina var spurð hvort henni fyndist blak- ið vera á uppleið og sagði hún svo vera og eins væri uppfjöllunin meiri en áður. „Það er mikil aukning í öldungablakinu og um leið skrá foreldarnir börnin sín í krakkablak og þannig gengur þetta koll af kolli. Mér finnst þetta allt vera að koma en við megum ekki gleyma því að blakið er ein vinsælasta íþróttagreinin í Evrópu.“ Velina Apostolova lék fyrst með Þrótti í Neskaupstað en þar bjó hún með foreldr- um sínum sem eru mikið blakfólk. Hún flutti suður 16 ára til að sækja nám í mennta- skóla og lék með HK, en hóf að leika með Aftureldingu sl. haust. Faðir hennar er þjálf- ari liðsins en hún fluttist hingað til lands 6 ára með foreldrum sínum frá Búlgaríu. „Við erum ekki hætt því að við ætlum að taka Íslandsmeistaratitilinn líka. Við eigum góða möguleika og ætlum að standa okkur eins og kostur er,“ sagði Velina Apostolova í spjallinu við Skinfaxa. BLAK:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.