Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 33
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 33 Úr hreyfingunni Héraðsþing HSK var haldið í Brautarholti á Skeiðum 10. mars sl. Rétt til setu á þing- inu áttu 117 fulltrúar frá 58 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambands- ins. Umræður voru góðar á þinginu og í nefndum en 29 tillögur voru samþykktar. Guðríður Aadnegard var endurkjörin for- maður HSK og Örn Guðnason var kjörinn varaformaður. Í upphafi þings afhenti Guðríður Aadne- gard körfuknattleiksdeild Hamars foreldra- starfsbikarinn, Hestamannafélaginu Geysi unglingabikarinn og Ungmennafélagi Selfoss bikar sem stigahæsta félag í heildar- stigakeppni ársins. Selfyssingar sigruðu nokkuð örugglega og unnu stigabikarinn jafnframt fimmta árið í röð. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið, en auk hennar sat Stefán Skafti Steinólfsson, stjórnarmaður í UMFÍ, þingið. Helga Guðrún gerði starf sjálfboðaliða að umtalsefni sínu þegar hún ávarpaði þingið og í kjölfarið afhenti hún Fanneyju Ólafsdóttur, Umf. Vöku, og Anný Ingimarsdóttur, Umf. Samhygð, starfsmerki UMFÍ. Fanney situr í stjórn HSK og er for- maður starfsíþróttanefndar sambandsins. Þá hefur hún setið í stjórn glímuráðs um árabil, auk þess sem hún er fyrrverandi formaður Umf. Vöku. Anný á sæti í vara- stjórn HSK, en hún starfaði lengi í blak- nefnd sambandsins auk þess sem hún hef- ur sinnt stjórnarstörfum í Umf. Samhygð. Haraldur Júlíusson, Lísa Thomsen og Héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins: Umræður góðar og 29 tillögur samþykktar Þorgeir Vigfússon voru sæmd gullmerki HSK. Auk þeirra var Ragnar Sigurðsson, frá- farandi varaformaður og félagsmaður í Umf. Þór, sæmdur silfurmerki sambands- ins. Gullmerkishafarnir hafa allir starfað Efri mynd til vinstri: Anný Ingimarsdóttir og Fanney Ólafsdóttir fengu afhent starfsmerki UMFÍ. Með þeim á myndinni eru Stefán Skafti og Helga Guðrún, stjórnarmenn UMFÍ. Mynd til hægri: Magnús Gunnlaugsson, Umf. Hrunamanna, sem var útnefndur öðlingur ársins. Neðri mynd: Steinunn E. Þorsteinsdóttir, Umf. Þór, (sleifarhafi 2011), ásamt keppendum í ár, þeim Karli Hreggviðssyni, Sleipni, Vigdísi Guðjónsdótt- ur, Smára, Björgu Halldórsdóttur, Hamri (sleifar- hafa 2012), og Ólafi Guðmundssyni, frjálsíþrótta- ráði HSK. í áratugi innan sambandsins og sitja í sögu- og minjanefnd HSK. Þorgeir er að auki fyrrverandi ritari sambandsins. Öll hafa þau verið í framlínunni hjá félögum sínum, Haraldur með Umf. Njáli, Lísa með Umf. Hvöt og Þorgeir með Umf. Skeiða- manna. Frjálsíþróttakonan Fjóla Signý Hannes- dóttir, Umf. Selfoss, var valin íþróttamaður HSK árið 2011 úr hópi rúmlega tuttugu til- nefndra íþróttamanna. UÍA fékk styrk frá menningarráði Austurlands Menningarráð Austurlands styrkir á ári hverju ótal stofnanir, samtök og einstak- linga til góðra verka á sviði lista og menn- ingar. Afhending styrkja fór fram í Snæfells- stofu 6. janúar síðastliðinn með mikilli við- höfn. Mennta- og menningarmálaráð- herra, Katrín Jakobsdóttir, ávarpaði sam- komuna og afhenti styrkina. UÍA hlaut einn þeirra vegna verkefnisins „Á ég að segja þér sögu?“, námskeiðs í frásagnarlist fyrir börn og unglinga, sem sambandið mun halda nú á næstu mánuðum. Námskeiðið mun heimsækja að minnsta kosti sex þéttbýliskjarna á Austurlandi en Berglind Agnarsdóttir sagnaþula mun þar kenna börnum og unglingum undirstöðu- atriði í frásagnarlist og segja sögur af sinni alkunnu snilld. Ráðherra, sem og fleirum, varð tíðrætt um hina miklu grósku sem er í austfirsku lista- og menningarlífi og báru verkefnin, sem hlutu styrki, henni glöggt vitni. Hildur Bergsdóttir tekur við menningarstyrk til UÍA úr hendi Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.