Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Magnús Örn Valsson, íþróttamaður USAH. Íþróttamaður Skagafjarðar Í upphafi nýs árs, við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki, var upplýst hver fengi að bera nafnbótina íþróttamaður Skagafjarðar 2011. Að þessu sinni var það hestamaðurinn úr Stíganda, Elvar Einarsson, sem hlaut þann heiður. Árangur Elvars á árinu 2011er einkar glæsilegur en hann hefur verið sigursæll á keppnisvöllum hestamanna, hérlendis sem erlendis. Íþróttamaður og íþrótta- kona Árborgar Á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefnd- ar Árborgar, sem fram fór í hátíðasal Fjölbrauta- skóla Suðurlands 27. desember sl., voru þau Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður, Sel- fossi, og Guðmunda Brynja Óladóttir, knatt- spyrnukona, Selfossi, útnefnd íþróttamaður og íþróttakona Árborgar 2011. Þau stóðu sig bæði frábærlega á árinu. Jón Daði lék með U21 árs landsliðinu og átti auk þess frábært sumar með liði Selfoss sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni. Guðmunda Brynja var lykil- leikmaður í liði Selfoss sem tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þá lék hún fjölda landsleikja með U17 og U19 ára landsliðum Íslands auk þess að vera valin í æfingahóp A-landsliðsins. Alls var 21 íþrótta- maður tilnefndur, tíu konur og ellefu karlar. Íþróttamaður USVH Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, körfubolta- og kraftlyftingakona frá Reykjum í Hrútafirði, var valin íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga árið 2011 en kjörinu var lýst í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga 28. desember sl. Guðrún Gróa hlaut 43 stig en í öðru sæti varð Helga Una Björnsdóttir hesta- íþróttakona með 36 stig og í þriðja sæti Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþróttakona með 29 stig. Aðrir, sem hlutu tilnefningar í kjöri íþróttamanns USVH, voru Reynir Aðalsteins- son og Tryggvi Björnsson hestaíþróttamenn og Hrund Jóhannsdóttir körfuknattleikskona. Guðrún Gróa hlaut farandbikar auk eignar- bikars og einnig 50 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum á Hvammstanga. Guðrún Gróa hefur áður verið kjörin íþróttamaður USVH, en Helga Margrét, systir hennar, var kjörin íþróttamaður USVH síðustu fjögur ár. Guðrún Gróa kláraði keppnistímabilið í körfu- bolta með KR með því að vera valin besti varnarmaðurinn í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta. Síðan sneri hún sér alfarið að kraftlyftingum og fór að keppa fyrir kraftlyftingadeild Ármanns. Hún hafði um tíma æft báðar þessar íþróttagreinar. Í mars keppti Guðrún á Íslandsmeistaramóti í kraftlyftingum sem haldið var í Njarðvík og setti þar nokkur Íslandsmet. Íþróttamaður Hattar Knattspyrnumaðurinn Óttar Steinn Magnús- son var útnefndur íþróttamaður Hattar á Egils- stöðum árið 2011 en verðlaunin voru afhent á þrettándagleði Fljótsdalshéraðs og Hattar. Óttar, sem er 22 ára gamall miðvörður, var fyrirliði Hattar á síðasta tímabili þegar liðið vann sig upp í 1. deild í fyrsta skipti. Óttar var um leið valinn knattspyrnumaður ársins hjá Hetti en íþróttamenn annarra greina í félag- inu voru valin blakkonan Særún Kristín Sævars- dóttir, fimleikakonan Alexandra Sigurdórs- dóttir, frjálsíþróttamaðurinn Örvar Þór Guðna- son, körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson og sundkonan Jóhanna Malen Skúladóttir. Íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttamaður úr Breiðabliki, og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþrótta- karl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2011. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum við hátíðlega athöfn 4. janúar sl. Fengu þau að launum farandbikar og eignar- bikar jafnframt því sem Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í við- urkenningarskyni frá bæjarstjórn Kópavogs. Kári Steinn og Kristjana Sæunn voru valin úr hópi 38 íþróttamanna sem fengu viðurkenn- ingu íþróttaráðs Kópavogs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Kári Steinn er orðinn einn fremsti íþrótta- maður landsins og hefur öðlast keppnisrétt í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í London í sumar. Kristjana Sæunn var í liði Gerplu sem vann Norðurlandameistaratitilinn í hópfim- leikum. Íþróttamaður ársins í Reykjanesbæ Pálína María Gunnlaugsdóttir var valin íþrótta- maður ársins í Reykjanesbæ. Athöfnin fór fram í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur á gamlárs- dag. Pálína gekk til liðs við Keflavík árið 2007 og hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðan. Hún varð Íslandsmeistari með Keflavík tímabilið 2007–2008, bikarmeistari tímabilið 2010–2011 og Íslandsmeistari tímabilið 2010– 2011. Pálína var á lokahófi Körfuknattleiks- deildar Keflavíkur fyrir tímabilið 2010–2011 valin besti varnarmaðurinn, besti leikmaður- inn og í Úrvalslið Keflavíkur 2010–2011. Pálína var valin besti leikmaðurinn í úrslitakeppni kvenna, ásamt því að vera valin í úrvalslið KKÍ. Pálína hefur sýnt það hjá Keflavík að hún er í fremstu röð körfuknattleikskvenna á Íslandi og er mikil fyrirmynd, bæði innan sem og utan vallar. Íþróttamaður Fjallabyggðar Skíðamaðurinn Sævar Birgisson var kjörinn íþróttamaður Fjallabyggðar 2011. Kjörið var kunngert við hátíðlega athöfn á Allanum á Siglufirði 28. desember sl. Þar afhenti for- maður UÍF Sævari 50 þúsund króna styrk frá stjórn UÍF. Árangur Sævars á árinu var glæsi- legur: Íslandsmeistaratitill í karlaflokki bæði í sprettgöngu og 10 km göngu með hefðbund- inni aðferð. Sævar var einnig í öðru sæti í 15 km göngu karla með frjálsri aðferð auk þess sem hann gekk þriðja sprett í boðgöngu- sveit SÓ sem varð í öðru sæti á sama móti. Sævar var valinn í A-landslið SKÍ og æfir íþrótt sína af miklu kappi. Hann er mikil fyrirmynd fyrir iðkendur félagsins. Langtímamarkmið hans er að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleik- ana 2014 sem fram fara í Rússlandi. Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, og Jón Daði Böðvarsson, íþróttamaður Árborgar. Íþróttafólk ársins Óskar Pétursson og Ingibjörg Yrsa Ellerts- dóttir, íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur. Bjarki Pétursson, íþróttamaður Borgarfjarðar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.