Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 40

Skinfaxi - 01.03.2012, Síða 40
40 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Eftirtaldir aðilar styðja starfsemi Ungmennafélags Íslands: Reykjavík Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10 Arkþing ehf., Bolholti 8 Árni Reynisson ehf., Skipholti 50d Ásbjörn Ólafsson ehf., Skútuvogi 11a Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 BSRB, Grettisgötu 89 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Eignamiðlun, Síðumúla 21 Eyrir fjárfestingafélag ehf., Skólavörðustíg 13 Fiskbúð Hólmgeirs í Mjódd, Þönglabakka 6 Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6 Gáski sjúkraþjálfun ehf - Bolholti og Mjódd, Bolholti 8 og Þönglabakka 1 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Gullsmiðurinn í Mjódd, Álfabakka 14b Heilsubrunnurinn ehf., nuddstofa, Kirkjuteigi 21 Henson, Brautarholti 24 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Iceland Seafood ehf., Köllunarklettsvegi 2 Íslandspóstur hf., Stórhöfða 29 Kjaran ehf., Síðumúla 12–14 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Lífland, Korngörðum Pixel prentþjónusta, www.pixel.is, Brautarholti 10–14 Plúsmarkaðurinn, Hátúni 18b Rafstilling ehf., Dugguvogi 23 Raftíðni ehf., Grandagarði 16 Rolf Johansen & Co. ehf., Skútuvogi 10a Seljakirkja, Hagaseli 40 Sjómannadagsráð, Laugarási Hrafnistu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Stólpi ehf., Klettagörðum 5 T. ark Teiknistofa ehf., Brautarholti 6 Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf., Vesturhlíð 2 Verslunartækni ehf., Draghálsi 4 Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1 Kópavogur Bifreiðaverkstæði Friðriks Ólafssonar ehf., Smiðjuvegi 22 Kjöthúsið ehf.,Smiðjuvegi 24d Kríunes ehf., Kríunesi við Vatnsenda Léttfeti ehf. - Sendibílar, Engihjalla 1 Norm X ehf., Auðbrekku 6 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Vídd ehf., flísaverslun, Bæjarlind 4 Hafnarfjörður Hagtak hf., Fjarðargötu 13–15 Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c J.B.G. fiskverkun ehf., Grandatröð 10 J.K. Lagnir ehf., Skipalóni 25 Raftækniþjónusta Trausta ehf., Lyngási 14 Samhentir – umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4 Umbúðamiðlun ehf., Pósthólf 470 Varma & vélaverk, Dalshrauni 5 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 HVAR ERU ÞAU Í DAG? Guðrún Ingólfsdóttir Guðrún Ingólfsdóttir, kringlu- og kúlu- varpari, var til langs tíma ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Hún á enn í dag Íslandsmetið í kringlukasti og í kúlu- varpi innanhúss en bæði þessi met eru komin til ára sinna. Eftir að ferli Guðrúnar lauk hefur hún fylgst náið með frjálsum íþróttum og þjálfað og stutt dóttur sína, Sigurbjörgu, sem í dag er ein fremsta frjálsíþróttakona landsins. Á enn tvö Íslandsmet ,,Jú, það er rétt, Íslandsmet mitt í kringlukasti stendur enn óhaggað en það setti ég í Reykja- vík 1983 þegar ég kastaði 53,86 metra. Ein- hvern daginn verður þetta met slegið, en hvenær veit enginn. Það hljóta samt að koma stelpur fram í sviðsljósið sem eiga eftir að kasta lengra en þetta. Svo á ég Íslandsmet- ið í kúluvarpi innanhúss, 15,64 metra, en það setti ég í Reykjavík 1982,“ sagði Guðrún í spjalli við Skinfaxa. Ferillinn hófst 1971 Frjálsíþróttaferill Guðrúnar hófst þegar hún var 12 ára gömul, árið 1971. Þá sigraði hún í kringlukasti á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki. Guðrún hóf ferilinn undir merki Ungmenna- sambandsins Úlfljóts og keppti með sam- bandinu í tíu ár. Svo var hún eitt ár hjá Ármanni. Síðan lá leiðin í KR sem hún keppti með allt þar til ferlinum lauk. Guðrún keppti með A-landsliði Íslands allt til ársins 1991 en frjálsíþróttaferill hennar spannaði yfir 20 ár. Fyrstu árin eftir að ferlinum lauk tók hún að sér þjálfun á Hornafirði þar sem hún er fædd. Hún opnaði líkamsræktarstöð á Hornafirði og rak hana í tæpa tvo áratugi. Guðrún segist hafa orðið að loka stöðinni 1994. Það var ekki rekstrargrundvöllur fyrir henni lengur en á þeim tíma voru allir að flytja suður eins og hún komst að orði. „Ég ákvað þá að fara í skóla, lauk stúdents- „Hafi einhvern tíma verið vor í frjálsum þá er það nú“ prófi, og fór síðan í listaskólann og nú er ég starfandi listamaður á Hornafirði.“ Hef fylgt dóttur minni – Hefur þú ekki eitthvað verið að starfa sem þjálfari? „Ég hef aðallega verið með dóttur mína, Sigurbjörgu Zophaníasdóttur. Ég hef fylgt henni alla tíð eða allar götur frá því að hún hóf æfingar í frjálsum íþróttum 13 ára. Ég hef eiginlega eingöngu verið með hana, reyndar tók ég einu sinni hóp að mér sem var á sama aldri og Sigurbjörg fyrstu árin. Hún var síðan farin að taka það mikið pláss að ég hafði bara ekki tíma fyrir fleiri með fullri vinnu á öðrum stöðum. Nú er samstarfi okkar sem þjálfara og íþróttamanns lokið í bili en ég fæ að vera á hliðarlínunni sem foreldri. Ég er bara kát með það en hún er í mjög góðum höndum þar sem hún er í dag. Hún er núna með fjóra þjálfara fyrir sunnan og það gengur ofsalega vel hjá henni,“ sagði Guðrún. Guðrún segist alltaf fylgjast vel með því sem er að gerast í frjálsum íþróttum. Hún fór í margar keppnisferðir með dóttur sinni, bæði hér innanlands og erlendis. Hún segir bjart fram undan í frjálsum og margt bráðefnilegt fólk að koma fram. Ótrúlega flottir krakkar „Ef einhvern tíma hefur verið vor í frjálsum íþróttum þá er það nú. Við erum að eignast alveg ótrúlega flotta krakka og okkur ber skylda til að hlúa vel að þessum efniviði og gera umgjörðina góða. Að 3–4 krakkar skuli komast á Heimsmeistaramót unglinga er ekkert lítið í einstaklingsgreinum fyrir litla þjóð eins og okkar. Framtíðin er björt í frjáls- um íþróttum. Það er verið að vinna fagmann- lega í flestöllum málum. Þjálfararnir eru orðnir meira menntaðir en áður og þeir vita hvað þeir eru að gera. Frjálsíþróttahöllin í Laugar- dal fyllist af keppendum og áhorfendum á öllum mótum og þetta allt er til marks um mikinn uppgang. Aðstaðan og umgjörðin er orðin allt önnur og betri en áður og allt sam- an hjálpar það okkur að ná lengra í íþrótt- inni,“ sagði Guðrún Ingólfsdóttir í spjallinu við Skinfaxa.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.