Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.03.2012, Blaðsíða 37
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 37 Úr hreyfingunni Aðalfundur Ungmenna- félags Akureyrar var haldinn í íþróttahöll- inni á Akureyri 29. febrúar sl. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ávarpaði þingið og veitti þeim Gísla Sigurðssyni og Unnari Vilhjálmssyni starfs- merki UMFÍ. Á fundinum voru samþykktar nokkrar tillögur og ein þess efnis að leggja niður í núverandi mynd Afreks- og styrktarsjóð UFA sem stofnaður var á síðasta aðalfundi og láta þá fjármuni sem þar eru renna í tvo nýja sjóði, Afreksmannasjóð og Verkefna- sjóð. Þá var á fundinum ákveðið að sækja um að halda Landsmót UMFÍ 50+ 2013 og Unglingalandsmót 2015. Ný stjórn UFA var kosin á fundinum. Í henni eru: Gunnar Gíslason, Rannveig Oddsdóttir, Elfar Eiðsson, Gyða Árnadóttir og Theódóra Kristjánsdóttir. Í varastjórn voru kosnir Þórólfur Sveinsson og Þröstur Már Pálmason. Jón Pálsson, gjaldkeri UMFÍ, ásamt Unnari Vilhjálmssyni og Gísla Sigurðssyni sem fengu starfsmerki UMFÍ. Aðalfundur Ungmennafélags Akureyrar: Tveir nýir sjóðir stofnaðir 95. ársþing Ungmenna- sambands Austur-Hún- vetninga, USAH, fór fram á Blönduósi 10. mars sl., á 100 ára afmælisári sam- bandsins, en það heldur upp á þessi merku tímamót í sögu sambands- ins þann 30. mars nk. Þingið var starfsamt og gekk vel. Bolli Gunnarsson, stjórnarmaður í UMFÍ, sat þingið ásamt Önnu Maríu Elíasdóttur í vara- stjórn UMFÍ. Aðalbjörg Valdimarsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. Ein breyting varð á stjórninni, Hafdís Vilhjálms- dóttir kom inn í stað Gretu Bjargar Lárus- dóttur. Stjórnin er því skipuð sem hér segir: Aðalbjörg Valdimarsdóttir, for- maður, Hafdís Vilhjálmsdóttir, Sigrún Lín- dal, Guðrún Sigurjónsdóttir og Jófríður Jónsdóttir. Ársþing Ungmennasambands Austur-Húnvetninga: Starfsamt og gott þing USAH á Blönduósi Fram kom á þinginu að mikil afmælis- veisla verður haldin í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi laugardaginn 31. mars. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var íþrótta- maður ársins valinn. Það var að þessu sinni Magnús Örn Valsson úr Geislum, en hann hefur aðallega einbeitt sér að kúlu- varpi og stóð sig mjög vel á síðasta ári. Mynd til vinstri: Nýkjörin stjórn USAH. Mynd til hægri: Magnús Örn Vals- son, íþróttamaður USAH 2011. Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmenna- félags, var haldinn 27. febrúar sl. Nær fimmtíu manns sátu fundinn. Fundar- stjóri var Ellert Eiríksson. Sæmundur Run- ólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fund- inn og sæmdi Ólafíu Ólafsdóttur og Sig- rúnu Sigvaldadóttur starfsmerki UMFÍ, en þær koma úr kvennaknattspyrnunni. Bronsmerki Keflavíkur vegna fimm ára stjórnarsetu fengu Ágúst Pedersen og Kjartan Steinarsson, knattspyrnudeild, Sigurbjörg Róbertsdóttir, sunddeild, Ingvar Gissurarson, skotfimideild, og Örn Garðarsson, taekwondodeild. Silfurmerki vegna tíu ára stjórnarsetu fengu Hjörleifur Aðalfundur Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags: Formaður og stjórn endurkjörin hjá Keflavík Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sæmdi Ólafíu Ólafsdóttur og Sigrúnu Sigvalda- dóttur starfsmerki UMFÍ. Stefánsson og Ólafur Birgir Bjarnason, knattspyrnudeild. Gullmerki vegna fimm- tán ára stjórnarsetu fékk Guðjón Axelsson. Starfsbikar félagsins var veittur Sigmari Björnssyni. Silfurheiðursmerki voru veitt þeim Jón Ben Einarssyni, formanni ungl- ingaráðs körfuknattleiksdeildar, og Smára Helgasyni, formanni unglingaráðs knatt- spyrnudeildar. Helgi Hólm var sæmdur gullheiðursmerki félagsins. Lagabreytingar lágu fyrir fundinum en laganefndir ÍSÍ og UMFÍ höfðu gert athuga- semdir við nokkrar greinar í lögum félags- ins og voru breytingarnar samþykktar. Formaður og stjórn félagsins voru endur- kjörin.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.