Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 12

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 12
12 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Mótið, sem fram undan er, leggst ákaflega vel í okkur en við búum að góðri reynslu frá Unglingalandsmótinu í fyrrasumar. Við búum ennfremur að frábærum aðstæðum og öll keppnisaðstaða er tilbúin. Við getum sagt að fyrsta flokks aðstæður séu á öllum sviðum en sáralítið þarf að gera hvað framkvæmdir áhrærir, ekki nema að stilla upp tækjum. Við höfum einnig yfir að ráða reynslumiklum sjálf- boðaliðum, starfsfólki og ekki síst góðum stuðningi sveitarfélagsins og samfélagsins alls. Við erum því mjög bjartsýn á gott mót,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður landsmóts- nefndar, í spjalli við Skinfaxa. Stórt og spennandi verkefni fram undan Þórir sagði mjög gaman að standa í þess- um undirbúningi. „Sú vinna sem við lögðum á okkur í fyrra í að ná samfélaginu með okkur á öllum sviðum er að skila sér margfalt til baka.“ Hann sagði þau njóta þess í undirbún- ingnum nú hvað vel gekk í fyrra í allri fram- kvæmd fyrir Unglingalandsmótið. „Við göngum til þessa verks mjög bjartsýn og með góða reynslu sem er ómetanlegt. Stóra Landsmótið er flaggskipið en auðvitað er Unglingalandsmótið sterkur og skemmti- legur viðburður. Oft hefur verið talað um Landsmótin sem fjöregg hreyfingarinnar og oft eru þau nefnd litlu íslensku Ólympíuleik- arnir. Það er því óhætt að segja að hreyfingin sé með stórt og spennandi verkefni fram undan. Við erum stolt yfir að koma að fram- kvæmd mótsins og ætlum að framkvæma það með sóma fyrir hreyfinguna og lands- menn alla,“ sagði Þórir Haraldsson. Samfélagsviðburður með samheldni héraða og íþróttafólks – Landsmót UMFÍ hafa alltaf verið stór viðburður og verða það líklega framvegis? „Það er ekki að ósekju sem þessi mót hafa verið nefnd litlu Ólympíuleikarnir og fjöregg hreyfingarinnar. Mótin hafa sýnt mátt hreyf- ingarinnar og starfs hennar um allt land. Það hefur því alltaf verið spennandi fyrir þátttak- endur að koma á Landsmót til að standa sig, sýna sína bestu framkomu og ná sem bestum árangri. Til viðbótar er að þetta hefur verið einstakur samfélagsviðburður með sam- heldni héraða og íþróttafólks alls staðar að af landinu. Gildi Landsmótanna er geysilega mikið í gegnum tíðina. Auðvitað er það undir hreyfingunni sjálfri komið hvernig hún vill hafa Landsmótið til framtíðar litið en núna, með þátttöku íþróttabandalaganna, þegar við sjáum besta íþróttafólkið okkar taka þátt, eiga Landsmótin bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Þórir. Búum vel að aðstöð- unni á Selfossi – Hér er risin frábær aðstaða til íþrótta- iðkana og mótahalds. „Þetta er alveg hárrétt. Aðstaðan er einstök og mikið af íþróttamannvirkjum, sem eru stað- sett saman, sem skiptir geysilega miklu máli. Það hefur verið baráttumál félagsins á Sel- fossi og heimamanna í tugi ára að taka þetta svæði frá fyrir íþróttamannvirki. Það hefur skilað sér og er skýr birtingarmynd á mjög öflugu og styrku starfi á Selfossi og Suður- landi öllu. Það eru ekki mörg samfélög af þessari stærð sem bjóða upp á jafn fjölbreytt starf sem jafn mikill hluti barna og unglinga tekur þátt í. Við búum ofsalega vel að þessari aðstöðu sem styrkir um leið allt samfélagið.“ Úrslitaleikir fara fram á laugardag og sunnudag Þórir sagðist vera fullur tilhlökkunar. „Skrán- ingar hafa verið að koma inn frá öllum sam- bandsaðilum og við höfum heyrt um vax- andi áhuga á þátttöku eftir sem nær hefur dregið. Sjálfboðaliðar hafa jafnt og þétt verið að tilkynna sig, við sjáum grasið grænka og erum öll mjög spennt og hlökkum til að taka á móti fólki með bros á vör. Ég hef keppt á þremur Landsmótum í gegnum tíðina sem verður mér alltaf minnisstætt. Ég hef aftur á móti verið á öllum Landsmótum frá 1978 og hef þá haft hlutverk sem keppandi, stjórn- andi, stjórnarmaður í UMFÍ eða sjálfboðaliði við einhverja þætti mótsins. Það er einstakt tækifæri að fá að taka þátt í Landsmóti og upplifa þá stemningu sem þar myndast. Með mótinu á Selfossi núna erum við að færa til áherslur í mótshaldinu þannig að úrslitaleikir fari fremur fram á laugardeginum og sunnudeginum. Þetta gerum við bæði fyrir keppendur og áhorfendur þannig að hápunktur mótsins er á þessum dögum með úrslitum í sem flestum greinum. Við flytjum lokaathöfn aftar á sunnudaginn. Það er til að geta komið útslitaviðburðum betur fyrir á sunnudeginum til að gefa fólki kost á því að njóta hápunkta mótsins,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar 27. Landsmóts UMFÍ 2013. 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi: VIÐ GÖNGUM BJARTSÝN TIL ÞESSA VERKS OG MEÐ GÓÐA REYNSLU Þórir Haraldsson, formaður framkvæmdanefndar Landsmótsins á Selfossi: „Stóra Landsmótið er flaggskipið en auðvitað er Unglingalandsmótið sterkur og skemmtilegur viðburður.“

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.