Skinfaxi - 01.06.2013, Page 15
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 15
Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr
Ungmennafélagi Akureyrar, hefur náð
frábærum árangri í sumar. Hafdís setti
nýtt Íslandsmet í 300 m hlaupi á júní-
móti á Akureyri þegar hún kom í mark
á tímanum 38,59 sek. Gamla metið,
38,72 sek., átti Sunna Gestsdóttir frá
árinu 2004. Á sama móti reyndi Hafdís við
met í 60 m hlaupi og kom í mark á 7,67
sek. Vindur mældist rétt yfir viðmiðun-
armörkum og var tími hennar því ekki
viðurkenndur sem Íslandsmet. Metið,
7,80 sek., sem er í eigu Sunnu, stendur
því enn um sinn. Hafdís bætti síðan
Íslandsmetið í langstökki á móti á
Akureyri undir lok maí, er hún stökk
6,36 m. Hafdís stökk 6,17 m í fyrsta
stökki sínu, 6,01 m í annarri tilraun og
6,31 m í þriðja stökkinu, sem er einum
sm lengra en metið. Hún stökk síðan
6,03 m í fimmtu tilraun eftir að hafa
gert fjórðu tilraun ógilda en lauk síðan
keppni með 6,36 m stökki sem er nýtt met.
Fyrra metið, 6,30 m, átti Sunna Gestsdóttir
sem keppti þá undir merkjum UMSS, sett
fyrir 10 árum á Smáþjóðaleikunum á Möltu.
Stefnir á að setja met
„Ég ætla að taka þátt í Landsmóti UMFÍ á
Selfossi og hlakka til. Þetta verður fjórða stóra
landsmótið sem ég tek þátt í en þar fyrir utan
hef ég keppt á þremur Unglingalandsmótum.
Landsmótin eru sérstök mót í mínum huga
og sumir hafa litið á þau sem eins konar
Ólympíuleika Íslendinga. Maður stefnir alltaf
að því að slá met og það mun ég einnig
gera á Landsmótinu á Selfossi,“ sagði Hafdís
Sigurðardóttir í spjalli við Skinfaxa.
Margt af okkar besta
fólki verður á Selfossi
Hafdís segir að miklar æfingar síðustu
misseri séu að skila sér og hún hafi sjaldan
verið í eins góðu formi. Hún segist vera að
uppskera núna og linnulausar æfingar séu
svo sannarlega að skila árangri.
27. Landsmót UMFÍ á Selfossi:
Á leiðinni á sitt fjórða Landsmót
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, ein besta frjálsíþróttakona landsins:
„Landsmót UMFÍ eru sérstök
mót í mínum huga og sumir
hafa litið á þau sem eins konar
Ólympíuleika Íslendinga.“
„Ég er að uppskera laun erfiðisins. Bætt
aðstaða til æfinga og keppni fyrir norðan
hefur líka haft mikið að segja. Við notum
völlinn mikið á Akureyri og fram á haustið
þangað til hann fer á kaf í snjó. Í sumar ein-
beiti ég mér alfarið að íþróttinni og það er
greinilega að skila sér,“ sagði Hafdís.
Hafdís á von á því að margt af okkar besta
fólki í frjálsum íþróttum stefni að því að taka
þátt í Landsmótinu á Selfossi. Sjálf á hún von
á því að keppa í 4–5 greinum auk boðhlaupa.
„Við erum mjög bjartsýn á gott Landsmót.
Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkurn
tíma og verið í mörg horn að líta í þeim efn-
um. Það er ekki bara nóg að huga að sjálfri
íþróttakeppninni, það þarf einnig að hafa
afþreyingu fyrir þá sem sækja Selfoss heim
þessa mótshelgi. Það er mikill og góður
skóli að standa að undirbúningi og fram-
kvæmd tveggja stórra móta tvö ár í röð.
Þetta er heilmikil reynsla og það reynir auð-
vitað á mannskapinn. Það gekk vel á Ungl-
ingalandsmótinu í fyrra og við búum að
því fyrir Landsmótið. Við vorum með frá-
bæran mannskap að störfum í fyrra, sér-
greinastjóra og sjálfboðaliða, sem eru lang-
flestir að störfum með okkur fyrir Lands-
mótið. Nýir hafa líka bæst við sem eru líka
mjög öflugir. Samskiptin við sveitarfélagið
hafa verið einstök og það auðveldar vinn-
una á allan hátt. Það er svo mikil jákvæðni
Einstök samskipti við sveitarfélagið
Guðríður Aadnegard, formaður HSK:
á öllum sviðum enda er bærinn mikill
íþróttabær í huga bæjaryfirvalda. Gríðar-
leg uppbygging hefur átt sér stað og öll
aðstaða gerist ekki betri,“ sagði Guðríður
Aadnegard, formaður HSK, í samtali við
Skinfaxa.
Guðríður sagði mikla tilhlökkun innan
raða HSK fyrir mótinu og afskaplega
gaman að takast á við verkefnið. Það yrði
tekið á móti öllum með bros á vör. Það
verður létt yfir þessu móti og notalegur
andi ræður ríkjum.
„Við ætlum að njóta þessara daga og
bindum vonir við að margir heimsæki okk-
ur. Það eru bara skemmtilegir dagar sem
bíða okkar. Forystusveit og fólk í HSK hefur
ávallt nálgast verkefni sín með það að
leiðarljósi að við erum að veita samfélags-
þjónustu. Í gegnum tíðina hefur verið hér
að störfum öflugt fólk, rödd þess hefur
hljómað vítt og breitt um landið og eftir
því hefur verið tekið. Þess vegna er því
treyst til verkefna á borð við þau sem við
höfum haldið síðustu misseri. Sagan sýn-
ir líka að okkur er treystandi að halda mót
sem þessi,“ sagði Guðríður Aadnegard,
formaður HSK, í spjallinu við Skinfaxa.