Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 17

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 17
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 17 Lifandi samfélag www.arborg.isí alfaraleiðSelfossEyrarbakkiStokkseyri D A V ID T H O R .O R G Það er okkur hjá Sveitarfélaginu Árborg sönn ánægja að fá keppendur og gesti á Selfoss á Landsmót ungmennafélaganna 4.–7. júlí nk. Uppbygging íþróttamannvirkja í sveitar- félaginu hefur verið mikil síðustu árin og má segja að prófsteinn þeirrar uppbyggingar hafi verið síðastliðið sumar þegar Unglingalands- mótið var haldið hér og var af flestum talið hafa heppnast mjög vel. Eins og áður er getið er íþróttaaðstaðan eins og best verður á kosið og nú nýlega tók- um við í gagnið 6 nýja búningsklefa á Selfoss- velli. Í Sveitarfélaginu Árborg, Selfossi, Stokks- eyri, Eyrarbakka og í Sandvíkurhreppi eru fjölbreyttir gististaðir í boði, frábær tjaldsvæði og mikið úrval veitingastaða og verslana í öllum gæða- og stærðarflokkum. Íþróttaáhugi í sveitarfélaginu er mikill, en í dag eru hér stundaðar um 16 íþróttagreinar og gerir sveitarfélagið sitt besta til að skapa sem flestum æfinga- og keppnisaðstöðu. Hefur miklu fé verið varið til þeirrar uppbygg- ingar síðastliðin ár og er sterk samstaða hjá okkur að gera stórviðburð eins og Landsmót- ið sem best úr garði. Loforðið með góða veðrið er kannski ótryggasta loforðið en við gerum okkar besta enda Veðurguðirnir æt- taðir frá Selfossi. Við erum einnig svo heppin að íþróttamannvirkin eru vel staðsett og vegalengdir stuttar og því auðvelt að fara allra sinna ferða gangandi. Það er einnig mikill metnaður hjá okkur í menningu og listum meðfram uppbyggingu íþróttaman- nvirkja og eigum við margan augasteininn á þeim vettvangi. Það er því með mikilli tilhlökkun sem við bjóðum ykkur velkomin til okkar og hlökk- um til að sjá ykkur á Selfossi 4.-7. júlí nk. 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi: BJÓÐUM YKKUR VELKOMIN TIL SELFOSS Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar:

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.