Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 18
18 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus fjöl- skylduhátíð þar sem börn og unglingar á aldrinum 11–18 ára reyna með sér í fjölmörg- um íþróttagreinum. Samhliða er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Unglingalandsmótin hafa hvarvetna vakið mikla athygli og þeir fjölmörgu sem þau hafa sótt hafa verið öðrum til mikillar fyrirmyndar með allri framkomu, hvort sem er í keppni eða leik. Unglingalandsmótin eru klárlega með stærri íþróttaviðburðum á Íslandi ár hvert og eru nú orðin árlegur viðburður um verslunarmannahelgina. Unglingalandsmótið á Höfn Unglingalandsmót verður nú haldið á Höfn í annað skipti en þar var einnig haldið Ungl- ingalandsmót árið 2007. Það mót var afar glæsilegt og aðstaða sem keppendum var boðið upp á var ljómandi góð. Uppbygging íþróttamannvirkja hefur hins vegar verið gríðarleg frá síðasta móti. Ný, stór- glæsileg sundlaug hefur verið tekin í notkun sem og stórt knattspyrnuhús. Bæði þessi mannvirki eru í hjarta bæjarins og munu leika stórt hlutverk á mótinu. Dagskrá mótsins Unglingalandsmótið hefst á föstudegi fyrir verslunarmannahelgina. Keppni hefst í mörg- um greinum á föstudagsmorgni og er keppt frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Íþrótta- keppninni lýkur seinni hluta sunnudags. Móts- setning er á föstudagskvöldið og mótsslit á sunnudagskvöld. Fjölbreytt og metnaðarfull afþreyingardagskrá fyrir alla fjölskylduna verður alla helgina. Sjálfboðaliðar Mikill fjöldi sjálfboðaliða kemur að undir- búningi og framkvæmd mótsins. Áætlaður fjöldi þeirra er um 450 talsins. Keppendur Allir á aldrinum 11–18 ára geta tekið þátt í Unglingalandsmótinu. Keppendur greiða eitt mótsgjald sem er kr. 6.000.- og fá með því 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði: Fyrsta Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Dalvík 1992. Unglingalands- mótin hafa svo sannarlega sannað gildi sitt sem glæsilegar fjölskyldu- og íþróttahátíðir þar sem saman koma þúsundir barna og unglinga ásamt fjölskyldum sínum og taka þátt í fjöl- breyttri dagskrá. Unglingalandsmót haldið í annað sinn á Höfn heimild til að keppa í einni eða öllum keppnis- greinum mótsins. Keppendur á síðasta móti, sem var haldið á Selfossi, voru um 2.000 talsins og mótsgestir um 15.000. Keppnisgreinar Keppnisgreinarnar eru: Fimleikar, frjáls- íþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, íþróttir fatl- aðra, knattspyrna, körfuknattleikur, móto- kross, skák, starfsíþróttir, strandblak og sund. Keppnissvæði Öll keppnissvæðin eru á Höfn eða í allra næsta nágrenni. Aðalkeppnissvæðið er í hjarta bæjarins en þar er frjálsíþróttavöllur, knattspyrnuvellir, íþróttahús og sundlaug. Tjaldsvæði Verið er að útbúa tjaldsvæði í útjaðri bæjar- ins. Tjaldsvæðið verður vel útbúið með renn- andi vatni og snyrtingum samkvæmt reglu- gerðum og eins hafa allir gestir aðgang að rafmagni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.