Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 20

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 20
20 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „Mér finnst það meiriháttar að fá að halda Unglingalandsmót UMFÍ í annað sinn. Það var gaman og mikil reynsla að halda þetta mót árið 2007 hér í bænum og gerði það að verkum að íþróttamálin og bygging íþróttamannvirkja komu fyrir alvöru almennilega á dagskrá. Eftir það hefur orðið enn meiri uppbygging íþróttamann- virkja svo það er virkilega gaman að halda mótið í ár. Það var mikil lyftistöng fyrir okkur að halda mótið 2007. Ég held að bæjarbúar hafi haft mikla ánægju af því og það skiptir miklu máli. Við fengum um leið tækifæri til að sýna svæðið og fá fjöld- ann allan af gestum sem vonandi eiga eftir að njóta þess hve bærinn okkar er fallegur,“ sagði Hjalti Þór Vignisson, bæjar- stjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, í sam- tali við Skinfaxa. Eins og kom hér fram að framan fór Unglingalandsmót UMFÍ fram á Horna- firði 2007. Fyrir mótið átti sér stað mikil uppbygging sem síðar hélt áfram og má segja að aðstæður allar til íþróttaiðkana séu mjög fullkomnar. Mótið á Hornafirði 2007 þótti takast afar vel og var fram- kvæmdaaðilum til sóma. Hjalti sagði að fyrir mótið 2007 hefði verið byggð mótokrossbraut og íþrótta- og frjálsíþróttaleikvangur og þá var til- búin á teikniborðinu ný sundlaug sem ætl- unin var að taka í notkun fyrir Unglinga- landsmótið en það tókst ekki. Sundlaugin risin „Sundlaugin er nú risin, flott og mikið mannvirki. Fyrirtækið Skinney-Þinganes tilkynnti á sínum tíma að það ætlaði sér að taka þátt í uppbyggingu á knattspyrnu- húsi og leggja til þess um 60 milljónir í til- efni af 60 ára afmæli fyrirtækisins. Síðan, vegna ýmissar þróunar, bæði vegna gengisbreytinga og hrunsins, þá hækkaði kostnaður við byggingu mannvirkisins gríðarlega mikið. Þá vorum við lengi að veltast með skipulagsmálin, hvar húsið ætti að rísa og hvernig það ætti að líta út. Í stuttu máli sagt þróuðust málin þannig að sveitarfélagið leggur hálfan gervigras- völl, 50x70 metra. Fyrir síðustu áramót byggir Skinney-Þinganes yfir þennan gervigrasvöll og gefur samfélaginu og sveitarfélaginu þetta hús sem við köllum Báruna sem var frábær viðbót við þá upp- byggingu sem hafði átt sér stað í sveitar- félaginu. Eftir það höfum við gert ýmis- legt og núna ætlum við að setja upp strandblakvelli, bæta mótokrossaðstöð- una og byggja upp reiðhöll með hesta- mönnum. Einnig höfum við verið að vinna með skotfélaginu við að setja upp skotvöll en um fram allt höfum við lagt áherslu á fjölbreytnina. Við ætlum síðan að átta okk- ur á því hvernig uppbygging á íþrótta- mannvirkjum verði til næstu tíu ára. Við erum í þeim efnum að horfa til nýs íþrótta- salar og þá jafnvel með tengingu á milli núverandi íþróttasalar og sundlaugar. Þá hugsanlega með líkamsræktaraðstöðu í huga, þannig að við erum hvergi hætt,“ sagði Hjalti Þór. Mikill íþróttaáhugi Hjalti Þór sagði íþróttaáhuga alltaf hafa verið mikinn í bænum og íþróttaiðkun almennt mikla. Alltaf hefur verið lögð áhersla á fjölbreytni, almenna þátttöku og að hafa í boði eitthvað fyrir alla. Ung- mennafélagið Sindri stendur sig vel í starfi sínu en þar er ötult fólk sem leggur á sig ómælda vinnu í mörgum deildum. Ung- mennasambandið Úlfljótur er sömuleiðis öflugt og undirdeildir þess. Sígandi lukka er best „Það er metnaður af hálfu sveitarfélags- ins til þess að íþrótta- og æskulýðsmálin séu í góðu lagi. Það skiptir miklu máli, þeg- ar fólk er að velja sér búsetu, að aðstaða íþróttaiðkunar, íþróttastarf, almennt tóm- stundastarf fyrir börn og unglinga og skóla- og atvinnumál séu vel stödd að grunni til. Við þurfum einnig að bjóða upp á menningar- og tómstundastarf fyrir fullorðna og þetta erum við alltaf að gera í sæmilega góðu jafnvægi. Þetta þarf að taka skref fyrir skref og mottóið okkar hin síðustu ár hefur verið að sígandi lukka sé best í öllum málum. Horfa fram á veginn og byggja okkur upp, taka eitt skref í einu, og okkur hefur miðað að minnsta kosti ágætlega hvað íþróttamálin varðar. Svo okkur líði ennþá betur þarf að vera snyrti- legt og fallegt í kringum okkur,“ sagði Hjalti Þór. Hlökkum bara til – Það er að heyra á þér að það sé bara tilhlökkun hjá ykkur að takast á við Ungl- ingalandsmótið? „Jú, það er mikið rétt. Mér finnst undir- búningurinn hafa gengið vel í góðri sam- vinnu við starfsfólk UMFÍ. Allur undirbún- ingur er á áætlun og við kvíðum engu og hlökkum bara til. Þetta er stór viðburður og þeir verða ekki öllu stærri hér,“ sagði Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitar- félagsins Hornafjarðar, í samtali við Skinfaxa. 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði: Hjalti Þór Vignis- son, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. MEIRIHÁTTAR AÐ HALDA UNGLINGALANDSMÓT Í ANNAÐ SINN Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.