Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 31

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 31
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 31 Virk lýðræðisþátttaka ungmenna snýst um meira en árlegan fund með bæjar- stjórn fyrir framan myndavélar. Hún snýst um samræður og samskipti alla daga árs- ins. Stjórnvöld verða að hafa ungmenni í huga og með í ráðum þegar þau fjalla um tillögur er þau varða og gæta þess að ung- menni séu í stöðu til að hafa áhrif á þau málefni er þau snerta. Í þessu sambandi minnir ráðstefnan sér- staklega á 12. grein Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna um rétt barna og ung- menna til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif á öll mál er þau varða og að tekið sé réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Sérstaklega sé höfð í huga 4. grein sáttmálans sem fjallar um ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á að tryggja þau réttindi sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Ráðstefnan bend- ir einnig á 17. grein, um aðgang að upp- lýsingum sem stuðli að alhliða þroska. Þátttaka í lýðræði og samfélaginu krefst þjálfunar. Enginn einstaklingur stekkur fullmótaður fram á sjónarsviðið. Ráðstefn- an hvetur því öll sveitarfélög landsins til að koma á fót ungmennaráðum. Ráðin hafi sömu stöðu og aðrar nefndir sveitar- félaga, til dæmis hvað varðar vald yfir fjármagni. Ráðin séu sýnileg og framboð í þau opin hverju því ungmenni sem áhuga hefur. Ráðstefnan fagnar því að stjórnvöld hafi brugðist jákvætt við áskorun hennar frá því í fyrra og fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Að sama skapi er mikilægi þess að fullgildingin fái þá um- ræðu sem hún verðskuldar ítrekað og að stjórnvöld virði þá skuldbindingu sem felst í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan þakkar Ungmennafélagi Íslands fyrir að standa fyrir ráðstefnu á borð við Ungt fólk og lýðræði. Hún gefur ungu fólki færi á að mynda tengsl, ræða viðhorf sín, koma þeim á framfæri og sanna fyrir því að það geti haft áhrif. Hvatt er til þess að ráðstefna sem þessi verði haldin á hverju ári og megi aðrir taka UMFÍ sér til fyrirmyndar.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.