Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 36

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 36
36 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Göngum um Ísland Fjölskyldan á fjallið 1997, færðust æfingar alfarið á Hvolsvöll. Þá þegar höfðu iðkendur glímunnar í héraðinu gert víðreist um landið og tekið þátt í hinum ýmsu mótum, þ. á m. grunnskólamótum, Íslandsmótum, sveitarglímu, bikarglímu og HSK-mótum. Þetta starf Ólafs varð grunnur- inn að því starfi sem unnið er í dag hjá glímu- deild Dímonar. Glímudeild Dímonar var formlega stofnuð 23. nóv. 1999. Frá því að deildin var stofnuð hefur glíman eflst til muna í sveitarfélaginu og nú er félagið í hópi þeirra félaga sem eru með flesta iðkendur á sínum snærum. Áhug- inn og metnaðurinn er mikill hjá iðkendum, sem sést best á þeim fjölda titla sem krakk- arnir hafa komið með heim af glímumótum. Þekktasti glímumaður Dímonar er án efa Elísabeth Patriarca, en hún varð m.a. marg- faldur HSK-meistari og Íslandsmeistari ásamt því að verða heimsmeistari í glímu. Sunddeild. Í byrjun var sundíþróttin starfrækt undir frjálsíþróttadeild Dímonar. Á aðalfundi félagsins 2003 var sú ákvörðun tekin að skipta upp frjálsum og sundi og stofna sunddeild til að halda utan um sund- íþróttina. Kosin var stjórn og tók hún til starfa í mars 2004. Hefur deildin starfað síðan og eru iðkendur nú 65 talsins. Dímon hefur tekið þátt í HSK-mótum í sundi og náð góðum árangri þar. Fjöldi viðurkenninga. Íþrótta- félagið Dímon og félagar innan þess hafa unnið til fjölda viðurkenninga á undanförn- um árum. Má í því sambandi nefna að félagið náði þeim einstæða árangri að verða sigur- vegari í heildarstigakeppni HSK 9 ár í röð, árin 1998–2006. Félagið hefur einnig fengið nokkrum sinnum unglingabikar HSK og for- eldrastarfsbikar HSK. Þá voru hjónin Ólafur Elí Magnússon og Ásta Laufey Sigurðardóttir sæmd starfsmerki UMFÍ 2011 og silfurmerki ÍSÍ 2013. Einnig má geta þess að Ólafur Elí var sæmdur bronsmerki Glímusambands Íslands. Íþróttafélaginu Dímoni var veitt viðurkenn- ing vegna mikillar þátttöku í World Harmony Run (Friðarhlaupinu). Sömuleiðis hlotnaðist Ólafi Elí sá heiður að vera sæmdur World Harmony Run Avard-medalíunni fyrir þátt- töku og skipulagningu á hlaupinu hér heima í héraði, en hann hefur verið duglegur að skipuleggja og raða niður þeim hlaupurum sem hafa viljað taka þátt í hlaupinu í Rangár- þingi eystra á vegum Dímonar. Samfélagsverkefni. Félagar í Dímon hafa í maí ár hvert séð um ruslhreins- un með fram þjóðveginum frá Eystri-Rangá í vestri að Markarfljóti í austri. Er þetta gert í samstarfi við Sveitarfélagið Rangárþing eystra og er hluti af fjárhagslegum samningi við sveitarfélagið. Einnig hefur félagið séð um 17. júní-hátíðarhöldin á Hvolsvelli og fengið greitt fyrir það í formi styrks. Örn Guðnason, Benoní Jónsson og Ásta Laufey Sigurðardóttir tóku saman. Efri mynd: Þrír hressir sundstrákar. Neðri mynd: Frá sundmóti í sundlauginni á Hvolsvelli. Þjálfarar fimleikadeildar Dímonar með nýtt trampólín. Efri mynd: Frá borðtennismóti á Hvolsvelli. Neðri mynd: Hjónin Ólafur Elí og Ásta Laufey, ásamt stjórnarmönnum UMFÍ, en þau fengu starfsmerki UMFÍ 2011. Íþróttafélagið Dímon náði þeim einstæða árangri að sigra í heildarstigakeppni HSK 9 ár í röð, árin 1998–2006.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.