Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 41

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 41
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 41 Auka-aðalfundur Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum var haldinn í félagsmið- stöðinni í Vogunum 8. maí sl. Á fundinum var aðeins eitt mál á dagskrá, ársreikning- urinn. Þar sem hann var ekki samþykktur á aðalfundinum sem haldinn var 18. apríl en þar var skýrsla stjórnar og ársreikning- ar lagðir fram sem og kosið í nýja stjórn. Nýr formaður var kjörinn, Svava Arnardótt- ir, en hún var stjórnarmeðlimur í fyrri stjórn. Miklar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, var gestur á fundin- um. Fundurinn var ágætlega sóttur og voru umræður málefnalegar. Mikið og gott barna- og unglingastarf er hjá félaginu þar sem markmiðið er að hafa gaman saman ásamt því að stunda heilbrigt líferni. Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum og fjöldi barna og ungl- inga leggur stund á íþróttir, eina eða fleiri greinar. Að hvetja börn og unglinga til að stunda íþróttir og hlúa að þeim svo að þeim sé það mögulegt er ekki bara ein- hver besta uppeldisaðferð sem til er held- ur hefur það einnig mikið forvarnagildi. Hjá félaginu voru þrír viðburðir sem stóðu sérstaklega upp úr á árinu 2012. Það voru 80 ára afmælishátíðin, vígsla á nýjum og glæsilegum knattspyrnuvöllum og haust- mót JSÍ sem haldið var í október síðast liðnum. Aðalfundur Umf. Þróttar í Vogum: Metnaðarfullt starf er unnið í öllum deildum Svava Arnardóttir, nýkjörin formaður Ungmennafélagsins Þróttar. 34. héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, HHF, var haldið í Skrímsla- setrinu á Bíldudal 15. apríl sl. Þingið var starfsamt og mæting góð. Ýmis mál voru tekin fyrir og lög sambandsins uppfærð. Mótaskrá sumarsins var samþykkt auk þess sem starf komandi árs var rætt. Mikill uppgangur hefur verið innan HHF sein- ustu ár og framtíðin er björt. Engar breytingar urðu á stjórn en hana skipa Lilja Sigurðardóttir, formaður, Sædís Eiríksdóttir, meðstjórnandi, og Birna Frið- björt Hannesdóttir, meðstjórnandi. Í vara- stjórn sitja Guðný Sigurðardóttir, Kristrún Héraðsþing Héraðssambandsins Hrafna-Flóka: Mikill uppgangur hefur átt sér stað A. Guðjónsdóttir og Heiðar I. Jóhannsson. Íþróttamenn, sem þóttu hafa skarað fram úr á árinu 2012, fengu viðurkenningar í sínum flokkum. Körfuknattleiksmaður HHF var Edda Sól Ólafsdóttur, Íþróttafélaginu Herði, frjálsíþróttamaður HHF var Saga Ólafsdóttir, Íþróttafélaginu Herði, og knattspyrnumaður HHF var Tómas Erich Steinarsson, Ung- mennafélagi Tálknafjarðar. Tómas Erich var einnig valinn íþrótta- maður HHF árið 2012. 72. héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, USVH, var haldið í félagsheimilinu á Hvammstanga 20. mars sl. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ávarpaði þingið og fór yfir það helsta sem er að gerast í ungmennafélagshreyf- ingunni. Sæmundur Runólfsson, fram- kvæmdastjóri UMFÍ, sat einnig héraðs- þingið. Við þetta tækifæri sæmdi Helga Guðrún Elínu Jónu Rósinberg starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf innan ungmennasam- bandsins en hún hafði sinnt starfi gjald- kera í 12 ár með miklum sóma. Pétur Þröstur Baldursson lét af varafor- mennsku og við starfi hans tók Reimar Ársþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga: Lögum USVH komið í nýjan búning Marteinsson. Pétur hafði gegnt varafor- mennsku í 14 ár. Vigdís Gunnarsdóttir kom ný inn í stjórnina. Í varastjórn voru kjörin Halldór Sigfússon, Hörður Gylfason og Anna María Elíasdóttir. Þá ákvað Anna María Elíasdóttir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri en því starfi hafði hún gegnt í sex ár. Nýr framkvæmdastjóri USVH er Þorsteinn Guðmundsson sem áður sat í varastjórn. Þingið var starfsamt og var nokkrum tillögum beint til stjórnar USVH. Að auki komu þingfulltrúar með ábendingar til stjórnar. Meðal þess sem ákveðið var er að fara í endurskoðun á lögum sambandsins og koma þeim í nýjan búning. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, ásamt Elínu Jónu Rósinberg sem hlaut starfsmerki UMFÍ á héraðsþingi USVH. Frá héraðsþingi Hrafna-Flóka sem haldið var á Bíldudal.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.