Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 47

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 47
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 47 Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis: Fjölnir enn stærsta íþróttafélag landsins Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis og afmælishátíð voru haldin í Íþróttamiðstöð- inni Dalhúsum í Grafarvogi 12. apríl sl. Eft- ir að aðalfundi lauk var hátíðarsamkoma í tengslum við 25 ára afmæli félagsins sem stofnað var 11. febrúar 1988. Í ársskýrslu félagsins kemur fram að Fjölnir hefur haldið stöðu sinni sem eitt stærsta íþróttafélag landsins og var starfsemi félagsins á síð- asta ári öflug sem fyrr. Þar kemur einnig fram að starfsemi félags- ins byggir fyrst og fremst á sjálf- boðaliðastarfi og lögðu margir hönd á plóginn við að gera íþróttaiðkun barna og unglinga í Grafarvogi að ánægjulegri og uppbyggilegri dægradvöl. Aðstöðumál félagsins hafa verið í brennidepli síðustu misseri og á aðalfundinum kom fram að formlegar við- ræður við borgaryfirvöld um bætta inniaðstöðu myndu hefjast á næstunni. Helga Guðrún Guðjónsdótt- ir, formaður UMFÍ, flutti ávarp og færði félaginu gjöf frá UMFÍ. Við sama tækifæri var María Guðmundsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ. María er flestum Fjölnismönnum kunn en hún hefur verið í tengslum við félagið frá 1991. María vann lengi fyrir félagið sem sjálfboðaliði í foreldrastarfi. Hún kom síðan til vinnu á skrifstofu félags- ins við innheimtu og átti mikinn þátt í að innleiða skráningarkerfi sem félagið not- aði við allar skráningar árum saman. Auk ávarps Helgu Guðrúnar heiðraði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, afmæl- issamkomuna og flutti ávarp. Örn Andrésson, vara- formaður ÍBR, Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Fjölnis, fluttu einnig ávörp. Jón Margeir Sverrisson var sæmdur gull- merki Fjölnis, en hann varð m.a. ólympíu- meistari í 200 metra skriðsundi í London í fyrrasumar. Hann setti þar að auki þrjú heimsmet og vann auk þess til margra verðlauna í hinum ýmsum sundgreinum Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu: Félögin hvött til dáða í starfi sínu 75. héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, HSH, var haldið í samkomuhúsi Grundarfjarðar 9. apríl sl. Hermund- ur Pálsson var endurkjörinn for- maður HSH. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, flutti ávarp á þinginu og sæmdi þau Hall Pálsson og Önnu Maríu Reynisdóttur starfs- merki UMFÍ. „Þingið gekk vel, lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar, umræður fóru fram um skýrslu stjórnar og reikningar voru lagðir fram til sam- þykktar. Við hvöttum félaga okkar til að sækja Landsmótin sem fram fara í sumar. Síðan voru gerðar reglugerðar- breytingar hvað varðar úthlutun á Lottó og ennfremur voru félögin hvött til dáða í starfi sínu. Sam- starfið við félögin á Vesturlandi er spennandi og gengur vel. Starfið innan okkar raða er gott og við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Hermundur Pálsson, formaður HSH. Breytingar urðu í stjórn sambands- ins. Garðar Svansson, Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirs- son og Elín Kristrún Halldórsdóttir eru ný í stjórn. Úr stjórninni gengu Tómas Kristjánsson, Þráinn Ás- björnsson, Edda Sóley Kristmanns- dóttir og Hjörleifur K. Hjörleifsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi þau Hall Pálsson og Önnu Maríu Reynisdóttur starfsmerki UMFÍ á þingi HSH á Grundarfirði. Frá hátíðarsamkomu í Dalhúsum sem haldin var í tengslum við 25 ára afmæli Ungmennafélagsins Fjölnis. á mótum erlendis. Silfurmerki hlutu Ásta Björk Matthíasdóttir, knattspyrnudeild, Ástþór Ingi Ólafsson, körfuboltadeild, Björk Guðbjörnsdóttir, fimleikadeild, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, knattspyrnu- deild, Hermann Kristinn Hreinsson, knatt- spyrnudeild, Jarþrúður Hanna Jóhanns- dóttir, fimleika-, frjálsíþróttadeild og aðal- stjórn, Karl West, körfuboltadeild, Kristján Einarsson, knattspyrnudeild, og Valdimar Unnar Jóhannsson knattspyrnudeild. Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn for- maður Fjölnis. Ein breyting varð á stjórn félagsins; Guðmundur L. Gunnarsson vék úr stjórn og í hans stað kom Ingibjörg Óðinsdóttir. Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Maríu Guðmundsdóttur starfsmerki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.