Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.06.2013, Blaðsíða 47
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 47 Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis: Fjölnir enn stærsta íþróttafélag landsins Aðalfundur Ungmennafélagsins Fjölnis og afmælishátíð voru haldin í Íþróttamiðstöð- inni Dalhúsum í Grafarvogi 12. apríl sl. Eft- ir að aðalfundi lauk var hátíðarsamkoma í tengslum við 25 ára afmæli félagsins sem stofnað var 11. febrúar 1988. Í ársskýrslu félagsins kemur fram að Fjölnir hefur haldið stöðu sinni sem eitt stærsta íþróttafélag landsins og var starfsemi félagsins á síð- asta ári öflug sem fyrr. Þar kemur einnig fram að starfsemi félags- ins byggir fyrst og fremst á sjálf- boðaliðastarfi og lögðu margir hönd á plóginn við að gera íþróttaiðkun barna og unglinga í Grafarvogi að ánægjulegri og uppbyggilegri dægradvöl. Aðstöðumál félagsins hafa verið í brennidepli síðustu misseri og á aðalfundinum kom fram að formlegar við- ræður við borgaryfirvöld um bætta inniaðstöðu myndu hefjast á næstunni. Helga Guðrún Guðjónsdótt- ir, formaður UMFÍ, flutti ávarp og færði félaginu gjöf frá UMFÍ. Við sama tækifæri var María Guðmundsdóttir sæmd starfsmerki UMFÍ. María er flestum Fjölnismönnum kunn en hún hefur verið í tengslum við félagið frá 1991. María vann lengi fyrir félagið sem sjálfboðaliði í foreldrastarfi. Hún kom síðan til vinnu á skrifstofu félags- ins við innheimtu og átti mikinn þátt í að innleiða skráningarkerfi sem félagið not- aði við allar skráningar árum saman. Auk ávarps Helgu Guðrúnar heiðraði Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmála- ráðherra, afmæl- issamkomuna og flutti ávarp. Örn Andrésson, vara- formaður ÍBR, Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, og Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður og fyrrverandi formaður Fjölnis, fluttu einnig ávörp. Jón Margeir Sverrisson var sæmdur gull- merki Fjölnis, en hann varð m.a. ólympíu- meistari í 200 metra skriðsundi í London í fyrrasumar. Hann setti þar að auki þrjú heimsmet og vann auk þess til margra verðlauna í hinum ýmsum sundgreinum Héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu: Félögin hvött til dáða í starfi sínu 75. héraðsþing Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, HSH, var haldið í samkomuhúsi Grundarfjarðar 9. apríl sl. Hermund- ur Pálsson var endurkjörinn for- maður HSH. Helga Guðrún Guðjóns- dóttir, formaður UMFÍ, flutti ávarp á þinginu og sæmdi þau Hall Pálsson og Önnu Maríu Reynisdóttur starfs- merki UMFÍ. „Þingið gekk vel, lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar, umræður fóru fram um skýrslu stjórnar og reikningar voru lagðir fram til sam- þykktar. Við hvöttum félaga okkar til að sækja Landsmótin sem fram fara í sumar. Síðan voru gerðar reglugerðar- breytingar hvað varðar úthlutun á Lottó og ennfremur voru félögin hvött til dáða í starfi sínu. Sam- starfið við félögin á Vesturlandi er spennandi og gengur vel. Starfið innan okkar raða er gott og við erum bjartsýn á framhaldið,“ sagði Hermundur Pálsson, formaður HSH. Breytingar urðu í stjórn sambands- ins. Garðar Svansson, Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirs- son og Elín Kristrún Halldórsdóttir eru ný í stjórn. Úr stjórninni gengu Tómas Kristjánsson, Þráinn Ás- björnsson, Edda Sóley Kristmanns- dóttir og Hjörleifur K. Hjörleifsson. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi þau Hall Pálsson og Önnu Maríu Reynisdóttur starfsmerki UMFÍ á þingi HSH á Grundarfirði. Frá hátíðarsamkomu í Dalhúsum sem haldin var í tengslum við 25 ára afmæli Ungmennafélagsins Fjölnis. á mótum erlendis. Silfurmerki hlutu Ásta Björk Matthíasdóttir, knattspyrnudeild, Ástþór Ingi Ólafsson, körfuboltadeild, Björk Guðbjörnsdóttir, fimleikadeild, Eyjólfur Ingi Hilmarsson, knattspyrnu- deild, Hermann Kristinn Hreinsson, knatt- spyrnudeild, Jarþrúður Hanna Jóhanns- dóttir, fimleika-, frjálsíþróttadeild og aðal- stjórn, Karl West, körfuboltadeild, Kristján Einarsson, knattspyrnudeild, og Valdimar Unnar Jóhannsson knattspyrnudeild. Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn for- maður Fjölnis. Ein breyting varð á stjórn félagsins; Guðmundur L. Gunnarsson vék úr stjórn og í hans stað kom Ingibjörg Óðinsdóttir. Helga Guðrún Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Maríu Guðmundsdóttur starfsmerki UMFÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.