Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 50

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 50
50 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag. Höfn, stærsti þéttbýlisstaðurinn, er öflugur útgerðarbær og þekktur fyrir humarinn. Hornafjörður er eitt landmesta sveitarfélag landsins með mörgum náttúruperlum en skriðjöklar eru áber- andi og fegurð þeirra mikil í kvöldroðanum. Jökulsár- lón er eitt helsta kennileiti sveitarfélagsins ásamt Skaftafelli. Auk stórkostlegrar náttúru og útsýnis, sem á sér vart hliðstæðu, er að finna fjölbreytta afþreyingu, jeppaferðir, sleðaferðir, fjórhjólaferðir, hestaferðir, gönguferðir á jökul, ísklifur, útsýnisflug og siglingu í Hornafirði og á Jökulsárlóni. Vatnajökulsþjóðgarður, stærsti þjóðgarður Evrópu, teygir sig yfir stóran hluta af sveitarfélaginu. Í sveitarfélaginu er öll almenn þjónusta og stofnanir sem sinna menntun, menningu og velferðarþjónustu fyrir íbúa. Fjölbreytt íþróttastarf er í sveitarfélaginu, ný almenningssundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð, knatthús auk aðstöðu fyrir almenningsíþróttir og hreyfingu fyrir alla aldurshópa. Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á nýsköpun og atvinnu- þróun innan veggja þekkingarsetursins Nýheima þar sem fjölmargar stofnanir vinna saman að auknum lífsgæðum fyrir íbúa sveitarfélagsins.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.