Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
S
tarfsfólk sambandsaðila UMFÍ átti
vinnufund með starfsfólki UMFÍ í
þjónustumiðstöð félagsins í Reykja-
vík 7. febrúar sl. Í upphafi fundar-
ins fóru landsfulltrúar UMFÍ yfir verkefni
hreyfingarinnar. Að því loknu fór fram
hópavinna og voru niðurstöður hennar
ræddar fyrir hádegi.
Eftir hádegi fór fram kynning frá Evrópu
unga fólksins, um möguleika og tækifæri
sem þar eru í boði, sem Helga Dagný
Árnadóttir hafði umsjón með. Jón Páll
Hreinsson, formaður HSV, hélt kynningu
á íþróttaskóla héraðssambandsins sem
hefur gengið einstaklega vel. Síðan var
Pálmi Blængsson, framkvæmdastjóri
UMSB, með kynningu á samstarfinu við
Vinnufundur starfsfólks sambandsaðila og starfsfólks UMFÍ
Frá vinstri: Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ,
Halldór Lárusson, Umf. Kjalnesinga, Einar Haraldsson,
Keflavík, og Elín Sigurborg Harðardóttir, HSÞ.
Frá vinstri: Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ,
Pétur Markan, HSV, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi
UMFÍ, og Birgir Örn Sigurðsson, USVS.
sveitarfélagið. Fundinum lauk síðan með
opnum umræðum og samantekt. Það var
mál manna að vel hefði tekist til og var
ákveðið að halda slíkan fund aftur.
einstakling og eru allar ferðir, uppihald og
ráðstefnugögn innifalin. Endanleg dagskrá
og frekari upplýsingar varðandi skráningu
hafa verið sendar út en einnig er hægt að
fá upplýsingar hjá UMFÍ í síma 568 2929
eða senda fyrirspurn á sabina@umfi.is.
Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana 9.–11. apríl nk.
á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar
að þessu sinni verður Stjórnsýslan og við.
Þemað endurspeglar vel þarfir ungs fólks
og ungmenna sem vinna í ungmenna-
ráðum í sveitarfélagi sínu. Þátttakendur fá
tækifæri til að ræða og meta stöðu sína í
eigin samfélagi og grundvöll til að ræða
við aðila sem koma að stjórnsýslunni.
Ungmennafélag Íslands hefur ávallt
lagt áherslu á lýðræðislega þátttöku ungs
fólks og vandað hefur verið til dagskrár
ráðstefnunnar. Kvöldvökur verða bæði
kvöldin og ættu allir að hafa bæði gagn
og gaman af. Ráðstefnan er ætluð ungu
fólki á aldrinum 16–25 ára. Fjöldi þátttak-
enda verður takmarkaður við 60 manns.
Þátttökugjald er kr. 12.000.- fyrir hvern
Ráðstefnan
„Ungt fólk og lýð
ræði“