Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 1. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona í Ungmennafélagi Akureyrar, hefur náð frábærum árangri undanfarin misseri. Hefur hún skipað sér á bekk á meðal fremstu íþróttamanna landsins. Hafdís hefur sýnt miklar framfarir og fyrir skemmstu bætti hún Íslandsmetið í langstökki innanhúss. Það er alveg ljóst að uppbygging íþróttamannvirkja hér á landi á síð- ustu 10–15 árum er farin að skila sér í bættum árangri sem sannarlega vekur mikla eftirtekt svo að ekki sé dýpra í árinni tekið. Margir tala um vor í frjálsum íþróttum sem er ekkert skrítið því að margir efnilegir og upp- rennandi einstaklingar hafa verið að koma fram í sviðsljósið. Ein í þessum hópi er þó komin lengra og hefur nú þegar, þrátt fyrir ungan aldur, komið sér fyrir í hópi þeirra fremstu í íþróttagrein sinni. Hér er á ferð engin önnur en Aníta Hinriksdóttir sem á svo sannarlega glæsta fram- tíð fyrir höndum ef ekkert óvænt kemur upp á. Aníta er eitt mesta efnið sem fram hefur komið í íþrótt- um á Íslandi um langt skeið. Það eru ekki bara landar hennar sem eru spenntir að sjá framhaldið heldur fylgist hinn stóri frjálsíþróttaheimur líka með. Fjölmargir aðrir hafa sýnt miklar framfarir og í því sambandi má benda á Hafdísi Sigurðardóttur lang- stökkvara. Hún hefur náð frábærum árangri í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með henni þegar tímabilið hefst fyrir alvöru á vordögum. Þrot- lausar æfingar og markmið hafa þokað Hafdísi hærra og hærra og hún gæti hæglega bætt sig enn frekar. Verður af þeim sökum fróð- legt að sjá hvað hún gerir í sumar. Frjálsíþróttavellir með gerviefnum á hlaupa- og stökkbrautum hafa ver- ið gerðir víðs vegar um landið á síð- ustu árum og það eitt á eflaust stór- an þátt í bættum árangri. Æ fleiri leggja stund á frjálsar íþróttir. Það eru ekkert annað en spennandi tím- ar fram undan, sjón verður sögu rík- ari. Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni hvað landslið okkar í knattspyrnu hafa verið að gera góða hluti. Mörg þeirra hafa farið alla leið í úrslitakeppnum í sínum aldurs- flokkum í karla- og kvennaflokkum og staðið sig með prýði. Hverju er að þakka þessa góðu þróun? Svo spyrja eflaust margir en það sem kemur fyrst upp í hugann er bætt aðstaða og að þjálfarar sækja sér æ betri þekkingu sem skilar sér síðan í betra knattspyrnufólki og betri lands- liðum. Straumhvörf urðu í aðstöðu þegar hér fóru að rísa knattspyrnu- hús sem varð til þess að hægt var að stunda knattspyrnu allt árið um kring. Þetta skilar sér alla leið eins og allir hafa orðið vitni að. Í mörg ár voru margir búnir að benda á að yfir- byggð knattspyrnuhús væri það sem koma skyldi og að þau myndu með tímanum bæta getu okkar í knattspyrnu. Þetta er einmitt að koma á daginn. Svo er að sjá að fleiri yfirbyggð knattspyrnuhús rísi á næstu misserum og þá ekki síst úti á landsbyggðinni sem er gleðilegt. Sund- og fimleikaaðstaða hefur einnig verið bætt og svona mætti lengi telja. Árangur þar hefur heldur ekki látið á sér standa eins og dæm- in sanna. Uppbygging íþróttaaðstöðu er góð fjárfesting og gerir okkur betri og um leið samkeppnishæfari. Hinu má ekki heldur gleyma og það hef- ur sýnt sig, að fleiri börn og ungl- ingar fara að æfa og njóta þeirrar aðstöðu sem búið er að byggja upp. Þetta hefur ennfremur í för með sér að við byggjum upp sterkari ein- staklinga sem skilar sér enn betur þegar lengra út í lífið er komið. Þátttaka í íþróttum hefur ótvírætt forvarnagildi eins og rannsóknir hver af annarri hafa sýnt. Uppbygging íþróttamannvirkja skilar sér í bættum árangri Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins fór fram 6. febrúar sl. í þjónustumiðstöð UMFÍ. Dagskrá fundarins var samkvæmt lögum félagsins. Starfsskýrsla og árs- reikningur ársins 2013 sem og fjárhags- Frá vinstri: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri BÍS, Gyða Karlsdóttir, framkvæmdastjóri KFUM og K, Ragnheiður Sig- urðardóttir, verkefnastjóri ÆV, Erlendur Kristjánsson, deildastjóri MMR, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ. Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins áætlun ársins 2014 voru samþykkt. Góður andi ríkti á fundinum og mikill samhljómur um að halda áfram því góða og öfluga starfi sem Æskulýðsvettvangur- inn hefur unnið síðastliðin ár.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.