Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.2014, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands L eikdeild Umf. Skallagríms í Borgar- nesi frumsýndi söng- og gamanleik- inn Stöngin inn í félagsheimilinu Lyngbrekku 14. mars sl. Stöngin inn er bráðskemmtilegt nýtt verk eftir Guðmund Ólafsson leikara. Stöngin inn var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir ári hjá sameiginlegu leik- félagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Hlaut verkið þá verðlaun sem athyglisverðasta leiksýning áhugaleikfélaganna og var í kjölfarið sýnd í Þjóðleikhúsinu. Vísar í forngrískan gamanleik „Leikritið vísar í forngríska gamanleikinn Lýsiströtu þar sem konurnar reyna að fá karlana til að láta af stríðsrekstri með því að setja þá í kynlífsbann en hér eru það konurnar í litlu bæjarfélagi sem freista þess að fá karlana til að sýna sér meiri athygli, og hætta að horfa á fótbolta í tíma og ótíma, með kynsvelti. Hugmynd- in virkar þrælvel og er vel heppnað og gamansamt innlegg í umræðuna um samskipti kynjanna.“ (Úr umsögn dóm- nefndar um verkið.) Sextán leikarar Leikarar á sviðinu eru sextán talsins. Þar af eru átta nýliðar í leikdeild Umf. Skalla- gríms en alls koma yfir þrjátíu manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Samlestur hófst í byrjun desember. Falleg Leiklistarstarf Söng- og gamanleikinn Stöngin inn sýndur í Lyngbrekku og fjörug Abbalög leika stórt hlutverk og var leikhópurinn við stífar söngæfingar hjá Theodóru Þorsteinsdóttur í Tónlistar- skóla Borgarfjarðar í janúar. Í febrúar tóku við sviðsæfingar í Lyngbrekku undir leik- stjórn Rúnars Guðbrandssonar leikstjóra sem hlotið hefur frábæra dóma fyrir leik- sýningar sem hann hefur stýrt á undan- förnum árum. Birna Hafstein stýrir dans- atriðum. Þriggja manna hljómsveit leikur með á sýningum undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.