Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 14
14 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands „ÉG ætla að bíða ... vegna þess að árin fram að tvítugu er maður í bakaraofninum og eins gott að taka ekki sénsinn á að opna of snemma því þá gæti allt farið í klessu!“ Svona tekur 15 ára drengur til orða um ástæðu þess að hann ætlar sér aldrei að prófa vímuefni. Ekkert er eðlilegra fyrir þennan pilt en að vilja forðast allt sem get- ur eyðilagt framtíðaráætlanir hans þótt þrautinni þyngri sé að vita hvað það er sem þurfi að forðast og hvað ekki. Hvar liggja hætturnar og hvenær á að hrökkva en ekki stökkva? Þrátt fyrir allar bollaleggingar um hvenær sé í lagi að taka áhættu án mikilla fórna er neysla vímuefna á unga aldri langmesta áhættan sem við tökum. Vímu- efnaneysla unglinga reynist hafa mesta forspárgildi um framtíðina, hversu vel þeim vegnar í lífinu síðar meir. Því yngri sem þeir eru því meiri áhættu taka þeir í því að lenda í ógæfu vegna vímuefna. Engin önnur hegðun ungs fólks í okkar heimshluta er jafn afdrifarík og neysla áfengis, tóbaks eða annarra fíkniefna. Þrátt fyrir þekkingu okkar á afleiðingum vímuefnaneyslu reynist mörgum erfitt að bíða með þessa ákvörðun nægilega lengi til að vera orðin sannfærð um samband neyslu vímuefnis og áhættu. Ýmislegt er freistandi og í neyslusamfélagi nútímans verður oft fátt til varnar aðgengi ung- Samtakamáttur og forvarnir menna að vímuefnum enda er sá hópur nú skilgreindur sem markhópur fjölmargra vörumerkja í samkeppninni um peninga- legan ofurhagnað. Söluherferðinni er oft beint að þessum hópi eins og öðrum og hagsmunir fjár og fyrirtækis eru teknir fram yfir hagsmuni heildarinnar, hags- muni heilsu og hamingju unga fólksins. Þín er völin – og kvölin, eru einkunnarorð frjáls markaðar. Neysla vímuefna er sveip- uð ljóma sem ungt fólk stenst oft ekki frek- ar en fullorðnir, og jafnvel síður. Við sem eldri erum reynum mörg hver að hafa áhrif á þetta neysluumhverfi barna okkar með því að styrkja þau til jákvæðra hluta. Tómstundir hvers konar og íþrótta- starf eru leið til að draga úr áhuga barna fyrir áhættuhegðun og samvera með fjöl- skyldunni styrkir velferð barnsins. En aðrir eru ekki eins hugsandi um heildarmynd- ina og því verða mörg ungmenni fíkni- efnum að bráð þrátt fyrir vilja meiri hluta fólks til annars. Fórnarkostnaðurinn er hár og ennþá eru engin betri ráð í forvörnum en samtakamáttur allra þeirra sem með málefni barna og ungmenni fara; aðeins með samstilltum hug þeirra og samráði stjórnvalda og grasrótarsamtaka getum við komið í veg fyrir skaðann eða a.m.k. dregið úr honum. Guðni R. Björnsson, foreldri og verkefna- stjóri FRÆ Samningur um 17. Unglingalandsmót UMFÍ var undirritaður í Húsi frítímans á Sauð- árkróki þann 22. janúar sl., en mótið verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina, dagana 1.–4. ágúst nk. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið í Sauðárkróki en mótin fóru þar áður fram árin 2004 og 2009. Við undirskriftina sagði Helga G. Guð- jónsdóttir, formaður UMFÍ, að níu byggð- arlög hefðu sótt um að halda mótið en Sauðárkrókur varð fyrir valinu m.a. vegna frábærrar íþróttaaðstöðu og þess ómælda kosts að hafa allt á sama stað, þ.e. tjald- svæði, keppni- og afþreyingarsvæði o.fl. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð. Gert er ráð fyrir um 2000 keppendum á mótið en það er ætlað ungmennum á aldrinum 11–18 ára. Mótsgjaldið er 6000 kr. á keppanda og er það eina gjaldið sem rukkað er fyrir utan lítið gjald fyrir rafmagnsnotkun á tjaldsvæðinu. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma að mót- inu en mótshaldið er í höndum Ung- mennasambands Skagafjarðar, með stuðningi Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem og UMFÍ. Formaður unglingalands- mótsnefndar er Halldór Halldórsson. Samningur um Unglingalandsmót UMFÍ 2014 á Sauðárkróki undirritaður Jón Daníel Jónsson, formaður UMSS, Helga G. Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, Ásta B. Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, og Gunnar Þór Gestsson, sem sæti á í unglingalands- mótsnefnd. Ljósmynd Feykir. Guðni R. Björnsson, foreldri og verk- efnastjóri FRÆ.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.