Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 16

Skinfaxi - 01.03.2014, Síða 16
16 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands FRJÁLSAR ÍR bar sigur úr býtum í jafnri og spennandi 8. bikarkeppni FRÍ innanhúss, sem fram fór í Laugardalshöll 15.–16. febrúar sl., með 145 stig. Í öðru sæti varð lið Norðurlands (UMSS, UMSE, UFA og HSÞ) með 141 stig og FH-ingar urðu í þriðja sæti með 132 stig. ÍR-ingar sigruðu jafnframt í karlakeppninni með 75 stig og kvennakeppninni með 70 stig. Kvennasveit Norðurlands náði einnig 70 stigum en ÍR-ingum var dæmdur sigurinn vegna þess að þær sigruðu í fleiri greinum en þær norðlensku. Kvennasveit FH hafnaði í þriðja sæti með 64 stig. Í öðru sæti í karlaflokki höfnuðu Norðlendingar með 71 stig og FH-ingar í því þriðja með 68 stig. Óðinn Björn og Hafdís með bestu árangra mótsins Bestan árangur í kúluvarpi átti Óðinn Björn Þorsteinsson, Ármanni, en þetta var fyrsta mót hans í vetur. Óðinn varpaði kúlunni 18,81 m og hlaut fyrir það 1050 stig samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu IAAF. Hafdís Sigurðardóttir, Norður- landi, átti bestan árangur kvenna en hún stökk 6,26 m í langstökki. Fyrir afrekið hlaut hún 1043 stig. Hafdís sigraði einnig í 60 m hlaupi og var í sigursveit norð- lensku kvennanna í 4×400 m boðhlaupi. Æsispennandi langstökkskeppni Kristinn Torfason, FH, sigraði í æsispennandi langstökkskeppni en hann stökk 1 sm lengra en næsti maður, Þorsteinn Ingvarsson, ÍR. Stukku þeir 7,43 m og 7,42 m. Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR, sigraði í 400 m hlaupi á tímanum 56,41 sek. sem er fjórði besti tími hennar frá upphafi innanhúss og sá besti í þrjú ár. Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr bikarliði Norðurlands sigraði í 60 m hlaupi á tímanum 6,95 mín. sem var enn ein bætingin hans í vetur. Jóhann var einnig í sigursveit Norðurlands í 4×400 m boðhlaupi. Kolbeinn Höður Gunnarsson í bikarliði Norðurlands sigraði í 200 m hlaupi og 400 m hlaupi. Hann kom í mark á tímanum 22,01 sek. í 200 m hlaupinu og á 48,97 sek. í 400 m hlaupinu. Þórdís Eva (14 ára) vann 800 m og 1.500 m hlaup Þórdís Eva Steinsdóttir, 14 ára stúlka í FH, kom sá og sigraði bæði í 800 m hlaupi og í 1.500 m hlaupi. Tímar hennar voru 2:18,32 mín. og 4:51,00 mín. Eru þetta jafnframt næstbestu tímar allra kvenna innanhúss í vetur í þessum greinum. Það skal einnig tekið fram að Þórdís er nú einnig komin í 9. sæti kvenna í 1.500 m hlaupi frá upphafi innanhúss, og það einungis 14 ára gömul. Lið Norðurlands í 2. sæti í bikarkeppni FRÍ

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.