Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2014, Side 26

Skinfaxi - 01.03.2014, Side 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Fjölnir fær aðstöðu í nýju fimleikahúsi R eykjavíkurborg og Umf. Fjölnir í Grafar-vogi undirrituðu nýjan samning í Ráð- húsi Reykjavíkur í byrjun mars. Samkvæmt honum fær Fjölnir aðstöðu í nýju fimleikahúsi sem fasteignafélagið Reginn mun byggja við Egilshöll. Þá mun Fjölnir reka áfram íþrótta- hús og íþróttavelli við Dalhús í Grafarvogi. Mikill uppgangur hefur verið í íþróttastarfi Fjölnis síðustu árin, segir í tilkynningu frá borginni. Fjölnir hefur verið með íþrótta- aðstöðu við Dalhús og í Egilshöll. Þar hefur félagið verið með knattspyrnuæfingar á inni- og útivöllum, frjálsíþróttaæfingar inni, bardagaíþróttir, fimleikaæfingar í tveimur bráðabirgðasölum auk skrifstofu. Þar að auki er félagið með eitt stórt íþróttahús í Grafar- vogi til æfinga og keppni í handknattleik og körfuknattleik og annað minna íþróttahús í Rimaskóla til æfinga. Mestu tíðindin í samkomulaginu eru þau að Reginn hyggst byggja nýtt fimleikahús við hlið Egilshallar fyrir fimleikadeild Fjölnis. Reykjavíkurborg mun taka húsið á leigu til afnota fyrir Fjölni en jafnframt láta af hendi núverandi aðstöðu fyrir fimleika í Egilshöll. Árlegt leigugjald vegna nýrrar aðstöðu verð- ur rúmlega 50 milljónir kr. til viðbótar við nú- verandi leigusamning við Regin vegna íþrótta- aðstöðu í Egilshöll. Áætlað er að fimleikahús- ið verði tekið í notkun veturinn 2015 en það verður 2.250 m2 að stærð og tengist núver- andi húsnæði. Þá verða teknar upp viðræður við Borgar- holtsskóla um nýtingu íþróttamannvirkja í Grafarvogi fyrir nemendur skólans og fyrir afreksíþróttasvið skólans. Undirskrift samnings við Umf. Fjölni. Frá vinstri: Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Fjölnis, Jón Gnarr, borgarstjóri, Jón Karl Ólafsson, formaður Fjölnis, og Eva Einars- dóttir, formaður íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar. LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.