Skinfaxi - 01.03.2014, Page 27
SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27
Í
þrótta- og leikjadagur Félags áhuga-
fólks um íþróttir eldri borgara, FÁÍA,
var haldinn í íþróttahúsinu við Austur-
berg í Breiðholti 3. mars sl. Var þetta í 29.
sinn sem þessi dagur er haldinn og mikil
og góð stemning var á hátíðinni. Vel var
mætt og skein gleði og ánægja úr hverju
andliti. Fram komu nokkrir hópar af Stór-
Reykjavíkursvæðinu og úr Reykjanesbæ og
sýndu atriði við góðar undirtektir áhorfenda.
Þess má geta að fyrsti íþróttadagur aldraðra
var haldinn árið 1987 en fyrstu sex árin
komu eldri borgarar saman og gerðu sér
glaðan dag á gervigrasvellinum í Laugar-
dal. Mikil vakning hefur orðið í íþróttum
og hreyfingu almennt meðal eldri borgara
hin síðustu ár og er ljóst að hún mun vaxa
enn frekar á næstu árum.
Íþrótta- og leikjadagur Félags áhugafólks um íþróttir eldri borgara:
Þessi dagur skiptir miklu máli fyrir félagið
Stór viðburður
„Þessi dagur skiptir miklu máli fyrir félag-
ið. Þetta er stór viðburður fyrir þá sem eru
að æfa að fá að koma og sýna atriði sín.
Það er líka mikls virði að vera saman og sjá
aðra. Starfið innan Félags áhugafólks um
íþróttir aldraðra stendur með blóma og
við erum þakklát fyrir samstarfið með
UMFÍ. Með þeim höfum við verið að gera
hluti sem okkur dreymdi um og var ekki
hægt að gera áður. Við erum með á döf-
inni að standa fyrir námskeiðum sem
verður farið með út á land. Þetta starf
á bjarta framtíð fyrir sér,“ sagði Þórey S.
Guðmundsdóttir, formaður FÁÍA.