Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2014, Side 34

Skinfaxi - 01.03.2014, Side 34
34 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Landsmót UMFÍ 50 + verður haldið á Húsavík 20.-22. júní 2014. Ætlar þú ekki að mæta? 90. ársþing UMSK var haldið í Laugardalshöll- inni 27. febrúar sl. Valdimar Leó Friðriksson var endurkjörinn formaður sambandsins. Tveir stjórnarmenn, þau Ester Jónsdóttir og Albert Valdimarsson, gengu úr stjórn eftir meira en tuttugu ára setu. Alda Kolbrún Helgadóttir gaf heldur ekki kost á sér en hún hefur setið í stjórn UMSK frá 2008. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, sátu ársþingið. Helga Guðrún sæmdi þau Albert Valdimarsson, Ester Jónsdóttur og Svan M. Gestsson gullmerki UMFÍ fyrir ára- tuga starf í hreyfingunni en öll þrjú hafa í gegnum tíðina m.a. verið drifkrafturinn í þátt- töku UMSK í Landsmótum UMFÍ. Ný stjórn er skipuð eftirfarandi fólki: Valdimar Leó Friðriksson, Aftureldingu, for- maður, Guðmundur Sigurbergsson, Breiða- bliki, Magnús Gíslason, HK, Margrét Björns- dóttir, Ými, Lárus B. Lárusson, Gróttu. Í vara- stjórn sitja Sólveig Jónsdóttir, Gerplu, Þor- steinn Þorbergsson, Stjörnunni, og Helga Jóhannesdóttir, Aftureldingu. Í lok þingsins afhenti formaður sambands- ins þeim Ester, Albert og Svani, sem gekk úr stjórn í fyrra, sérstaka viðurkenningu en öll höfðu þau setið yfir tuttugu ár í stjórn UMSK. Auðunn Jónson var valinn afreksmaður UMSK 2013. Þetta er annað árið í röð sem Auðunn verður fyrir valinu en 2013 var gott ár hjá honum þar sem Evrópumeistaratitil í réttstöðulyftu bar hæst. Blaklið HK-karla Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings: Þrír einstaklingar sæmdir gullmerki UMFÍ hlaut UMFÍ-bikarinn en þann bikar hlýtur það lið innan UMSK sem hefur skarað fram úr á árinu. Liðið náði þeim einstaka árangri að vinna alla titla sem í boði eru á Íslandi í blaki karla. Frá vinstri: Björg Jakobsdóttir, stjórnarmaður UMFÍ, Svanur M. Gestsson, Ester Jónsdóttir, Albert Valdimarsson og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.