Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 41

Skinfaxi - 01.03.2014, Qupperneq 41
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 41 Nú er tíminn til að skipuleggja næsta ferðaár Laugavegi 178. Sími 562 1000. www.utivist.is Skrifað undir samning vegna Landsmóts UMFÍ 50+ á Húsavík L andsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsa- vík dagana 20.–22. júní í sumar en hluti mótsins mun þó fara fram í Þingeyjar- sveit. Þetta er fjórða Landsmót UMFÍ 50+ og það fyrsta sem haldið er á norðausturhorn- inu. Fyrri mót voru haldin á Hvammstanga, í Mosfellsbæ og í Vík í Mýrdal. Þann 11. mars sl. var haldinn kynningar- fundur um Landsmót 50+ í íþróttahúsinu á Húsavík og við það tækifæri var skrifað undir samning milli UMFÍ, Norðurþings, Þingeyjar- sveitar og HSÞ. Einnig var boðið upp á ýmsar heilsufarsmælingar og fólk prófaði nokkrar skemmtilegar greinar sem verða í boði á mót- inu í sumar. Þó nokkuð er síðan Landsmót hefur verið haldið á Húsavík en það var árið 1987 og tókst með eindæmum vel. Var það ekki síst veður- guðunum að þakka. Fyrir það mót var ráðist í miklar framkvæmdir í sveitarfélaginu og var m.a. byggð 25 metra sundlaug til bráða- birgða. Unglingalandsmót var haldið að Laugum í Reykjadal sumarið 2006. Var þar einnig ráð- ist í miklar framkvæmdir á vegum Þingeyjar- sveitar og unnu sjálfboðaliðar gríðarlega mikið verk við að koma á nýjum frjálsíþrótta- velli. Fyrir Landsmót 50+ á Húsavík verður flikkað upp á þá aðstöðu sem er til staðar og vonandi verður það íþróttamannlífi til góða að Landsmóti UMFÍ 50+ loknu. Vonir standa til að þátttaka Þingeyinga, sem eru komnir um og yfir miðjan aldur, verði góð á mótinu og Þingeyingar noti þetta mót sem hvatningu til að auka hreyfingu og heil- brigðan lífsstíl í framhaldinu. Landsmót 50+ er ekki einungis íþróttamót heldur einnig heilsuhátíð og verður boðið upp á fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl og ýmsar heilsufars- mælingar. Fjölmargar keppnisgreinar verða í boði á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík, en það eru: almenningshlaup, boccia, bridds, bogfimi, blak, frjálsar, hestaíþróttir, línudans, golf, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, skotfimi, sund, sýningar, stígvélakast og þríþraut. Markmið mótsins er að skapa fólki 50 ára og eldri vettvang til að koma saman og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum og kynna um leið þá möguleika sem eru í boði til þess. Héraðssamband Þingeyinga var stofnað 31. október árið 1914 og fagnar því aldarafmæli sínu á þessu herrans ári 2014. Landsmót 50+ er stærsti einstaki viðburðurinn sem haldinn verður á vegum HSÞ á þessu ári, en einnig mun koma út afmælisrit og boðið til veislu í kringum sjálfan afmælisdaginn. Sett verður upp sýning í Safnahúsinu á Húsavík og mun hún standa frá byrjun júní og fram yfir Mærudaga. Þar verður m.a. í gangi mynd- band af Landsmóti UMFÍ sem haldið var á Laugum árið 1961 og myndbrot af Ásbyrgis- móti sem haldið var 1974. Það efni sem til er af þessum mótum verður sett yfir á DVD-disk og verður hann til sölu í Safnahúsinu meðan á sýningu stendur, en líka á skrifstofu HSÞ í íþróttahúsinu á Húsavík þar sem afmælis- treyja HSÞ er einnig til sölu. Frá vinstri Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar, Jóhanna S. Kristjánsdóttir, formaður HSÞ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.