Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
Þrátt fyrir að bera eitt al-gengasta nafn Íslandssög-unnar er ekkert venjulegt
við tónlistarmanninn, ljúfmennið
og ritstjóra tímaritsins Monitor,
Jón Jónsson. Hann landaði plötu-
samningi við Sony í sumar og varð
skömmu síðar Íslandsmeistari í
fótbolta með FH.
Jón Jónsson var í Tónlistar-
skóla Hafnarfjarðar frá sex ára
aldri og talar um það í viðtali í
blaðinu hversu miklu það skipti
fyrir krakka að fá að kynnast tón-
list frá unga aldri. Þessi orð vekja
til umhugsunar um sífellt hærri
gjöld sem foreldrar þurfa að
greiða fyrir frístundir á borð við
tónlistarnám og íþróttaiðkun.
Þetta má ekki þróast í þá átt að
tónlistarnám verði aðeins í boði
fyrir lítinn hóp. Við viljum sem
flesta Jóna Jónssyni!
Guðbergur Bergsson liggur
sjaldan á sinni skoðun og það ger-
ir hann ekki heldur í viðtali Kol-
brúnar Bergþórsdóttur hér í
blaðinu þar sem hann ræðir það
að klámbækur hafi ýtt glæpasög-
um til hliðar.
Það eru margar leiðir til að
leggja á borð og Halla Bára
Gestsdóttir sýnir okkur réttu
handtökin. Myndhöggvarinn
Hallsteinn Sigurðsson fer nú allra
sinna ferða á reiðhjóli eftir að
hann lét setja rafmótor á fjalla-
hjólið sitt.
Björg Arndal er ung hugrökk
kona sem kemur fram í blaðinu og
segir frá reynslu sinni af áfalla-
streituröskun sem hún upplifði í
kjölfar nauðgunar. Hún á starfs-
fólki geðdeilda Landspítalans
mikið að þakka og sýnir þakklætið
í verki með því að setja upp Bros-
pinna. Brosum okkur í gegnum
helgina – þá gengur allt betur.
RABBIÐ
Fleiri Jóna og meira bros
Hún kom að morgni og var farin um kvöldið, skömmu eftir að geislaspjót Friðarsúlu Yoko Ono stakkst inn í regnþung skýin. Lady Gaga
er sögð frægasti poppari samtímans, með tugi milljóna fylgjenda á samskiptasíðum og hún lifir svo hratt að aðdáendurnir hafa ekki hug-
mynd um hvernig hún mun líta út næst þegar hún birtist. „Hún er einn mikilvægasti listamaður okkar tíma,“ sagði Yoko Ono, sem er nú
ekki lítið fræg sjálf, en eftir að hafa komið, sést og sigrað í Reykjavík tísti Gaga: „Þetta var mesti hamingjudagur lífs míns!“
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Einar Falur
KOM, SÁST OG SIGRAÐI
POPPSTJARNAN LADY GAGA GERÐI STUTTAN STANS HÉR Á LANDI Í VIKUNNI OG ÞAÐ FÓR VART FRAMHJÁ
NEINUM. HÚN ER EINN HANDHAFA LENNONONO-FRIÐARVERÐLAUNANNA Í ÁR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Sýning Ólafar Nordal.
Hvar? Listasafni Íslands.
Hvenær? Til 4. nóvember.
Nánar Leiðsögn sunnudag kl. 14.
Musée Islandique
Hvað? HK – Akur-
eyri.
Hvar? Í íþróttahúsinu
Digranesi, Kópavogi.
Hvenær? Laugardag
kl. 15.45.
Nánar Toppslagur í N1-deildinni.
Handbolti
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Leikritið Rautt eftir John Logan.
Hvar? Borgarleikhúsið, litla svið.
Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 20.
Rautt
Hvað? Ævintýraheimur
Mahlers.
Hvar? Í Salnum.
Hvenær? 13. október
kl. 16.
Nánar Sesselja Krist-
jánsdóttir, Ágúst Ólafsson og Eva Þyri
Hilmarsdóttir flytja.
Heimur Mahlers
Hvað? Tíu ára afmælistónleikar
Hvanndalsbræðra.
Hvar? Í Hofi, Akureyri.
Hvenær? Laugardag kl. 20 og 23.
Hvanndalsbræður
Hvað? Friðarþing.
Hvar? Í Hörpu.
Hvenær? Frá föstudegi
til sunnudags.
Nánar Fyrirlesarar sem
hafa unnið með frið í sínu starfi.
Friðarþing
Í síðasta Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
var fjallað um íslenska matarbloggara. Mis-
ritaðist þar að Nanna Teitsdóttir, sem held-
ur úti síðunni eldadivesturheimi.com, noti
gervisykur og unnin matvæli í sinni mat-
reiðslu. Nanna gerir slíkt alls ekki heldur
leggur mikið upp úr að nota gott og hreint
hráefni en orðið „ekki“ féll þarna úr text-
anum.
LEIÐRÉTT