Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 4
Útlit er fyrir að þingflokkurinn
herðist í andstöðunni við ESB og
verði samstilltari. Þeir þrír þing-
menn sem greiddu umsókninni um
aðild atkvæði hætta, Siv Friðleifs-
dóttir, Birkir Jón Jónsson og Guð-
mundur Steingrímsson. Á meðal
nýrra andlita í framboði er Frosti
Sigurjónsson, sem ekki hefur farið
dult með andstöðu sína við aðild.
Einnig má búast við harðari and-
stöðu meðal flokksmanna. Á síð-
asta flokksþingi kom fram tillaga um
að draga umsóknina um aðild að
ESB til baka og fullyrt er af mönnum
sem til þekkja að sú tillaga hefði
fengið 80% fylgi ef ekki hefði verið
lögð áhersla á málamiðlun við Evr-
ópusambandsarminn í flokknum.
Fyrir vikið var tillagan felld með
fimm atkvæðum, ályktað að Íslandi
væri betur borgið utan ESB og
gagnrýnt að staðið væri í umsókn-
arferli á viðsjárverðum tímum.
Þrátt fyrir málamiðlunina gekk
harðasti kjarninn gegn aðild úr
flokknum eftir þingið, að sögn mun
það ekki hafa verið stór hópur en
nokkuð hávær. Eftir standa and-
stæðingar aðildarviðræðna.
Kjördæmin
Við brotthvarf Sivj-
ar gerir Eygló
Harðardóttir at-
lögu að oddvitasæti
í Suðvest-
urkjördæmi. Ómar
Stefánsson, bæj-
arfulltrúi í Kópavogi, gerir sig líkleg-
an til þess sama. Eygló er með
mesta þingreynslu þingmanna
Framsóknar, en hún kom á þing árið
2008. „Það er því ekki hægt að
segja annað en að við höfum tekið
ákallinu um endurnýjun alvarlega,“
segir þingmaður.
Frosti Sigur-
jónsson stefnir á
fyrsta sæti í Reykja-
vík, Vigdís Hauks-
dóttir horfir til
fyrsta sætis í
Reykjavík suður og Guðlaugur
Gylfi Sverrisson, fyrrverandi
stjórnarformaður
Orkuveitu Reykja-
víkur, á forystusæti.
Gunnar Bragi
Sveinsson sækist eft-
ir fyrsta sæti
Norðvestur-
kjördæmis, Ásmundur Einar Daða-
son stefnir á annað og það sama gaf
Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson vara-
þingmaður til kynna á fésbók. Elín
Líndal og Halla Signý Kristjánsdóttir
gefa ekki kost á sér.
Í Suðurkjördæmi stefnir Sigurður
Ingi Jóhannsson á fyrsta sæti, en
hann er sá eini sem tilkynnt hefur
framboð í varaformann. Birgir Þór-
arinsson varaþingmaður gefur kost
á sér í annað sæti og líka Silja Dögg
Gunnarsdóttir, varamaður í bæjar-
stjórn í Keflavík.
ANDSTAÐAN
STYRKIST VIÐ ESB
Enn dregur til átaka á milli SigmundarDavíðs Gunnlaugssonar og HöskuldarÞórhallssonar og nú valda þau skjálfta í
Norðausturkjördæmi.
Rætt var við ýmsa flokksmenn við skrif þess-
arar fréttaskýringar, en Sigmundur Davíð og
Höskuldur tjáðu sig ekki um deilurnar sín á milli.
Ef til vill má rekja upphafið til síðustu kosn-
inga, en stuðningshópur Sigmundar Davíðs fyrir
austan, sem stóð að baki framboði hans til for-
mennsku, óskaði eftir því að hann færi fram í
kjördæminu. Þá bauðst varaformaðurinn Birkir
Jón Jónsson til að gefa eftir fyrsta sætið. Sam-
kvæmt heimildum velti Sigmundur Davíð þessu
alvarlega fyrir sér, en bauð sig fram í Reykjavík
„að sinni“, eins og hann orðaði það í viðtali á
RÚV.
Lagði fram símtalaskrá
Í haust færðist aftur alvara í leikinn og Sigmund-
ur tilkynnti framboð fyrir norðan eins og frægt
er. Úr varð að hann og Birkir Jón lýstu áformum
sínum samtímis á fundi þingflokks og lands-
stjórnar á Sauðárkróki 22. september. En það
kom þeim óþægilega á óvart í rútunni á leið
norður daginn áður þegar fregnir bárust af fram-
boði Höskuldar í fyrsta sæti.
Hvað sem framboði Sigmundar Davíðs líður
staðfesta heimildarmenn að Höskuldur hafi orðað
framboð í fyrsta sæti á bæjarmálafundi á Ak-
ureyri 15. september og fengið góðar undirtektir.
Höskuldur segir tilkynninguna um framboðið
hafa dregist vegna hörmunganna í Þingeyj-
arsýslu.
Sigmundur Davíð fól Hrólfi Ölvissyni, fram-
kvæmdastjóra Framsóknarflokksins, að hringja í
Höskuld 20. september og láta vita hvað stæði
til. Hrólfur hefur lagt fram símtalaskrá því til
staðfestingar hjá framkvæmdastjórn flokksins.
En ekki ber þeim Höskuldi saman um hvað rætt
var í þessum tveim símtölum.
Höskuldur segir símtölin hafa snúist um að
hann kæmist ekki með rútunni til Sauðárkróks
vegna stórafmælis sem hann sótti og að hann
kæmist ekki fyrr en morgni laugardags. Hrólfur
stendur við frásögn sína um að hann hafi látið
Höskuld vita og óskað trúnaðar.
Bréf til trúnaðarmanna
Í bréfi sem þingmennirnir Gunnar Bragi Sveins-
son og Ásmundur Einar Daðason skrifuðu
trúnaðarmönnum flokksins í vikunni kemur fram
að framkvæmdastjórnin hafi hist og lýst yfir
trausti á framkvæmdastjórann og þar hafi einnig
verið bókað að þingflokkurinn stæði við bakið á
honum, að Höskuldi undanskildum.
Í bréfinu kemur einnig fram að „a.m.k. tveir
aðilar, sem Höskuldur hefur sjálfur sagt frá
þessu samtali sínu við framkvæmdastjórann, hafa
staðfest þessa atburðarás.“ Þar eiga þeir við at-
burðarásina eins og Hrólfur lýsir henni.
Samkvæmt heimildum eru „aðilarnir“ tveir,
Eiríkur H. Hauksson, formaður kjördæm-
isráðsins, og Björn Snæbjörnsson, sem situr í
stjórn Akureyrarfélagsins. Heimildir herma að á
fundi Sigmundar Davíðs með stjórn Akureyrar-
félagsins hafi Björn skýrt frá símtali Höskuldar
til sín eftir símtal við Hrólf, síðar sama kvöld.
Björn sagðist hafa ráðlagt Höskuldi að fara fram
strax daginn eftir, verða fyrri til.
Þegar tal náðist af Birni í gær vildi hann ekki
tjá sig um þessa frásögn, en lét hafa eftir sér:
„Fullyrt er að Höskuldur hafi sagt mér að ákveð-
ið væri að Sigmundur Davíð ætlaði fram. Það er
rangt.“
Þá herma heimildir að Eiríkur hafi innt Hösk-
uld eftir samtalinu við Hrólf og Höskuldur geng-
ist við því að það hafi farið fram.
Eitt er ljóst. Málið er í erfiðum hnút. Á Ak-
ureyri má heyra á sumum flokksmönnum að þeir
hafi ekkert við „sérfræðinga að sunnan“ að gera,
aðrir segja að nýr frambjóðandi hefði hvort sem
er stigið fram, jafnvel þótt Höskuldur og Birkir
Jón hefðu báðir verið í framboði. Harka er í um-
ræðunni.
Á fundinum fræga á Sauðárkróki tilkynntu
Birkir Jón og Sigmundur fyrirætlan sína í lok
dags. Og Sigmundur óskaði eftir fundi með
Höskuldi og Eiríki. En á sama tíma „poppar
fréttin upp á öllum snjallsímum á fundinum“, að
sögn viðmælanda, Höskuldur fer í baklás og
sumir ganga út af fundinum. „Það var stríðs-
ástand á Króknum. Svo fór þessi leikur í gang.“
Sigmundur Davíð og Höskuldur hafa fundað
tvisvar eftir þetta. En svo virðist sem báðir sitji
við sinn keip og málið verði í fyrsta lagi útkljáð á
kjördæmisþingi. Það eykur enn togstreituna að
þrýstingur er á að fá konu í efstu sæti. Huld
Aðalbjarnardóttir varaþingmaður hefur gefið
kost á sér og vonast er eftir framboði Þórunnar
Egilsdóttur bæjarfulltrúa á Vopnafirði. Þá veltir
Sigfús Karlsson framboði fyrir sér.
Stríðsástand
á Króknum
HARÐVÍTUG RIMMA Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI. HÖSKULDUR STEFNIR ÓTRAUÐUR
Á FYRSTA SÆTI. ÓLGA Á AKUREYRI VEGNA FRAMBOÐS FORMANNSINS.
VITNAÐ TIL UMMÆLA TVEGGJA ÁHRIFAMANNA Í FLOKKNUM Í BRÉFI ÞINGMANNA.
Sigmundur Davíð varð formaður 2009. Báðir unnu og töpuðu formannsslag sama daginn, því fyrstu tölur voru rangar og tilkynnt að Höskuldur hefði unnið.
* Það hefur oft verið skemmtilegt að takast á við Steingrímí þinginu og ég hlakka til kosningabaráttu við hann íkjördæminu. Sigmundur Davíð GunnlaugssonÞjóðmálPÉTUR BLÖNDAL
pebl@mbl.is
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012