Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 6
HEIMURINN NORÐUR-KÓREA PYONGYANG Yfirvöld í Norður-Kóreu kváðust nú líta svo á að þau hefðu aukið svig- rúm til tilrauna með langdrægar flaugar sínar. Ástæðan er sú að Suður-Kórerumenn hyggjast þrefalda drægni langdrægra flauga sinna með blessun Bandaríkjamanna.Tilraunir Norður-Kóreumanna hafa hingað til mistekist hrapallega. TYRKLAND ANKARA Tyrkneskar herþotur neyddu sýrlenska farþegaflugvél á leið frá Moskvu til Damaskus til að lenda í Tyrklandi vegna gruns um að „óæskilegur varningur“ væri um borð.Tyrknesk stjórnvöld segja að vopn hafi verið í vélinni. Sýrlendingar segja Tyrki ljúga og Rússar hafa einnig mótmælt. Sýrlendingar fá vopn frá Rússum, sem eru með flotastöð í Sýrlandi. Grunnt hefur verið á því góða milli Sýrlendinga og Tyrkja. VENESÚELA CARACAS Hugo Chavez var endurkjörinn forsetiVenesúela með 55% atkvæða. Sitji hann út kjörtímabilið, sem er sex ár, mun hann hafa verið við völd í 20 ár. Chavez hefur í þrígang farið í aðgerð vegna krabbameins. Hann kveðst nú vera læknaður. SÓMALÍA MOGADISHU Abdi Farah Shirdon Said var skipaður forsætisráð- herra í nýrri stjórn Sómalíu. Said er kaupsýslumaður og var hagfræðingur sómalskra stjórnvalda fyrir aldarfjórðungi. Bundnar eru vonir við að hann muni binda enda á tveggja áratuga átök í landinu. Upp- reisnarmenn, sem tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, kváðust hafna honum og kölluðu hann strengjabrúðu erlendra afla. Milljónir stúlkna um allan heim eru dæmdar til fátæktar vegna þess að þær njóta ekki skólagöngu. Þetta segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem ber heitið „Vegna þess að ég er stúlka: staða stúlkna í heiminum 2012“, sem gefin var út á fimmtudag í tilefni af fyrsta alþjóðlega degi stúlk- unnar. „Talið er að 75 millj- ónir stúlkna vanti í skóla um allan heim, sem er alvarlegt brot á rétt- indum og gríðarleg sóun á hæfileikum æskunnar,“ sagði í kynn- ingu á skýrsl- unni. Ótti talibana við menntunkvenna er slíkur að áþriðjudag ruddi útsendari þeirra sér leið inn í skólabíl í Swat- dal í Pakistan og skaut 14 ára stúlku, sem hefur barist fyrir rétti stúlkna til skólagöngu, í höfuðið. Malala Yousafzai er enn ekki úr lífshættu. Skotið fór í gegnum höf- uð hennar og hafnaði í öxlinni, rétt við mænuna. Hún fór í aðgerð og kúlan var fjarlægð. Um helgina mun skýrast hvort hún lifi árásina af. Talibanar lýstu yfir ábyrgð á til- ræðinu, sögðu að hún hefði verið „tákn vestrænnar menningar á svæðinu; hún var opinber talsmaður hennar“ og sögðust myndu reyna að myrða hana á ný ef hún næði sér. Árásin á Yousafzai hefur vakið hörð viðbrögð í Pakistan og verið fordæmd um allan heim. Okkar verstu martraðir Ýmsir segja að skotárásin ætti að verða til þess að þeir, sem vilji frið- þægjast við talibana, átti sig á villu síns vegar. Dálkahöfundurinn Ayaz Amir sagði að ódæðisverkið væri birtingarmynd þess „að hafa árum saman leikið sér að eldinum og búið til djöfla og Frankensteina sem við hefðum átt að átta okkur á að myndu koma okkur í koll og verða okkar verstu martraðir“. Yousafzai sýndi mikið hugrekki þegar hún hóf baráttu sína fyrir menntun stúlkna fyrir þremur ár- um. Talibanar höfðu þá náð yfir- ráðum í Swat-dal, sem kallaður hef- ur verið Sviss Pakistans. Þeir brenndu skóla fyrir stúlkur og héldu íbúunum í greipum skelfingar þar til herinn skarst í leikinn 2009. Þeir hröktu talibanana í burtu úr dalnum, en hefur ekki tekist að losa um ítök þeirra í héruðum eins og Waziristan og tilræðið á fimmtudag vekur spurningar um hvort þeir ætli að láta til skarar skríða á ný í Swat. Byrjaði að blogga 11 ára Yousafzai vakti athygli heimsins á kúgunaraðferðum talibana þegar hún fór að blogga á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þá var hún aðeins 11 ára, en bar- átta hennar var í þágu þúsunda stúlkna um allan norðvesturhluta Pakistans þar sem öfgamenn úr röðum talibana hafa náð fótfestu. Bann talibana við menntun kvenna var kveikjan að mótmælum Yousafzai. „Ég var mjög hrædd þegar ég sá lík hanga í snörum í Green Chowk í Swat, en ákvörðun vígamanna um að banna stúlkum að ganga í skóla var mér mikið áfall og ég ákvað að spyrna gegn öflum afturhalds,“ sagði Yousafzai í pall- borðsumræðum í Mingora í janúar. „Það var mjög sárt fyrir mig og bekkjarfélaga mína að heyra þær fréttir að skólanum okkar yrði ef til vill lokað og við fengjum ekki að ná okkur í menntun.“ Dagbók kornblómsins Yousafzai byrjaði að skrifa á vef BBC í janúar 2009. Dagbókar- færslur hennar birtust reglulega í fjóra mánuði undir nafninu „Gul Makai“ (garðakornblómið). Þar end- urspeglaði hún hlutskipti skelfingu lostinna skólafélaga, fjölskyldu og nágranna sinna. Yousafzai fékk frið- arverðlaun Pakistans fyrir skrif sín. Héraðsstjórnir í landinu heiðruðu hana einnig og styrktu. Viðbrögðin urðu henni hvatning til að setja á fót góðgerðarsamtök, Menntastofn- un Malölu. „Talibanar eyðilögðu 400 skóla í Swat og mig langar til að vinna að endurreisn eyðilagðra skóla til að nemendur á þessum svæðum eigi þess kost að fá menntun,“ sagði Yousafzai, sem kveðst vilja láta gott af sér leiða í pólitík þegar hún lýk- ur skólagöngu. Menntun færir konum vald og rödd. Þess vegna stendur talibönum ógn af stúlkum eins og Yousafzai, sem krefjast menntunar og vilja láta til sín taka. Hún bauð þeim byrginn og nú berst hún fyrir lífi sínu. Tilræði í Pakistan vekur óhug VÍGAMAÐUR TALIBANA REYNDI Á ÞRIÐJUDAG AÐ MYRÐA 14 ÁRA STÚLKU, SEM BAUÐ ÞEIM BYRGINN. HÚN LIGGUR NÚ MILLI HEIMS OG HELJU. TILRÆÐIÐ HEFUR VAKIÐ ÓHUG Í PAKISTAN OG VERIÐ FORDÆMT UM ALLAN HEIM, EN TALIBANAR HÓTA AÐ REYNA AFTUR LIFI HÚN AF. Stúlka á skólabekk í Pakistan. FÁ EKKI MENNTUN Konur kveikja á kertum og mótmæla tilræðinu við Malölu Yousafzai og öfgum talibana í Pakistan á þriðjudag. Til hægri er mynd af hinni 14 ára stúlku, sem 11 ára gömul bauð talibönum byrginn. AFP * Ég vil verða heiðarlegur, heill og iðjusamur stjórn-málamaður vegna þess að það er brýn þörf á slíkumstjórnmálamönnum í landi okkar. Malala YousufzaiAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.