Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Qupperneq 20
* Hvernig á að kasta bolta Það sem þarf að hugaað hér er að koma olnboga upp fyrir öxl og draga hönd- ina upp í circa 90 gráður, með úlnliðinn aðeins út fyrir og boltann fyrir ofan höfuð. Nú ertu kominn í rétta kast- stöðu og þá er kom- ið að kastinu sjálfu. Þá þarf að stíga fram í gagnstæðan fót og kasta beint í brjóst- hæð. Þegar komið er út í lengri sendingar er gott að láta fótinn sem er samfara hendinni fylgja eftir með hreyfingunni. Hvernig á að grípa boltann: Byrjar á því að mynda skál með höndunum og hafa mýkt í þeim þannig að þegar boltinn kemur þá gefur þú aðeins eftir með boltanum. Algeng mistök hjá ungum iðkendum eru að rétta út stífar hendurnar sem boltinn skýst af. L andsliðsmenn og silfurdrengir frá Ólympíu- mótinu í Peking árið 2008 hafa tekið sig saman og búið til kennsludisk í handknattleik í sam- starfi við Ogfilms. Áætlað er að diskurinn komi út í nóvember en þeir hafa lokið tökum og eru í frá- gangi á efninu. Bjarni Fritzson, Sturla Ásgeirsson og Ingimundur Ingimundarson sjá um gerð disksins en gestir og ráðgjafar við myndbandið eru allt frá Ólafi Stefánssyni og Snorra Steini Guðjónssyni til Björgvins Páls Gústavssonar. Markmið verkefnisins er þríþætt. Í fyrsta lagi að út- vega ungum iðkendum hjálpartæki til þess að geta bætt sig í íþróttinni upp á eigin spýtur. Í öðru lagi að ýta undir áhuga á íþróttinni og kenna krökkum að leika sér í handbolta. Í þriðja lagi að hjálpa til við útbreiðslu handknattleiks. „Við teljum að slíkur diskur gæti komið sér vel fyrir bæjarfélög úti á landi sem hafa ekki ríka handboltahefð,“ segir Bjarni. „Við höfum áætlað að dreifa disknum samfara kynningu á íþróttinni út um allt land, ef áhugi er fyrir því hjá HSÍ og bæjarfélögunum.“ Disknum er skipt niður í fimm kafla. „Í fyrsta kafla er sóknarleikur tekinn fyrir þar sem er farið yfir skot, sendingar, fintur og knattrak og fjöldi góðra gesta úr landsliðum Íslands kemur með ráðleggingar,“ segir Bjarni. Aðspurður hvað fintur sé, segir hann að það sé annað orð yfir gabbhreyfingar. Í öðrum kafla verður varnarleikur tekinn fyrir en þeim kafla er stýrt af landsliðsmönnunum Ingimundi Ingimundarsyni og Sigfúsi Sigurðssyni. Í þriðja kafla er farið í líkamsþjálfun og í þeim fjórða er krökkum kennt að leika sér í handbolta utan vallar. Í fimmta og síðasta kaflanum koma landsliðsmenn og konur með góð ráð til ungra iðkenda, eins og til dæmis Stella Sigurðardóttir og Rakel Dögg Bragadóttir fyrirliði íslenska landsliðs- ins.Handbolti er íþrótt þar sem ekki aðeins líkamlegur styrkur og baráttuandi skiptir máli heldur einnig tækni og lipurð. Morgunblaðið/Golli HANDBOLTI Kennum krökkum KENNSLUMYNDBAND Í HANDBOLTA ER AÐ KOMA ÚT Í NÓVEMBER OG Á AÐ ÝTA UNDIR ÍÞRÓTTAIÐKUN UNGS FÓLKS. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is * Undirhandarskot á samstæðum fæti Það erframkvæmt á þann hátt að sótt er að markinu með hönd- ina uppi, síðasta skrefið er tekið í samstæðan fót og að- eins út fyrir varnarmanninn, hendinni sveiflað niður á við, undir hendur varnarmannsins og skotinu fylgt á eftir með sterkri úlnliðshreyfingu. Þetta skot getur komið sér mjög vel ef upp koma snöggar opnanir í vörn andstæðinganna. * Maður á mann Þegar það er vont veður úti, þáfærum við okkur inn og spilum handbolta þar. Skemmtilegt er að spila maður á mann leik með einn í marki. Reglurnar eru afar einfaldar, það má bara taka þrjú skref og bannað að brjóta fólsku- lega af sér. Við fengum handbolta- sérfræðingana Ein- ar Örn og Þorkel Gunnar til að taka smá sýnikennslu í maður á mann leiknum. Keppt í vító: Við Snorra Sturlu. Annar skemmtilegur leikur sem hægt er að spila innan dyra er hefðbundin vítakeppni, þar sem keppendur skiptast á að taka víti og vera í marki. Sturla Ásgeirs skoraði á handboltasérfræðing Sport.is, hann Snorra Sturlu, í vító, en samkvæmt óáreiðanlegum fréttum þá er Snorri Sturlu svakaleg vítaskytta. Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli *Þeir sem ætla að ná miklum árangri í líkamsrækt á stuttum tíma gefast frekar upp »22Heilsa og hreyfing
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.