Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
Hreyfing og heilsa
T
engsl eru á milli búsetu og árang-
urs í líkamrækt, skv. rannsókn
Eddu Hermannsdóttur fyrir ný-
legt lokaverkefni í BS námi í hag-
fræði við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Þá
virðast tekjur fólks líka skipta máli; því
hærri sem þær eru, því betri árangri virðist
viðkomandi ná í líkamsræktinni. Edda kann-
aði þessa þætti á höfuðborgarsvæðinu og
það voru íbúar í Vesturbænum í Reykjavík
(póstnúmer 107) og á Seltjarnarnesi (170)
sem bættu sig mest í þeim líkamsrækt-
arprófum sem fólkið tók hjá Eddu. Þar voru
meðaltekjur líka hæstar af þeim svæðum
sem Edda skoðaði.
Sex vikna námskeið
Rannsóknina vann Edda í samstarfi við
World Class, en hún hefur einmitt starfað
hjá fyrirtækinu við kennslu og heimatökin
voru því hæg. Edda rannsakaði fimm hópa
sem æfðu á mismunandi stöðvum og voru
allir á sex vikna námskeiði, sem kallað er
Súperform.
Námskeiðin voru hvorki ætluð fyrir byrj-
endur í líkamsrækt né fyrir einstaklinga í
yfirþyngd. „Ég vildi ekki einblína bara á kíló
og sentimetra, þó ég hafi tekið þá þætti
með, og þessir hópar hentuðu því vel; allir
þátttakendur nokkuð vel á sig komnir og
vanir líkamsrækt,“ segir Edda.
Hver stöð hafði sinn þjálfara sem sá um
hópinn og þar sem kennarinn var hvergi sá
sami gátu námskeiðin hafa verið frábrugðin
að einhverju leyti. Þátttakendur svöruðu
spurningalistum þegar námskeiðið hófst;
varðandi tekjur, búsetu, hjúskaparstöðu og
fjölda barna. Þeir tóku síðan ástandspróf í
byrjun námskeiðs, sem voru reyndar ekki öll
nákvæmlega eins en þó sambærileg. Ástand-
sprófið gengur út á að endurtaka æfingu
eins oft og mögulegt er á einni mínútu. Próf-
ið var síðan endurtekið í lok námskeiðs til
þess að komast að því hve mikið fólk hafði
bætt sig.
Vert er að geta þess að í ljós kom að al-
gengt var að fólk næði ekki þeim árangri
sem það ætlaði sér „og var töluvert frá því,
bæði hvað varðar kíló og sentimetra. Það
sýnir að fólk ætlar sér of mikið og það
finnst mér líka áhugaverðar niðurstöður. Það
er þekkt að þeir sem ætla sér að ná miklum
árangri á stuttum tíma gefast miklu frekar
upp en aðrir, enda markmiðin oft óraunhæf.“
Heilsa og tekjur eru þættir sem hafa oftar
en ekki verið settir í samhengi í rannsóknum
undanfarin ár, eins og bent er á í ritgerðinni
og segir Edda að niðurstöður hennar ýti
undir þá kenningu.
Það vakti athygli áhuga Eddu þegar
Steinar B. Aðalbjörnsson velti upp þeirri
spurningu á heimasíðu sinni, eftir að hafa
hlaupið um Reykjavík og Seltjarnarnes,
hvort hugarfar íbúa Seltjarnarness væri
MISJAFN ÁRANGUR Í LÍKAMSRÆKT
Búsetusvæði
og tekjur
skipta máli
ÍBÚAR Í VESTURBÆNUM Í REYKJAVÍK OG Á SELTJARNARNESI
BÆTTU SIG MEST Í LÍKAMSRÆKT Á SEX VIKNA NÁMSKEIÐI, SKV. NÝLEGRI
RANNSÓKN. MEÐALTEKJUR ER HÆSTAR ÞAR AF ÞEIM SVÆÐUM
SEM BORIN VORU SAMAN. NIÐURSTÖÐUR ERU MARKTÆKAR
Á FIMM BÚSETUSVÆÐUM AF ELLEFU.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
107
Vesturbær
170
Seltjarnarnes
101
Miðbær
112
Grafarvogur
270
Mosfellsbær
Hverjir bættu sig mest?
35
30
25
20
15
10
5
0
33.74%
26.48% 25.92% 25.11%
10.17%
Mismunandi eftir hverfum hve mikið fólk bætti sig í ástandsprófi eftir sex vikna námskeið
Með því að borða tómata á hverj-
um degi, eða hafa reglulega holla
sósu úr því góða hráefni út á past-
að, gæti fólk minnkað líkurnar á
því að fái heilablóðfall. Ný finnsk
rannsókn þykir benda til þessa en
greint er frá málinu í tímaritinu
Neurology.
Í tómötum eru kröftug andox-
unarefni sem eru góð fyrir heil-
ann, að sögn rannsakenda, og eldaðir tómatar virðast mun
betri en ferskir. „Þessi rannsókn er viðbót við sönnunargögn
sem áður lágu fyrir um að þeir sem borða mikið af ávöxtum
og grænmeti séu í minni hættu en aðrir að fá heilablóðfall,“
segir stjórnandi rannsóknarinnar, Jouni Kappi, hjá Kuopio-
háskóla í austurhluta Finnlands. „Það er gott fyrir heilsuna að
hafa tómata á matseðlinum nokkrum sinnum í viku. Að neyta
þeirra daglega væri líklega enn betri vörn,“ segir hann.
NÝ FINNSK RANNSÓKN
Tómatar mikilvægir
Tómatar eru hollir.
Morgunblaðið/Þorkell
Áfengisdrykkja miðaldra fólks og
gamals kostar enska heilbrigð-
iskerfið margfalt meira en vandamál
vegna drykkju ungmenna. Þetta
kemur fram í nýrri rannsókn
breskrar stofnunar sem fer með
þessi mál og birt var í gær. Í ljós kom
að kostnaður við sjúkrahúsdvöl
vegna áfengisdrykkju fólks á aldr-
inum 55-74 ára var 825 milljónir
punda 2010 og 2011. Það er and-
virði röskra 163 milljarða króna! Tíu sinnum hærri upphæð
en sambærilega tala hjá 16-24 ára, sem þó ku drekka mikið.
Alls runnu tveir milljarðar punda úr sjóðum hins opinbera
til innlagna á sjúkrahús og læknismeðferða vegna áfeng-
isvandamála á þessu tímabili; rúmir 394 milljarðar króna. Tal-
ið er, segir í skýrslunni, að 10 milljónir Englendinga drekki
meira en nemur ráðlögðu hámarksmagni.
ELDRI ENGLENDINGAR BLAUTIR
Dýrkeypt drykkja
Allt er best í hófi.
Morgunblaðið/Golli
Ertu stundum hress og brött/
brattur eftir að hafa vakað heila
nótt, jafnvel til í hvað sem er?
Það er eðlilegt ástand, svefnleysi
veldur nefnilega hækkun dópa-
míns í líkamanum sem þýðir að
maður verður jákvæðari og
framkvæmdaglaðari en ella, auk
þess sem löngunin til að stunda
kynlíf getur aukist. Þetta hljómar
ef til vill vel en er því miður ekki
heppilegt til lengdar. Í fyrsta lagi
varir ástandið mjög stutt og í öðru lagi getur hækkun dópa-
míns leitt til fíknar og hvatvíslegrar hegðunar. Þær stöðvar
heilans sem stýra skipulagningu og rökhugsun lokast einfald-
lega fái líkaminn ekki nægilegan svefn og geta valdið því að
fólk fer að hugsa órökrétt, verður yfirgengilega bjartsýnt og
tekur fúslega áhættu.
FYLGIKVILLAR SVEFNLEYSIS
Fölsk jákvæðni
Svefn er nauðsynlegur.
AFP