Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012 dalinn og jafnvel inn Arnarnesið; það er gam- an að skoða villurnar þar. Ég fékk mér þennan mótor í vor þegar ég varð 67 ára, en ég á einmitt afmæli á þeim skrýtna degi sem 1. apríl er. Þá fékk ég fyrstu ellilífeyrisgreiðsluna mína, sem var heilar 64.000 krónur. Helmingurinn var síðar dreginn af þeim vegna þess að ég hafði haft laun árið áður en það er nú önnur saga. Ég ákvað að kaupa mótorinn eftir að ná- granni var búinn að sýna mér hvernig hann virkaði og hann hefur reynst vel. Ég hef alltaf verið að hjóla frá því ég var strákur og átti Möwe-hjól,“ segir Hallsteinn, en Möwe-hjól var austurþýskt hjól sem var vinsælt um miðja síðustu öld og Þórarinn Eldjárn orti frægt kvæði um það þar sem hann sagði: Ó reiðhjól best, þú rennur utan stans. Jafn rennilegt að aftan sem að framan. Þú varst stolt hins þýska verkamanns sem þreyttum höndum skrúfaði þig saman. „Ég fékk þetta Möwe-hjól í arf frá syst- kinum mínum,“ segir Hallsteinn. Ég átti það lengi, en það voru þrír gírar á því. Það var árið 1953 að það var keypt nýtt af eldra syst- kini. Það var með þremur gírum en þegar ég flutti hingað upp í Breiðholtið tók ég gírana af. En ég er með Mongoose í dag. Það er með gírum og þessum græjum sem hjólin eru með M yndhöggvarinn Hallsteinn Sig- urðsson sem varð 67 ára í vor hefur hjólað reglulega í gegnum lífið. En þá fyrst fór þetta að verða fastur hluti af tilveru hans þegar hann fékk kransæðastíflu fyrir ellefu árum. Í dag kannast margir Reykvíkingar við þennan kumpánlega mann sem hjólar víða um bæinn. Hallsteinn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1963 til 1966 en hélt þá til Bretlands þar sem hann lagði stund á höggmyndalist við ýmsar stofnanir til ársins 1972. Hallsteinn hélt á annan tug einkasýn- inga á árunum 1971 til 1997, meðal annars á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsal. Fjöldi verka hans er í opinberri eigu en þekktastur á meðal almennings er hann líklega fyrir verk sín uppi í Gufunesi, en þar var listamanninum úthlutað einum og hálfum hektara lands og eru þar 25 myndir í eigu höfundar. Aðspurður hvort hann hjóli ekki stundum upp í Gufunes til að athuga með verkin sín segir hann að svo sé. Hann reyni að hjóla þangað mánaðarlega til að athuga hvort ekki sé allt í lagi. „Svo lætur fólk í nágrenninu mig vita ef einhver er að skemma verkin mín. Það var eitthvað um það að krakkar væru að krota á þau, en það er minna núorðið,“ segir hann. „En ég hjóla nú oftar niður Fossvoginn og út á Kársnesið og til baka inn Kópavogs- í dag. Maður er kannski ekki orðinn svo gam- all, en maður þreytist fyrr en áður. Eftir að ég fékk kransæðastífluna í byrjun febrúar 2001 hef ég hjólað meira. Þá fór ég að fara einu sinni í viku í súrefnisleiðangur á hjólinu. Þetta er svolítið í móðurættinni þessi krans- æðastífla. Ég hjóla oft svona 25-30 kílómetra. Maður fer að hámarki svona 40 kílómetra leið, eftir því hvort það er meðvindur eða ekki. En hjólið er þyngra með rafhlöðunni, mót- orinn er svolítið stór. Það er galli á móti öll- um þessum kostum sem mótornum fylgir. Maður finnur að það er þyngra að stíga ped- alann þegar maður er ekki að nota mótorinn. En það er víða orðið gott að vera á hjóli í borginni. Þeir eru alltaf að bæta við reið- hjólabrautum. Ég held að það sé verið að koma einni upp frá Hlemmi og inn á svæðið sem Glæsibær er á, hvað sem það svæði heitir nú aftur. Þeir hjá borginni leggja áherslu á reiðhjólastíga. Það er vel núna þegar olíu- verðið er alltaf að hækka, þá spörum við pen- inga. En ég á bíl og ágæta jeppakerru því ég þarf alltaf að vera að flytja eitthvað. Þetta er heimasmíðuð kerra sem ég er með aftan á bílnum. Ég nota mikið ál í verkum mínum og fæ það hjá Málmtækni og flyt á bílnum á vinnustofuna mína. Plötur flytja þeir til mín en stangirnar þarf ég yfirleitt að sækja sjálf- ur.“ Sýningin sem stóð í 10 ár Aðspurður hvort það sé nóg að gera hjá hon- um segir hann að svo sé. „Ég hef mikið að gera á sumrin. Ég fékk tvo stráka til að skipta um bárujárn á húsinu hjá mér núna í vor. Ég var með eins og ég gat. Svo málaði ég þakið og sagaði niður alaskavíði sem var hérna austast í lóðinni. Það var mikil vinna. Það er alltaf nóg að gera á sumrin. Það var sýning á verkum mínum norður við Laxárvirkjun. Sýning sem heitir Hvað er með ásum? Hún er búin að vera þar í tíu ár, en þar hafði ekki verið mikið af gestum síðast- liðin tvö. Henni var lokað og hefði hugsanlega mátt gerast fyrr. En ég fór norður og náði í hluta af verkunum. Svo komu þeir með seinni hlutann um daginn. Ég er núna að koma verkunum fyrir bakvið hús. Ég á heimsins bestu nágranna sem ætla að hjálpa mér að koma myndunum fyrir á lóðinni.“ „Skal hjóla á Möwe gegnum lífið!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAÐ GETUR VERIÐ ÞUNGT AÐ STÍGA PEDALANN ÞEGAR BREKKURNAR ERU BRATTAR OG ÞOLIÐ ORÐIÐ MINNA. VIÐ ÞEIM VANDA HAFA MENN BRUGÐIST MEÐ ÞVÍ AÐ KAUPA MÓTOR Á REIÐHJÓLIÐ SEM HJÁLPAR ÞEIM UPP BREKKURNAR, EINS OG HALLSTEINN SIGURÐSSON. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Hallsteinn innan um verk sín með hjólið góða. Hvíta tækið á stelli hjólsins er batteríið fyrir mótorinn sem knýr hjólið áfram. * En það er víða orðiðgott að vera á hjóli íborginni. Þeir eru alltaf að bæta við reiðhjóla- brautum. Græjur og tækni

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.