Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 38
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, FORSTJÓRI MODA OPERANDI Netið breytti tískuheiminum ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR LIFIR LÍFI SEM MARGAR SKVÍSUR MYNDU EFLAUST ÖFUNDA HANA AF. HÚN BÝR Á BESTA STAÐ Í NEW YORK OG STARFAR SEM FORSTJÓRI MODA OPERANDI, SEM ER NETVERSLUN SEM SELUR HÁTÍSKUFATNAÐ BEINT AF TÍSKUPÖLLUNUM. FYRIRTÆKIÐ STOFNAÐI HÚN FYRIR TVEIMUR ÁRUM ÁSAMT LAUREN SANTO DOMINGO, SEM ER ÞEKKTUST FYRIR STÖRF SÍN FYRIR AMERÍSKU TÍSKUBIBLÍUNA VOGUE. Marta María Jónsdóttir martamaria@mbl.is E r þér sama þótt ég hafi þig á „speaker“ meðan á samtalinu stendur? Ég er að láta farða mig fyrir myndatöku brasilíska Vogue,“ spurði Áslaug kurteislega og við hófum samtalið. Áslaug útskrifaðist úr Harvard í Cambridge í Massachusetts árið 2000. Sex árum síðar lá leið hennar aftur til Bandaríkjanna en þá hafði hún hnotið um Marvin Traub, sem var forstjóri Bloomingdale’s í 22 ár. Eftir að Traub hætti sem forstjóri stórverslunarinnar stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki sem starfaði með tískumerkjum. „Við Marvin stofnuðum sam- an lítið fjárfestingarfyrirtæki sem fjárfesti meðal annars í Matthew Williamsson. Í gegnum samstarf okkar Marvins kynntist ég Lauren Santo Domingo sem síðar fór að vinna með okkur að nokkrum ráðgjafaverkefnum.“ Áslaug á ennþá sinn hlut í fjárfestingarfyrirtæki þeirra Marvins Traubs (en hann lést fyrr í sumar) en 2009 hóf hún störf hjá vefversluninni Gilt, sem selur tískumerki með miklum afslætti. Starfið kveikti áhuga Áslaugar á töfrum netsins og hvernig það má nýta til verslunarreksturs. „Á meðan ég var að vinna hjá Gilt fór ég að hugsa um mitt „concept“ og þá kviknaði einnig löngun til að vinna meira með Lauren. Ég hefði ekki treyst mér til að stofna Moda Operandi með neinum öðrum því hún hefur svo góð tengsl við hönnuðina og næmt auga fyrir tísku.“ Fyrirtækið Moda Operandi var stofnað í maí 2010 en vefverslunin sjálf hófst ekki fyrr en í febrúar 2011. Í upphafi voru Áslaug og Lauren með fjóra starfsmenn en í dag eru þeir orðnir 70 talsins. Þegar Áslaug er spurð að því hvað Moda Operandi hafi fram yfir aðrar samskonar vef- verslanir segir hún að fötin af tískupöllunum komi strax í sölu hjá þeim. „Við förum á tískusýningar og daginn eftir látum við mynda fötin og yfirleitt eru þau kom- in inn á vefinn nokkrum dögum síðar. Við leggjum áherslu á að selja allar stærðir sem hönnuðurnir bjóða upp á, ekki bara pínulitlar eins og tíðkast í mörgum lúxusverslunum í Ameríku.“ Framundan eru spennandi tímar hjá Ás- laugu. Þær stöllur leggja mikla áherslu á að stækka viðskiptahópinn. ,,Við sendum til yfir 150 landa og viljum kynna okkur sem víðast. Til dæmis í Bretlandi, Ástralíu, Kanada og Brasilíu. Það skiptir máli að byggja tengsl og kynna fyrirtækið þar. Við er- um alltaf að bæta við okkur vöru- merkjum og erum með sérdeild sem er að leita að nýjum merkjum. Nú för- um við að taka svolítinn lager, erum að endurhanna vefsíðuna. Það verður ný útgáfa af síðunni kynnt í nóvember. Áslaug segir að tískuheimurinn hafi gjörbreyst með tilkomu netsins. „Fólk hefur miklu meiri þekkingu á tísku í dag en það hafði fyrir 10 árum. Það voru mjög fáir sem höfðu aðgang að tískusýningum þá. Í dag geta allir séð allt á Vogue.com og myndbönd af tískusýningum á netinu. Almenningur þekkir tísku betur. Netið hefur gefið mun fleirum aðgang að tískunni. Við gefum konum um allan heim aðgang að varningi sem þær hefðu annars aldrei getað keypt.“ Tískubyltingin sem varð með tilkomu netsins hefur þó sínar skuggahliðar. Í dag eru kóperingar af hátískunni mun meira áberandi en áður. „Það tekur langan tíma að framleiða hátískufatnað en nú geta ódýrari merki kóperað fötin af tískuvikunum á sex vikum. Það góða er að netið hjálpar hönnuðum sem eru ekki í þessum aðaltískuborgum.Við tókum til dæmis myndir á tísku- vikunni í Brasilíu og ferðumst út um allan heim á tískuvikur til að geta boðið fjölbreytta hönnun.“ Þegar Áslaug er spurð út í flottasta tískumerki í alheiminum nefnir hún nokkur. Þar á meðal franska merkið Celine, Marc Jacobs og Peter Pilotto. ,,Auðvitað eru allar tískulínur þessara hönnuða ekki jafnsterkar. Svo er annar Prabal Gurung, hann er orðinn rosalega vinsæll núna. Ég kaupi svolítið af þessum merkjum, en kannski ekki þau þekktustu.“ Líf Áslaugar hefur tekið stökkbreytingum eftir að hún stofnaði Moda Operandi. Hún segist vinna rosalega mikið og fara mun minna út. ,,Stundum þarf ég að fara í einhver boð eða á sýningar og það er bara gaman. Ég verð þó að játa að það verður þreytandi til lengdar. Ég er miklu meira heima eftir að ég stofnaði fyrirtækið.“ Áslaug á fremsta bekk á tískusýningu. *Lady Gaga er þekktust fyrir grípandi tónlist og glæsilega sviðsbúninga »40Föt og fylgihlutir Áslaug Magnúsdóttir forstjóri Moda Operandi. Hjúskaparstaða Gift Börn Gunnar Ágúst Thoroddsen 18 ára. Hvað gerir þú til þess að slaka á eftir annasaman vinnudag? Núna er ég að leggja meiri áherslu á að hugsa um sjálfa mig. Ég er með þjálfara sem ég hitti þrisvar í viku sem heitir Mary Hellen Bowers, sem þjálfaði Natalie Portman fyrir Black Swan-bíómynd- ina. Finnur þú sjálf fyrir þrýstingi að líta vel út? Já, ég finn það. Bæði að líta vel út og að vera í fatnaði sem er nýj- asta tíska. Það er alltaf pressa. Það hefur verið töluvert mikil umfjöllun um okkur í blöðum. Það er alltaf ver- ið að finna ný föt fyrir hverja mynda- töku. Það getur verið heilmikil pressa. ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.