Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 45
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 sem við átti. Og múslímar áttu líka sín svæði í gömlu Júgóslavíu og þeir vildu nota færið til að ná sínu rétt- læti loks fram og létta af sér undirokun og kúgun, nú þegar loks hafði rofað fyrir heiðglugga á himni svæð- isins. Blóðsúthellingar í bakgarðinum Þá upphófust ótrúlegar blóðsúthellingar í Evrópu, í bakgarði þess sama sambands sem skemmtikraft- arnir í Ósló kusu að gera grín að nú í vikulokin. Það er jafnan erfitt að fullyrða hverjir séu „saklausir borg- arar“ eða „óbreyttir borgarar“ þegar svo háttar til að aðeins annar aðilinn er klæddur í liðsbúning en hinn ekki, eins og var í Líbíu þegar voraði þar og er í Sýr- landi núna. Það var enn erfiðara í átökunum ógurlegu, þegar „bræður“ börðust í löndum „fyrrum Júgó- slavíu“. Menn horfðu sem þrumulostnir á grimmdina, hatrið og heiftina sem blossaði upp. Þetta var fólkið sem myndað hafði gömlu Júgóslavíu og virtist lifa í friði og spekt undir handarjaðri Títós marskálks og forseta. Hvað myndi lögregla gera ef óspektir hæfust á bílastæði lögreglustöðvarinnar? Hvernig brást handhafinn við? Ekki við. Bara brást Hvað gerði handhafi friðarverðlauna Nóbels, Evrópu- sambandið? Það gerði það sem það gerir best. Það hélt endalausa fundi, jafnvel neyðarfundi. Bandaríkin, undir forystu Bills Clintons, bentu réttilega á að Evr- ópusambandslöndin, sem hefðu verið að krefjast al- þjóðlegs hlutverks og virðingar, hlytu að hafa skyldu og burði til þess að skakka leikinn og stöðva ógnaröld- ina, hryðjuverk og tilraun til útrýmingar þjóðarbrota á smábletti í kanti sambandsins. Það stóð ekki stærri krafa á nokkurn í slíkum efnum en Evrópusambandið og forysturíki þess eftir geðsjúkt morðæði sem beind- ist ekki síst að gyðingaþjóðinni skömmu áður (í sögu- legum tíma séð). Þegar Bandaríkjaforseta varð ljóst, að ESB og ríki þess gætu ekkert eða vildu ekkert gera til að stöðva ógnaröldina fyrir utan glugga þess sjálfs, gekk hann tregur til leiks. Hann treysti sér ekki til að horfa leng- ur upp á óhæfuverkin annars vegar og aumingjadóm ESB hins vegar. Clinton forseti og ríki hans veittu þá forystu og kraft sem dugði Evrópu rétt einu sinni. En áður en afl Nató og Bandaríkjanna hafði stöðvað óhugnaðinn hafði ógurlegt og óbætanlegt tjón orðið. Hundruð þúsunda höfðu fallið, skaddast, flúið blóðrisa burt, farið á vergang eða misst allt sitt. Árið 1995 horfðu 400 hollenskir friðargæsluliðar á, án þess að hreyfa legg eða lið, þegar 8.000 ungir menn og drengir í Sebrenica í Bosníu voru teknir af lífi. Ekki felldir í bardaga, sem hefði verið nógu vont. Einfaldlega tekn- ir af lífi. Slíkt ódæði hafði ekki sést í Evrópu frá stríðs- lokum. Það eru ekki 20 ár liðin frá þeim atburði. En skammtímaminni norsku nóbelsnefndarinnar nær ekki svo langt fram. Kalda stríðið Sovétríkin sprungu á limminu og járntjaldið rofnaði fyrir aldarfjórðungi. Þá þótti réttilega ný tíð komin og Evrópa hafði missti stöðu sína sem væntanlegur völl- ur þriðju ógnarátaka mannkyns sem kenna mætti við heiminn allan. Að vísu var svo komið að hinir hefð- bundnu Evrópumenn hefðu ekki orðið aðalleikarar í þriðja hildarleiknum eins og í hinum tveimur fyrri. En þeir hefðu áfram lagt til miðju átakanna, fórnarlömb og saklausa borgara, en stríðsherrarnir og handhafar herstyrks og sprengjusafns voru nú aðrir. Reyndar þeir tveir sömu og luku seinni heimsstyrjöld Evrópu- manna. Allir þeir sem eru miðaldra og eldri lifðu í skugga óttans um að styrjöld brytist út á milli stórveldanna tveggja, sem stýrt var frá Moskvu og Washington. Og á því var alið öllum stundum. Eyðileggingargetan var orðin slík að hinar tvær heimsstyrjaldir 20. aldarinnar hefðu orðið sem sandkassaleikur ungbarna hjá eyði- leggingu kjarnorkustyrjaldarinnar. Þess vegna hafa verið færð trúverðug rök fyrir því að sá ógnarmáttur sem stórveldin réðu yfir væri sjálfur helsta tryggingin fyrir því að aldrei yrði blásið til slíkrar styrjaldar. Næstu verðlaun? Það væri með röksemdum þessarar kenningar sem norska nóbelsnefndin hefði getað veitt kjarnorku- sprengjunni friðarverðlaun að þessu sinni. Ef Obama verður ekki endurkjörinn og verðlaunin yrðu því á lausu árið 2013 fær kjarnorkusprengjan kannski verð- launin þá. Maðurinn sem fann upp reyklausa byssu- púðrið, hvellhettuna og dínamítið, hinn mikli sprengjugerðarmaður Alfreð Nóbel, gæti að minnsta kosti haft húmor fyrir því, þótt hann hafi ekki endra- nær verið mikið fyrir fliss og kæti. En í þessum efnum er ekkert víst, því eins og hann sagði kraftakarlinn við púðurkerlinguna: Það er skondið og skrítið land, Jag- land. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.