Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 46
Fréttaskýring
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
L
ögregla á Íslandi mun ekki líða
hótanir í sinn garð og mun
bregðast við þeim af fullum
þunga. Það er hún sem heldur
uppi lögum og reglum í þessu
landi, engir aðrir. Þetta eru skilaboðin sem
lögregla sendi út með umfangsmikilli aðgerð
sinni gegn meðlimum vélhjólasamtakanna
Outlaws á dögunum. Tilefni aðgerðanna var
rökstuddur grunur lögreglu um hefnd-
araðgerðir af hálfu Outlaws-liða. Málið vakti
mikla athygli enda tók óvenjufjölmennt lið
lögreglu þátt í aðgerðinni, allt að áttatíu
manns.
Það er ekki nýlunda að lögreglu sé hótað
hér á landi, það er nánast daglegt brauð, í
fæstum tilvikum hefur hún þó ástæðu til að
ætla að alvara búi að baki. Helgi Gunn-
laugsson afbrotafræðingur benti á í Morg-
unblaðinu í vikunni að það væri á hinn bóg-
inn nýtt að skipulögð samtök væru þar að
verki. „Ef það er rétt er sannarlega ástæða
til að bregðast hart við. Hótanir og áætlanir
um árásir á lögreglumenn vegna starfa
þeirra fyrir okkur öll eru með öllu ólíðandi,“
sagði Helgi.
Lögreglumenn sem Morgunblaðið talaði
við eru sammála Helga um að taka þurfi
hótanir í garð lögreglu mjög alvarlega og
bregðast hart við þeim. Það hafi einmitt ver-
ið gert með aðgerðinni á dögunum. Þeir lög-
reglumenn sem blaðið ræddi við leggja hins
vegar áherslu á að ekki megi gera of mikið
úr málum af þessu tagi. „Lögregla er ekki
hrædd við Outlaws-samtökin, frekar en önn-
ur samtök sem grunur leikur á að tengist
glæpastarfsemi og treystir sér fyllilega til að
halda þeim í skefjum. Þessi starfsemi er á
byrjunarstigi hér og ég hygg að aðgerðir
lögreglu tali sínu máli, fari þessi samtök ekki
að lögum verður þeim mætt af fullri hörku.
Hvergi verður slegið af,“ segir lögreglumað-
ur.
Þetta eru uppörvandi orð, ekki viljum við
lifa í samfélagi þar sem glæpagengi stjórna
lögreglu.
Óttast ekki hótanir
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
lögreglumenn séu almennt ekki uggandi
vegna meintra hótana Outlaws-liða. Vissu-
lega eru dæmi um að lögreglumenn hafi orð-
ið fyrir eignaspjöllum vegna starfa sinna en
þau tilvik munu vera fá. Þrátt fyrir hótanir
af ýmsu tagi eru skipulagðar árásir á lög-
reglumenn óþekktar á Íslandi, hvað þá á
fjölskyldur þeirra. Á lögreglumönnum sem
Morgunblaðið talaði við er að skilja að ótti
vegna hótana Outlaws sé óverulegur og um-
ræðan undanfarið hafi farið út fyrir skyn-
semismörk.
Þetta kemur heim og saman við orð Víðis
Þorgeirssonar, leiðtoga Outlaws á Íslandi, í
Morgunblaðinu í vikunni. Hann sagði eft-
irfarandi: „Það angrar mig mikið að fólk trúi
því að við höfum ætlað að ráðast á konur og
börn. Þetta er algjör fjarstæða að þetta hafi
verið eitthvað sem átti að gera. Við erum
sjálfir margir fjölskyldumenn.“
Erlendis eru Outlaws-samtökin þekkt fyrir
vopnaburð og við húsleitir hjá félagsmönnum
hérlendis hafa vopn verið gerð upptæk, bæði
skot- og eggvopn. Að því er Morgunblaðið
kemst næst eru þó engin dæmi um að fé-
lagsmenn hafi ógnað lögreglu með vopnum.
Skýringin á því að lögregla var jafn fjöl-
menn og raun bar vitni í aðgerðinni á dög-
unum er sú að öryggi lögreglumanna er allt-
af sett á oddinn, gildir þá einu hvort félagar
í Outlaws eða aðrir meintir brotamenn eiga í
hlut.
Stóra aðgerðin þótti heppnast vel og heim-
ildarmönnum blaðsins ber saman um að Out-
laws-samtökin séu löskuð eftir aðgerðir lög-
reglu. Jafnvel verulega löskuð. Sama máli
gegni um Hells Angels. Fylgst verður
grannt með þessum samtökum áfram.
Vilja að fólk sé hrætt
Umræðan hefur verið fyrirferðarmikil og
eðlilegt að fólk velti fyrir sér hvort almenn-
um borgurum stafi hætta af Outlaws-
samtökunum. Því er ekki gott að svara enda
ekki hægt að útiloka að félagsmenn tengist
innheimtu skulda vegna ólöglegra viðskipta
sem partur af öðru og stærra vandamáli.
Einmitt þess vegna þykir mönnum mik-
ilvægt að gera ekki meira úr styrk samtak-
anna en efni standa til. „Ali umræðan á ótta
þjónar það þeirra hagsmunum. Outlaws-liðar
vilja að fólk sé hrætt við þá, það styrkir
ímyndina og þannig er auðveldara fyrir þá
að ógna fólki, til dæmis þegar þeir innheimta
skuldir,“ segir lögreglumaður.
Út frá þessu má velta fyrir sér hvort ógn-
in sem stendur af Outlaws sé meira í orði en
á borði?
Gera má því skóna að fólk verði almennt
hræddara þegar maður í fatnaði merktum
Outlaws eða Hells Angels stendur á tröpp-
unum hjá því til að innheimta meinta skuld
en maður í Levi’s-skyrtu eða Lacoste-bol.
Á að banna samtökin?
Í ljósi tengsla samtaka á borð við Outlaws
og Hells Angels við glæpastarfsemi erlendis
hafa ýmsir furðað sig á því að þeim hafi ver-
ið gert kleift að ná fótfestu hér á landi og
vísa í 74. grein stjórnarskrár lýðveldisins
máli sínu til stuðnings.
Þar segir: „Rétt eiga menn á að stofna fé-
lög í sérhverjum löglegum tilgangi, þar með
talin stjórnmálafélög og stéttarfélög, án þess
að sækja um leyfi til þess. Félag má ekki
leysa upp með ráðstöfun stjórnvalds. Banna
má þó um sinn starfsemi félags sem er talið
hafa ólöglegan tilgang, en höfða verður þá
án ástæðulausrar tafar mál gegn því til að fá
því slitið með dómi.“
Bent hefur verið á, að stjórnvöldum sé
með þessu í lófa lagið að leysa starfsemi
téðra samtaka upp en það hefur enn sem
komið er ekki verið gert. Heimildarmenn
Morgunblaðsins eru ekki í vafa, eðlilegast
væri að binda enda á starfsemina.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborg-
arsvæðisins, tók ekki eins djúpt í árinni í
Morgunblaðinu um síðustu helgi. „Ég tel að
MEIRA Í
ORÐI EN
Á BORÐI?
AÐGERÐIR LÖGREGLU GEGN VÉLHJÓLASAMTÖKUNUM OUTLAWS
Á DÖGUNUM VÖKTU MIKLA ATHYGLI ENDA ÓVENJU VEL Í LAGT.
NOKKUR UMRÆÐA HEFUR Í KJÖLFARIÐ SPUNNIST UM EÐLI SAM-
TAKA ÞESSARA OG ÁFORM ÞEIRRA HÉR Á LANDI. STAFAR LÖGREGLU
OG HINUM ALMENNA BORGARA ÓGN AF ÞEIM? ÞAÐ ER MAT
HEIMILDARMANNA MORGUNBLAÐSINS, SEM VEL ÞEKKJA TIL, AÐ SVO
SÉ EKKI EN BRÝNT SÉ AÐ LÖGREGLA VERÐI ÁFRAM Á VARÐBERGI.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
* Lögregla er ekki hrædd við Outlaws-sam-tökin, frekar en önnur samtök sem grunurleikur á að tengist glæpastarfsemi og treystir sér
fyllilega til að halda þeim í skefjum.