Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Side 49
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is Í veiðideild Ellingsen fæst mikið úrval af gæðavörum fyrir veiði- ferðina. Byssur, fatnaður og gott úrval skotfæra frá þekktum framleiðendum, eins og Browning, Remington, Sako, Winchester og Devold. Vandaður búnaður sem stenst kröfur íslenskra veiðimanna. Í veiðideildinni starfa sölumenn með víðtæka þekkingu og mikla reynslu af veiði og veiðisvæðum. REMINGTON VERSA MAX SYNTHETIC 26 36.665 kr. léttgr. í 6 mán. 219.990 KR. FULLT VERÐ 269.990 KR. REMINGTON VERSA MAX CAMO 26 40.832 kr. léttgr. í 6 mán. 244.990 KR. FULLT VERÐ 299.990 KR. BROWNING MAXUS 26 COMPOSITE 33.332 kr. léttgr. í 6 mán. 199.990 KR. FULLT VERÐ 259.990 KR. BROWNING MAXUS 26 CAMO 35.832 kr. léttgr. í 6 mán. 214.990 KR. FULLT VERÐ 269.990 KR. Fyrirtækið sem Jón er kominn á samning hjá heitir Epic Records og tilheyrir Sony-samsteypunni, en meðal tónlistarmanna sem hafa verið á mála hjá útgáfunni eru Michael heitinn Jackson. Bryant Reid er sá sem fylgd- ist með Jón spila á bar í New York og kallaði í kjölfarið á hann í prufur þar sem bróðir hans L.A. Reid, út- gáfustjóri fyrirtækisins, ásamt hópi annarra stjórnenda hlýddu á tónlist Jóns og félaga. L.A. Reid er mörgum kunnur af sjónvarpsskjánum sem dóm- ari í hinum amerísku X Factor þátt- um. „Ég hitti Jón fyrir um ári og hann var algjörlega meiriháttar,“ segir Bryant Reid í spjalli við Sunnudags- blað Morgunblaðsins. Hann tekur sérstaklega fram að það sé mikið afrek hjá Jóni að landa plötusamningi á einum degi, en Jón fór ásamt félaga sínum Kristjáni Sturlu Bjarnasyni að spila fyrir aðstandendur útgáfunnar í sumar en náði aðeins að spila tvö lög af þeim fimm sem þeir ætluðu að spila. Þá voru þeir stopp- aðir af og stjórnendurnir vildu ráða ráðum sínum. Hefur „stjörnueiginleika“ Ef marka má orð Reid gerist þetta ekki oft að svona stór útgáfufyrirtæki bjóði óþekktum tónlistarmanni samn- ing eftir tvö lög. „Að vera boðinn samningur sama dag og þú spilar fyrir stjórnendur útgáfunnar er aðdáun- arvert og sýnir hvað Jón er hæfi- leikaríkur.“ En hvað er það við Jón Jónsson sem heillaði þá bræður L.A. og Bryant Reid? „Það sem ég féll fyrir er stíllinn hans, röddin og persónu- leikinn. Hann hefur mikla útgeislun á sviði og tengir vel við áhorfendur. Hann hefur þennan „stjörnueiginleika“ og hefur alla burði til að ná langt. Hann er einstakur lagahöfundur, hefur skilning á melódíu og semur frábær lög,“ segir Reid og bætir við að það sé engin hætta á að karakter Jóns týnist þótt hann sé kominn á mála hjá stóru útgáfufyrirtæki. „Jón er frábær gaur, hann er af- slappaður, fyndinn og alltaf í góðu skapi. Það er frábært að vinna með honum. Það eru engin áform um að breyta Jóni Jónssyni. Hann á að vera hann sjálfur,“ segir Reid. Aðdáunarvert að fá plötusamning samdægurs Bryant Reid er ekki óvanur í að uppgötva nýtt hæfileikafólk. Það var hann sem benti bróður sínum á rónlistarmanninn Usher UMBOÐSMAÐUR JÓNS JÓNSSONAR ER HÆSTÁNÆGÐUR MEÐ AÐ HAFA FENGIÐ HANN Á MÁLA HJÁ SONY OG SEGIR HANN EIN- STAKAN LAGAHÖFUND MEÐ MIKLA ÚTGEISLUN Á SVIÐI. Mér fannst bara ekki þægilegt að fara út fyrir minn ramma og tala við einhvern Sigga hjá Jóni Bakan.“ Finnst öll óvissa óþægileg Jón segist eiga góða að og það skipti máli. „Ég hef verið heppinn með vinina í kringum mig, fjölskylduna og kærustuna sem ég eignaðist og hef verið með í nærri tíu ár. Þegar manni líður vel í sínu umhverfi fær maður þetta sjálfstraust sem maður þarf, án þess að ég sé bara umkringdur einhverju já- fólki. Það er alls ekki þannig. Það eru lög á plötunni minni sem kærastan mín vill ekki hlusta á, biður mig að skipta um lag. Það er líka mikilvægt að fá gagnrýni en samt fá hvatningu.“ Jón segir blöndu af kvíða og tilhlökkun bærast í brjóstinu nú þegar hann hefur rit- að undir plötusamning við Sony. „Mér finnst öll óvissa yfirleitt óþægileg. Staðan er svolít- ið þannig núna að maður veit ekkert næstu skref. Ef ég ætti að stjórna þessu alveg þá myndi ég bara vilja vera hér heima og taka upp og fara svo bara í styttri ferðir út. En ég veit alveg að það virkar ekkert þannig, ég þarf að leggja heilmikið á mig til að upp- fylla þennan samning og ábyggilega vera mikið í burtu. En þetta er auðvitað eitthvað sem hefur verið draumur lengst aftast í hausnum. Þetta gerðist geðveikt hratt og þótt þetta hafi verið klárað fyrir tveimur mánuðum liggur við að ég sé enn að melta þetta. Ég vona allavega að ég geti gert þetta þannig að ég verði sáttur við sjálfan mig,“ segir þessi hógværi poppari. Jón Ragnar Jónsson er sann- kölluð fyrirmynd, en auk þess að vera atorkusamur tónlist- armaður er hann hreystin uppmáluð og hógvær með eindæmum. Hann stundar knattspyrnu af kappi og snertir ekki áfengi eða tóbak. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.