Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Page 52
Menning
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012
Myndlistarmennirnir Sirra Sigrún Sigurð-
ardóttir og Erling T.V. Klingenberg opnuðu í
liðinni viku sýninguna „Make a Mountain Out
of a Molehill“ í 68 sqm galleríinu í Kaup-
mannahöfn.
Þegar sýningin var opnuð voru efni til
sköpunar til reiðu, allt sem til þurfti, og
bjóða listamennirnir gestum síðan að taka
þátt í að búa verkin til í sýningarrýminu.
Sýningin verður því ekki fullbúin fyrr en
henni lýkur, en Erling og Sirra Sigrún vinna
iðulega með eðli umbreytinga í verkum sín-
um. Þau hafa verið áberandi í starfi hópsins
sem stendur að Kling & bang-galleríinu.
SIRRA OG ERLING SÝNA
SÝNING BREYTIST
Þau Erling Klingenberg og Sirra Sigrún Sigurð-
ardóttir sýna í 68 sqm galleríi í Kaupmannahöfn.
Morgunblaðið/Kristinn
Ágúst Ólafsson flytur sönglögin ásamt Sesselju
Kristjánsdóttur og Evu Þyrí Hilmarsdóttur.
Á Tíbrártónleikum í Salnum í Kópavogi í dag,
laugardag klukkan 16, skyggnast Sesselja
Kristjánsdóttir messósópran, Ágúst Ólafs-
son, barítón og píanóleikarinn Eva Þyri Hilm-
arsdóttir inn í ævintýraheim Gustav Mahlers.
Á tónleikunum flytja þau safn laga eftir Ma-
hler við texta úr safni þýskra þjóðkvæða sem
ber heitið Des Knaben Wunderhorn. Textar
þessara þjóðkvæða spila veigamikið hlutverk
í mörgum frægustu verkum Mahlers. Kvæðin
fjalla um ástina, hermennsku, sársauka og
sorg en á milli eru glettnir textar.
SÖNGLÖG MAHLERS Í SALNUM
ÁST OG SÁRSAUKI
Kínverski myndlistarmað-
urinn Ai Weiwei er í senn
einn áhrifamesti myndlist-
armaður samtímans og
einn óvægnasti gagnrýn-
andi kínverskra stjórn-
valda. Ai er ósáttur við að
sænska akademían hafi
kosið að veita landa hans,
Mo Yan, Nóbelsverðlaunin
að þessu sinni. Á sama tíma og stjórnvöld í
Kína fögnuðu ákvörðuninni brást Ai Weiwei
reiður við og segir valið „móðgun við
mennskuna og bókmenntirnar“. Hann telur
höfundinn engan veginn standa jafnfætis fyrri
handhöfum Nóbelsverðlaunanna.
Í The Guardian er haft eftir prófessor við
Lundúnahásóla að Mo Yan takist á við stór
málefni en sé ekki pólitískur andófsmaður.
AI ÓSÁTTUR VIÐ LANDA SINN
GAGNRÝNIR MO
Myndlistarmað-
urinn Ai Weiwei
Því er oft haldið að fullorðna fólkinu aðtölvuleikir og lágmenning sé það einasem krakkar og unglingar hafi áhuga
á. Gegn þeirri klisju eru mörg sláandi dæmi
eins og unglingahópur í Hagaskóla er dæmi
um. Strákarnir voru farnir að kaupa sér árs-
kort í Borgarleikhúsið þegar þeir voru
krakkar og gera það enn núna á unglingsár-
unum. Hrafn Haraldsson var ekki nema ell-
efu ára þegar hann tók sig til og fékk vin
sinn, Kristján Geir Sigurðsson, sem er oftast
kallaður Geir, í lið með sér og keypti árskort
í Borgarleikhúsinu. Þeir voru svo ánægðir
með sýningar leikhússins að þeir keyptu aft-
ur árskort árið eftir. Hrafn hringdi í fleiri fé-
laga sína og hópurinn hefur stækkað með ár-
unum. Nú kalla þeir sig „Sjömenningana“,
piltarnir sjö sem eru orðnir vel þekktir í
Borgarleikhúsinu fyrir menningaráhuga sinn.
Hópinn skipa, auk Hrafns Haraldssonar og
Kristjáns, þeir Sigurður Sævar Magn-
úsarson, Páll Nordal Eggertsson, Bergmund-
ur Bolli Helgason, Valtýr Örn Kjartansson
og Bjarni Ólafsson.
Aðspurðir hvort þeir stefni að því að búa
til menningarmafíu segir Sigurður Sævar að
það sé málið. „Þeir Hrafn stofnuðu til mafí-
unnar þegar þeir voru ellefu ára og nú er ég
genginn í hana,“ segir hann og hlær.
Þeir eru ekki börn leikara, þannig að
blaðamanni Morgunblaðsins leikur forvitni á
því að vita hvað hafi komið til? „Ætli það hafi
ekki verið auglýsingin á einhverju verkinu
sem varð til þess að mig langaði í árskort,“
segir Hrafn en segist ekki vera viss um að
hann muni þetta nákvæmlega enda fjögur ár
síðan hann keypti sitt fyrsta árskort.
Hrafn er reyndar ekki alveg ókunnur leik-
húsinu því hann lék aðalhlutverkið í uppsetn-
ingu Þjóðleikhússins á Skilaboðaskjóðunni ár-
ið 2007. Hann er á því að Gauragangur hafi
verið skemmtilegasta verkið sem þeir hafi
séð fram til þessu. Uppsetningin hafi verið
góð, mikið af flottum lögum og svo hafi ekki
skemmt fyrir að umfjöllunarefnið er ungling-
ar eins og þeir sjálfir.
Uppáhaldsverk Sigurðar Sævars er aftur á
móti samfélagsádeiluverkið Zombie-ljóð sem
frumsýnt var í leikhúsinu í fyrra. „Það var
mjög gott verk,“ segir Sigurður. „Það spurði
áleitinna spurninga, svona heimspekilegt
verk.“ En báðir eru á því að öll verkin sem
þeir hafi séð hafi verið góð, þótt þessi standi
upp úr.
Kvikmyndahús eða leikhús?
Aðspurðir hver sé munurinn á að fara í leik-
hús og kvikmyndahús byrjar Sigurður á að
taka fram að hann fari nú reyndar ekki oft á
bíó. „Það er svo gaman í leikhúsi með alla
leikarana lifandi fyrir framan mann,“ segir
Sigurður. „Svo er líka gaman að vera fínt
klæddur, hitta annað fólk og þess háttar. Það
er gaman að vera í fína dressinu,“ segir hann
aftur og blaðamaðurinn spyr því hvort hann
eigi mikið af fínum fötum en hann segir nei
við því. „Ekki mikið en það er gaman að fá
tækifæri til að nota það sem maður á.“
„Það er líka munur á leikhúsinu og kvik-
Unglingarnir
með leikhús-
bakteríuna
MARKAÐSMENN BORGARLEIKHÚSSINS HAFA KANNSKI EKKI
STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ FÁ KRAKKA OG UNGLINGA Á SÝNINGAR SÍNAR
ÞEGAR ÞEIR ÁKVÁÐU AÐ SETJA Á SVIÐ RAUTT, EXISTENSÍALÍSKT VERK
UM MYNDLISTARMANN, EÐA VERK INGMARS BERGMANS,
FANNÝ OG ALEXANDER, EN ÞAÐ ER SAMT RAUNIN.
Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is
UNGIR MEÐ ÁRSKORT Í LEIKHÚSI
Á sýningunni Tómið – Horfin verk Kristins Péturssonar íListasafni Árnesinga í Hveragerði, er sjónum beint aðóvenjulegum myndverkum sem Kristinn (1896-1981) vann að
síðustu æviárin. Þau eru óvenjuleg og spennandi niðurstaða á viða-
miklum og fjölbreyttum ferli, einkum í ljósi þess að listamaðurinn
vann þau í einrúmi, án samtals við íslenska samferðarmenn sína og
án þess að sýna þau opinberlega. Markús Þór Andrésson er sýning-
arstjóri og hefur hann fengið fjóra samtímalistamenn til liðs við sig,
þau Hildigunni Birgisdóttur, Hugin Þór Arason, Sólveigu Aðalsteins-
dóttur og Unnar Örn. Forvitni þeirra um verk Kristins birtist á ólík-
an hátt í verkum sem sett eru fram sem eins konar athugasemdir við
verk Kristins.
„Kristinn skildi eftir sig tiltölulega mikið safn verka sem Björn Th.
Björnsson og þeir sem voru í stjórn Listasafns ASÍ á sínum tíma
björguðu úr dánarbúi hans og hafa verið varðveitt þar síðan,“ segir
Markús Þór. Í tengslum við hundrað ára fæðingarafmæli Kristins
var eitthvað sýnt af þeim á sínum tíma en að mestu hefur verið
hljótt um þennan óvenjulega listamann.
„Margir hafa vitað af honum, sögur hafa verið á kreiki um hvað
hann gerði og gerði ekki, og hvað hann skildi eftir sig, og að miklu
af verkum hans hafi verið hent eftir lát hans og þá aðallega þrívíðum
verkum. Ég hef fengið staðfest að svo var,“ segir Markús Þór. Hann
bætir við að á þessu síðasta tímabili ferils síns hafi Kristinn unnið í
takt við þar sem var að gerast í framsæknustu pælingum um mál-
verkið á þeim tíma, og verið að búa til innsetningar úr málverkum.
SÝNING UM TÓMIÐ Í LISTASAFNI ÁRNESINGA
Framsækin
málverk
Sýningarstjórinn Markús Andrésson hampar hér mynd af listamanninum,
Kristni Péturssyni. Hann sagði verkin fjalla um „tómið, núllið, ekki neitt“.
KRISTINN PÉTURSSON VANN Á SJÖUNDA ÁRATUGN-
UM Í TAKT VIÐ ÞAÐ FRAMSÆKNASTA ERLENDIS.