Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 56
BÓK VIKUNNAR Ljóðaúrval Jóns Óskars er bók sem ljóðaunnendur mega ekki missa af. Teikningar eftir Kristján Davíðsson prýða bókina. Sigurður Ingólfsson ritar formála. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Í sama mánuði og Nóbelsverðlaunin íbókmenntum eru veitt eru bækur Ast-rid Lindgren, Bróðir minn ljóns- hjarta og Ronja ræningjadóttir, endur- útgefnar hér á landi. Um leið og ástæða er að fagna þeirri endurútgáfu finnst manni miður að Nóbelsnefndin skuli ekki hafa haft vit á því á sínum tíma að heiðra einn besta barnabókahöfund bókmennta- sögunnar. Ronja ræningjadóttir er frábær barnasaga en Bróðir minn ljónshjarta er meistaraverk, undurfalleg, hjartnæm og sorgleg og einstaklega vel stíluð. Um leið ber að þakka Þorleifi Haukssyni af- bragðs þýðingar hans á báðum þessum bókum. Það skiptir máli að bækur séu vel þýddar og þarna brást Þorleifur hvergi. Dauðinn, líf eftir dauðann og barátta góðs og ills er í for- grunni í Bróðir minn ljónshjarta. Hugrekki kemur svo mjög við sögu. Þetta er bók sem hlýtur að snerta lesendur djúpt. Sögulokin eru góð en samt er ein persóna sögunnar skilin eftir harmi slegin og mun aldrei jafna sig. Það er mamman. Móðir Snúðs og Jónatans er fátæk saumakona. Maður hennar hefur stungið af og skilið hana eftir eina með tvo syni þeirra. Annar þeirra, Snúður, er heilsu- laus og reyndar dauðvona. Slys verður til þess að bræðurnir deyja báðir. Móðirin er ein eftir án huggunar fyrir utan bréf sem yngri drengurinn skildi eftir með orðunum: „Ekki gráta, mamma. Við sjáumst í Nangijala.“ Skilaboð eins og þessi eru virðingarverð en ekki smyrsl á sárin. Bræðurnir hugsa svo lítið til móður sinnar þegar þeir eru komnir í annan heim og hafa reyndar sér til afsökunar að þeir hafa nóg að gera við að berjast við illu öflin. En þetta er samt mamma þeirra og hún er ein heima og alveg örugglega grátandi. Það er harðneskjuleg meðferð á strit- andi móður að svipta hana börnum sín- um. Astrid Lindgren er hjartahlýr höf- undur en þarna sýndi hún af sér óvenjulega grimmd. Orðanna hljóðan SYRGJ- ANDI MÓÐIR Astrid Lindgren Kortið og landið, skáldsaga franska rit-höfundarins Michel Houellebecq ernýkomin út í íslenskri þýðingu Frið- riks Rafnssonar. Houellebecq er einn þekkt- asti rithöfundur heims og bækur hans hafa verið þýddar á tugi tungumála. Kortið og landið er þriðja skáldsaga hans sem kemur út á Íslandi, hinar eru Öreindirnar og Áform sem öfluðu honum fjölda aðdáenda. Hou- ellebecq veldur aðdáendum sínum sannarlega ekki vonbrigðum í Kortinu og landinu, sem er kröftug skáldsaga þar sem kaldhæðinn húmor höfundar nýtur sín vel. Bókin fékk hin virtu frönsku Goncourt-verðlaun árið 2010 Í stuttu máli fjallar skáldsagan um mynd- listarmanninn Jed Martin en rithöfundurinn Michel Houellebecq tekur að sér að skrifa grein í sýningaskrá fyrir sýningu Martin. Sag- an tekur síðan óvænta stefnu þegar hrottalegt morð er framið. Rithöfundar hafa stundum sett sig í eigin skáldsögur en sjaldan með jafn eftirminnileg- um hætti og hér því sögupersónan Michel Ho- uellebecq stelur hvað eftir annað senunni í þessari eftirminnilegu bók. „Ég átti mjög auð- velt með að skapa þessa sjálfsmynd, það var ekki nokkur vandi. Ég skemmti mér mjög vel við það,“ segir Houellebecq. Bækur höfundarins eru einstaklega kraft- miklar og hugmyndafluginu virðast lítil tak- mörk sett. Houellebecq er spurður hvort hann vinni samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun eða hvort ýmislegt óvænt gerist við skriftirnar sjálfar. „Maður sér ekki allt fyrir,“ segir hann. „Ýmislegt gerist sem var ekki í upphaflegu hugmyndinni. Fyrirfram er ég meira og minna búinn að ákveða persónur sögunnar en þær geta hins vegar orðið fyrirferðarmeiri eða -minni en ég áætlaði í byrjun. Ef persóna ætl- ar að verða óþarf- lega fyrirferðarmikil og setja slagsíðu á frásögnina þá verður að grípa til ráða og losa sig við hana. Sem dæmi má nefna Olgu, rússnesku per- sónuna í Kortinu og Landinu, sem var farin að sækja mikið á mig og ætlaði að verða ansi fyrirferðarmikil. Ég losaði mig við hana með því að skutla henni upp í flugvél og senda hana til Rúss- lands.“ Hnignun og dauði koma iðulega við sögu í bókum Houellebecq. Finnst honum fólk stöð- ugt vera að eyða skammvinnri ævi sinni á rangan hátt? „Já, það er til dæmis ansi algengt að fólk geri ekkert í lífinu annað en að vinna og lifi ekki lífinu,“ segir hann. „Kannski gerist þetta vegna þess að vinnan veitir fólki öryggiskennd en lífið sjálft er fullt af óöryggi og óvissu. Vinnan verður því eins konar haldreipi.“ Houellebecq er umdeildur höfundur, hann á sér staðfasta aðdáendur en svo eru aðrir sem þola ekki bækur hans. Víst er að hann hristir rækilega upp í lesendum með bókum sínum sem hneyksla marga. En hvaða viðbrögð vill hann að bækur hans veki og er hann viljandi að hneyksla? „Ég vil að bækur mínar hrífi lesendur á svipaðan hátt og ég hrífst af bókum,“ segir hann. „Aðalmarkmiðið er að hrífa og heilla lesendur og hræra í tilfinningum þeirra. Markmiðið er alls ekki að hneyksla, síður en svo.“ Sögur hafa verið á kreiki um að honum sé meinilla við gagnrýnendur og fjölmiðlafólk. Er þetta rétt? „Það er nokkuð mikil alhæfing að segja það,“ segir hann. „Ég kann ágætlega við suma gagnrýnendur og fjölmiðlamenn. Ég veit að langflestir fjölmiðlamenn eru sóma- kært fólk en ég furða mig stundum á því hvað greinarskrif þeirra geta verið flatneskjuleg og heimskuleg, miðað við að þetta á að vera ágætlega gáfað fólk.“ Persóna í eigin verki Morgunblaðið/RAX HIN ÖGRANDI OG KRAFTMIKLA VERÐLAUNASKÁLDSAGA KORTIÐ OG LANDIÐ EFTIR HINN HEIMS- FRÆGA MICHEL HOUELLEBECQ ER KOMIN ÚT Í ÍSLENSKRI ÞÝÐINGU. Michel Houellebecq: „Að- almarkmiðið er að hrífa og heilla lesendur og hræra í til- fnningum þeirra. Markmiðið er alls ekki að hneyksla, síður en svo.“ VIÐTAL Uppáhaldsbókin er líklega Jón miðskipsmaður eftir Frede- ryck Marryat. Jón þessi gerist miðskipsmaður ungur að árum í flota hennar hátignar Viktoríu Bretadrottningar og siglir um heimshöfin. Jón lendir að sjálfsögðu í allskyns ævintýrum og er oft tvísýnt um hvernig fer. Við lestur bókarinnar, sem ég las á unga aldri, vaknaði löngun til að ferðast til framandi landa og lenda í æv- intýrum eins og Jón miðskipsmaður. Auk þess var Jón hjartahreinn með eindæmum, ráðagóður á raunastund og vinur vina sinna, frá- bær fyrirmynd ungra lesenda. Einhverra hluta vegna hefur hann Jón elt mig í gegn- um lífið. Þekktast bók Marryats er líklega Jakob Ærlegur, sem ég hef ekki lesið. Sú bók sem ég hef lesið oftast er hins vegar Njála. Ég hef lesið Njálu með þremur af krökkunum mínum, sem hafa lesið þetta höfuðverk okkar í mennta- skóla. Með hverjum lestri kviknar líf í nýjum aukapersónum og sýn á aðalpersónur breytist. Og ég hlakka til að lesa hana einu sinni enn með nýjasta, og síðasta, menntskælingnum á heimilinu. Uppáhaldshöfundur minn er þó líklega Einar Kára. Ég las upp til agna þríleikinn um Djöflaeyjuna og Óvinafagnaður fannst mér algerlega frábær. Ofsi aðeins síðri en bíð afar spenntur eftir Skáldi. Í UPPÁHALDI ÁSMUNDUR HELGASON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR Einar Kárason Ásmundur Helgason Hefur Jón miðskips- mann, Njálu og Einar Kárason í hávegum. 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.10. 2012

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.