Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.10.2012, Síða 57
14.10. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Karlmaður heldur konu og dreng lokuðum í herbergi ár- um saman. Svo kemur að því að móðirin undirbýr flótta- áætlun. Það er undirliggjandi hryll- ingur í þessari bók Emmu Donoghue en hún fer þá snjöllu leið að láta fimm ára drenginn segja söguna og sakleysi hans setur sérstakan blæ á sögu sem er sterk og eftirminnileg. Barnslegt sakleysi í hryllingi Matreiðslubækur njóta stöðugt vinsælda og allnokkrar eru þegar komnar út og fleiri væntanlegar fyrir jól. Meðal þessara bóka eru bækurnar Konfekt og Bolla- kökur sem koma út í sérhönnuðum köss- um. Í Konfekt- kassanum er bók sem lýsir konfektgerð frá upphafi til enda ásamt 20 uppskriftum með myndum. Í kassanum eru líka 30 fjölnota sílikonform sem auð- velda konfektgerðina. Meðal þess konfekts sem hægt er að gera er dökkt súkkulaði með hindberjum, hnetudraumur og korn- flexbitar. Í Bollaköku-kassanum er sömuleiðis bók þar sem bollakökugerð er lýst og 20 uppskriftir með myndum. Sílikonform sem einfalda baksturinn eru einnig í kassanum. Bollakökur með stítrónukremi, tiramisu- bollakökur og bláberjabollakökur eru meðal þess sem lesandanum er kennt að baka. Og svo er bara að byrja að búa til eigið konfekt og bollakökur og njóta þess að borða! Morgunblaðið/RAX GERÐU ÞITT EIGIÐ KONFEKT OG BAK- AÐU BOLLAKÖKUR Konfekt og bollakökur. BÆKUR FYRIR SÆLKERA Bollakökur og konfekt Íslenskir rithöfundar hafa ekki verið iðnir við að sinna vísindaskáld- skap. Fyrsta skáldsaga Davíðs Þórs Jóns- sonar guðfræðings er sérstök fyrir þær sakir að hún er hreinn vís- indaskáldskapur. Hún nefnist Orrustan um Fold og kemur út í lok mánaðarins. Þar segir frá baráttu Íslendinga framtíðarinnar við geimkóngulær um yfirráðin yfir tungli sem snýst um gríðarstóra gasplánetu í fjarlægu sólkerfi. Áður hefur Davíð Þór sent frá sér ljóða- bækur fyrir börn, Vísur fyrir vonda krakka og Jólasnótirnar þrettán. VÍSINDA- SKÁLDSAGA FRÁ DAVÍÐ ÞÓR Davíð Þór Jónsson Ár kattarins nefnist nýjasta spennusaga Árna Þórarinssonar. Þar er Einar blaða- maður í forgrunni og fæst við erfið mál. En hann hefur einnig fengið nýja og sérstaka ná- granna. Þrír kettir, sem allir eru læður, eru fluttir með húsbændum sínum á efri hæðina hjá Einari. Einn er svartur, annar hvítur og sá þriðji svarthvítur. Þeir heita Hannes, Hólmsteinn og Hannes Hólmsteinn og valda Einari töluverðum heilabrotum. ÞRÍR KETTIR OG HANNES Hannes Hólmsteinn Veisla í farángrinum, hinar róm- uðu minningar Ernest Heming- way um listalífið í París á þriðja áratug 20. aldar, hefur verið endurútgefin í kilju. Hemingway skrifaði bókina á síðustu árum sínum og talar þar af innilegri væntumþykju um Hadley, fyrstu eiginkonu sína af fjórum. Á sama tíma kemur út skáld- sagan Parísarkonan eftir Paulu McLain þar sem Hadley rekur ástarsögu þeirra Ernest. Þetta er afar læsileg og tilgerðarlaus skáldsaga þar sem höfundi tekst einkar vel að skapa samúð með aðalpersónum. Ernest Hemingway og Hadley Skáldskapur og stórvirki ÁHUGAVERÐAR BÆKUR MARGAR ÁGÆTAR SKÁLDSÖGUR ERU Á MARKAÐNUM SEM ÁSTÆÐA ER TIL AÐ LESENDUR KYNNI SÉR, SEM OG KLASSÍSKAR ENDURMINNINGAR HEMINGWAYS. ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á VÍSINDUM ÆTTU SVO EKKI AÐ MISSA AF UPPHAFINU, NÝRRI BÓK SEM ER SANNKALLAÐ STÓRVIRKI. Upphafið er bók sem þeir fróðleiksfúsu mega ekki láta fram hjá sér fara. Bókin er hafsjór af fróðleik, glæsilega myndskreytt og sérlega vel upp sett. Þarna er að finna yf- irlit yfir milljóna ára sögu lífsins á jörðinni og sjá má furðulegar skepnur, sérkennilegar beinagrindur og marg- slungna steingervinga. Forlagið gefur út þessa veglegu bók og á skilið að fá heilmikið hrós fyrir metnaðinn. Þetta er bók sem má með sanni kallast stórvirki. Sannkallað stórvirki um forsögu lífsins Julian Barnes er í hópi virtustu rithöf- unda Breta. Hann hlaut Booker verð- launin árið 2011 fyrir skáldsöguna, Að endingu, sem nú er komin út í íslenskri þýðingu. Hann á hrós skilið fyrir hnit- miðaða frásögn og vel skrifaða bók. Aðalpersónan er af þeirri gerð að ekki er víst að allir lesendur nái tengingu við hana. En svo má auðvitað segja að viss ánægja geti falist í því að láta skáld- sagnapersónu fara í taugarnar á sér. Booker verðlaunabók frá Barnes * Ást byggist svo mikið á þakklætiog hégómaskap að hún þolir ekkiafskiptaleysi. Jane Austen BÓKSALA 23. sept.-6. okt. Allar bækur Metsölulisti bókaverslana byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.) . 1 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.L. James 2 Létta leiðin - kiljaÁsgeir Ólafsson 3 Stóra Disney heimilisréttabókinDisney 4 Minning um óhreinan engil - kiljaHenning Mankell 5 Flöskyskeyti frá P - kiljaJussi Adler Olsen 6 Eldað með Ebbu í LatabæEbba Guðný Guðmundsdóttir 7 Eldvitnið - kiljaLars Kepler 8 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson 9 Hermiskaði - kiljaSuzanne Collins 10 Herbergi - kiljaEmma Donoghue Uppsafnaður metsölulisti 1.janúar - 6.október 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 3 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 4 Fimmtíu gráir skuggar - kiljaE.I. Jones 5 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 6 Hungurleikarnir - kiljaSuzanne Collins 7 Englasmiðurinn - kiljaCamilla Lackberg 8 Eldar kvikna - kiljaSuzanne Collins 9 Snjókarlinn - kiljaJo Nesbo 10 Konan sem hann elskaði áður- kilja Dorothy Koomson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Enginn verður óbarinn biskup.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.