Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta er ákveðið, við stefnum að því að geta opnað 1. desember,“ segir Jóhannes Jónsson kaup- maður sem rekur matvöruverslun bresku Iceland-keðjunnar í Engi- hjalla í Kópavogi. Opna á aðra Ice- land-verslun á Fiskislóð á Granda, í húsnæðinu þar sem Europris hefur verið undanfarin ár. Sem kunnugt er hefur Europris ákveðið að loka öllum sínum versl- unum hér á landi og stendur rým- ingarsala yfir þessa dagana á Fiskislóð, við Dalveg í Kópavogi og á Selfossi. Nýlega var verslun Europris á Korputorgi lokað. Jóhannes segir verslun Iceland á Fiskislóð verða svipaða upp- byggða og í Engihjalla. „Þessi er bara stærri,“ segir hann en verslunin er á 1.000 fer- metrum í Kópavogi borið saman við 1.500 fermetra á Fiskislóð. Staðsetningin á Fiskislóð vekur at- hygli, en Europris hefur verið mitt á milli Krónunnar og Bónuss sem eru meðal helstu Háskóli Íslands bætir stöðu sína með- al bestu háskóla í heimi samkvæmt nýjum lista hins virta tímarits Times Higher Education sem birtur var í gærkvöldi. Háskóli Íslands hefur færst upp um sex sæti frá því í fyrra og er nú í 271. sæti. „Það var mikilvægur áfangi fyrir skólann að komast inn á þennan lista í fyrsta sinn í fyrra,“ er haft eftir Krist- ínu Ingólfsdóttur, rektor Háskóla Ís- lands, í tilkynningu frá skólanum um málið. „Samkeppnin hefur harðnað mikið og við vorum afar spennt að sjá niðurstöðuna í ár. Það er stórkostlegt að sjá að skólinn hefur fest sig í sessi og færst ofar á listanum.“ Í heiminum eru 17 þúsund háskólar og HÍ er á meðal þeirra 2% háskóla sem hæst eru metnir. California In- stitution of Technology er í toppsæti listans, Oxford háskóli í Bretlandi er í öðru sæti og Stanford í þriðja. Mat Times Higher Education nær til allra helstu starfsþátta háskóla. Megináhersla er lögð á kennslu, námsumhverfi, umfang rannsókna og áhrif þeirra á alþjóðlegum vettvangi. Afköst í rannsóknum eru mæld í fjölda vísindagreina í virtum alþjóð- legum vísindatímaritum og gæði þeirra eru mæld í tilvitnunum. Mis- jafnt er eftir fræðigreinum hvernig staðið er að birtingu niðurstaðna, og tekur matið tillit til þess. Haft er eftir Kristínu að árangur háskólans grundvallist á margra ára þrotlausri vinnu. „Háskóli Íslands hefur um árabil unnið að því að styrkja kennslu, rannsóknir og dokt- orsnám. Mat okkar er að öflugur al- þjóðlegur rannsóknaháskóli þjóni íslensku samfélagi best.“ Þá bendir hún á að í starfi skólans hafi áhersla verið lögð á ný vinnu- brögð. „Við höfum aukið áherslu á ár- angur og á skyldur skólans við sam- félagið. Jafnframt höfum við styrkt og treyst samstarf við fyrirtæki og stofnanir hér heima og erlendis sem hefur skilað skólanum mikilvægum árangri í sameiginlegum vísinda- verkefnum.“ Háskólinn færist upp um sex sæti  Í 271. sæti yfir bestu háskóla í heimi Morgunblaðið/Ómar Betri Aðalbygging Háskóla Íslands. „Skjálftavirknin í Kötluöskjunni hefur verið svip- uð síðustu vik- ur,“ segir Gunn- ar B. Guð- mundsson, jarðeðlisfræð- ingur á Veður- stofu Íslands. Til- efnið er jarðskjálfti upp á 3,2 stig í Kötlu- öskjunni í gærmorgun. Gunnar segir skjálftavirknina í Kötlu mun minni en hún var frá júníbyrjun og fram undir miðjan júlí í sumar. Þá sé hún einnig minni en í fyrra. Upptökin hafi verið á litlu dýpi, norðarlega í Kötlu- öskjunni. Þá var skjálfti upp á 2,6 stig um 20 km austur af Grímsey klukkan 20.23 í gærkvöldi. Hann var á svipuðum slóðum og skjálftar þar aðfaranótt sl. mánudags. Katla skelfur en þó minna en fyrrihluta sumars Kötluaskjan. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME) kemur að líkindum fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþing- is í næstu viku til þess að ræða eftirlit stofnunarinnar með slita- stjórnum gömlu bankanna. Þetta segir Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar. Það var Guðlaugur Þór Þórðar- son, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, sem óskaði eftir fundinum í gær í ljósi frétta af ofurlaunum slitastjórnarmanna og að fyrirtæki þeim tengd hafi átt greiðan aðgang að verkefnum hjá fjármálafyrirtækj- um í slitameðferð. Á meðal þess sem hafi komið fram er að laun slita- stjórnarmanna hafi hækkað úr 16.000 kr. á tímann, sem upphaflega hafi verið samið um, í 35.000 kr. Guðlaugur segir ljóst að FME hafi frá upphafi haft eftirlitsskyldu með slitastjórnunum. „Það er mjög eðlilegt að fara yfir þetta, hvernig eftirliti Fjármála- eftirlitsins hefur verið framfylgt og hver sé ástæðan fyrir þessari miklu hækkun launa slitastjórna gömlu bankanna,“ segir hann. Hingað til hafa aðeins verið birtar upplýsingar um laun slitastjórnar Glitnis og segist Guðlaugur furða sig á því. „Það væri fróðlegt að vita hvort það sama hafi átt við hjá hinum slitastjórnunum,“ segir hann. Á varðbergi gegn ofurlaunum Formaður efnahags- og viðskipta- nefndar segist vera þeirrar skoðunar að vera þurfi á varðbergi þegar ofurlaun séu annars vegar. „Mér sýnast þær tölur sem hafa verið nefndar í því samhengi gefa fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur,“ segir Helgi. Ræði eftirlit með slitastjórnum  Þingmaður biður um fund í efnahags- og viðskiptanefnd um eftirlit FME með slitastjórnum  Tölur um laun tilefni til áhyggna, segir formaður nefndarinnar Guðlaugur Þór Þórðarson Helgi Hjörvar Jóhannes Jónsson stofnaði Bónus-verslanakeðjuna árið 1989 ásamt syni sínum, Jóni Ásgeiri, og kom að rekstri keðjunnar allt fram til 2009 þegar móðurfélagið, Baugur, varð gjaldþrota. Jóhannes kom aftur inn á matvörumarkaðinn í sumar þegar hann opnaði verslun undir merkj- um Iceland í lok júlí sl. í Kópavogi. Eru matvöruverslanir nú orðn- ar hátt í 80 talsins á höfuðborgarsvæðinu, þar af 20 á vegum 10- 11, 18 hjá Bónus, 8 Krónuverslanir, 7 Hagkaupsverslanir og 5 hjá Nóatúni. Þá eru ótaldar verslanir Nettó, Víðis og Samkaupa og stakar verslanir eins og Fjarðarkaup, Kostur, Melabúðin, Kvosin o.fl. Enn fjölgar matvöruverslunum JÓHANNES JÓNSSON KOMINN Á FULLT Í SLAGINN Á NÝ Jóhannes Jónsson keppinauta Iceland á matvöru- markaðnum. „Er ekki fínt að vera á milli steins og sleggju?“ segir Jóhann- es, spurður út í staðsetninguna á Granda. Jóhannes segist geta farið út í aðra verslun svo fljótt vegna mjög góðra viðbragða við fyrstu versl- uninni, sem opnuð var í sumar. „Ég hef fengið ótrúlega gott start og vingjarnlegar móttökur.“ Hann segist einnig hafa þurft að vera á fleiri en einum stað vegna frystivaranna. „Við þurfum að vera með meiri veltu í þeim heldur en einn staður getur boðið upp á,“ segir Jóhannes. Spurður hvort hann sé kominn með augastað á þriðju Iceland- versluninni segir Jóhannes: „Þetta er alveg nóg til áramóta.“ Starfsfólk Europris á Fiskislóð hefur fengið boð um að starfa hjá Iceland en Jóhannes segist einnig hafa starfsfólk á sínum snærum þar sem upphaflegu áætlanirnar hafi verið þær að opna fljótlega aðra verslun undir merkjum Iceland. Morgunblaðið/RAX Samkeppni Iceland verður mitt á milli Bónuss og Krónunnar við Fiskislóð á Granda, þar sem Europris hefur verið til húsa. Ekki langt frá er Nóatún í JL-húsinu þannig að það stefnir í enn harðari samkeppni matvöruverslanakeðja. „Fínt að vera á milli steins og sleggju“  Jóhannes opnar Iceland-verslun á sama stað og Europris Samkvæmt upplýsingum Fjár- málaeftirlitsins eru það aðeins héraðsdómarar sem hafa heim- ild til að víkja slitastjórnar- mönnum frá. Krafa um slíkt verður að koma frá kröfuhöfum. FME get- ur beint kröfum um það til hér- aðsdómara eftir lagabreytingu árið 2011. Dómarar hafa valdið FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 568 8000 | borgarleikhus.is Sigríð ur Th orlac ius, söng kona 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið mitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.