Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tugir manna féllu í þrem sprengju- tilræðum í miðborg Aleppo, stærstu borgar Sýrlands, í gær. Stuðnings- menn uppreisnarmanna sögðu að hinir föllnu hefðu verið flestir verið stjórnarhermenn. Liðlega 30 þús- und manns hafa nú látið lífið í átök- unum í landinu sem hófust í mars í fyrra. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna álítur að yfir 300 þúsund manns hafi flúið landið og mun fleiri hafi misst heimili sín. Skráðir sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi eru um 90 þúsund, að sögn fréttamanna BBC en talið víst að tugþúsundir að auki séu óskráð- ar. Vaxandi andúð er nú meðal al- mennings í Tyrklandi á flóttafólk- inu ef marka má kannanir. Ráðamenn í Tyrklandi áttu áður vinsamleg samskipti við stjórn Bas- hars al-Assads Sýrlandsforseta og mikil viðskipti voru milli landanna. Recep Tayyip Erdogan, forsætis- ráðherra Tyrklands, er einn af helstu stuðningsmönnum uppreisn- arinnar í Sýrlandi. Tyrkneskir alavítar sagðir hlynntir Assad Flóttafólkið hefur aðallega sest að í búðum í suðurvesturhéruðum Tyrklands sem liggja að Sýrlandi. Assad er af trúflokki alavíta sem er minnihlutahópur í Sýrlandi en álít- ur sig vera grein af íslam. Annar hópur úr sömu röðum er í Tyrk- landi, helsti fulltrúi stjórnarand- stæðinga er úr þeim hópi. Upp- reisnarmenn í Sýrlandi eru hins vegar nær allir súnní-múslímar. Fjöldi alavíta býr í umræddum héruðum Tyrklands og segja frétta- menn að þeir hafi oft meiri samúð með Assad en flóttafólkinu. Efnt hefur verið til mótmæla á svæðinu gegn flóttamannastraumnum. AFP Óhult Sýrlensk börn flóttafólks í Líbanon veifa fána sem notaður var áður en Baath-flokkur Assads rændi völdum. Amast við flóttafólki  Tyrkir ósáttir við að Sýrlendingum sé hleypt inn í landið  SÞ segja sýrlenskt flóttafólk í grannlöndum um 300.000 Stórt þjóðarbrot Kúrda » Um tvær milljónir Kúrda búa í Sýrlandi og njóta lítilla réttinda, mega t.d. ekki nota eigið tungumál opinberlega. » Assad þarf nú að nota her sinn til að berja á uppreisn- armönnum. Hafa Kúrdar notað tækifærið og hrifsað mestöll völd í sumum héruðum sínum. Bretar flytja ekki lengur inn mest af koníaksafbrigðinu Armagnac frá Frakklandi, Kínverjar hafa farið fram úr þeim, að sögn sam- taka Armagnac-sala. Ein ástæðan er sögð minni áhugi meðal efnaðra neytenda í Kína á hefðbundnu hrísgrjónavíni. Salan til Kína jókst að sögn AFP-fréttastofunnar úr 125 hektó- lítrum árið 2010 í hvorki meira né minna en 935 hektólítra í fyrra. Búist er við að Rússar fari einnig fram úr Bretum á næstunni. kjon@mbl.is ARMAGNAC Kínverjar stærstu viðskiptavinirnir Teymi vísindamanna á Nýja Sjá- landi segir að ný rannsókn þeirra gefi til kynna að það minnki ekki kvefsækni að taka reglulega inn D-vítamín. Ekki var munur á tveim jafnstórum hópum þar sem annar tók vítamínið en hinn lyf- leysu. BBC hefur hins vegar eftir Ro- nald Eccles, kvefsérfræðingi við Cardiff-háskóla, að D skipti miklu fyrir ónæmiskerfið. Þeir sem álíti sig fá of lítið af því eigi að taka D, einkum að vetrarlagi en meira sól- arljós á sumrin eykur framleiðslu vítamínsins í fólki. kjon@mbl.is D-VÍTAMÍN Engin áhrif á kvefsæknina? Lögregla Páfagarðs hefur fundið um þúsund „athyglisverð skjöl“ í fórum Paolo Gabriele, fyrrverandi einkaþjóns Benedikts páfa 16. Um er að ræða ljósritanir og frumgögn, sum undirrituð af páfa, einnig bréf frá stjórnmálamönnum og kardín- álum. Þjónninn er í varðhaldi, sakaður um að leka leyniskjölum en búist er við dómi á laugardag. Einkaþjónn páfa tilheyrir innsta hring hans heilagleika, ber honum m.a. mat og klæðir hann. Fram kom við réttarhöld í gær að Gabriele segist álíta að hann hafi verið liðsmaður „heilags anda“ þegar hann lak skjölum um spill- ingu og önnur brot í blaðamenn. Segir Gabriele að einhver innan kirkjunnar hafi misnotað sér að- gang að páfa. kjon@mbl.is EINKAÞJÓNN FYRIR RÉTTI Trúnaðarskjölum Páfagarðs lekið í blaðamenn Brotlegur? Paolo Gabriele (t.v.) með ritara páfa, Georg Gänswein. Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 hárburstinn sem leysir allar flækjur Bylting fyrir blautt hár, frábær fyrir hársára og fyrir börnin. AQUA Splash NÝTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.