Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Mjög þægilegt Er ekkert óþægilegt fyrir ungan og óþekktan höfund sem enga bók hefur gefið út að fá bæði styrk og Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er dálítill meðbyr fyrir svona ungan og óþekktan höfund,“ segir Dagur Hjartarson, rithöfundur og ljóðskáld, sem hlaut í gær Bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar fyrir ljóðahandritið Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri ein- læg ljóð. Dagur hlaut Nýrækt- arstyrk Bókmenntasjóðs 19. sept- ember sl. fyrir smásagnahandritið Fjarlægðir og fleiri sögur sem gefið verður út á bók á næsta ári. Dagur fæddist árið 1986 á Fá- skrúðsfirði, hefur alla tíð búið í Reykjavík og er á öðru ári í tvöföldu meistaranámi, íslenskum bók- menntum annars vegar og ritlist hins vegar, við Háskóla Íslands. Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri ein- læg ljóð verður hans fyrsta útgefna bók. Dagur segist hafa skrifað tölu- vert mikið í tengslum við námið sl. tvö ár. „Það má segja að þessi mikla gæfa mín núna, síðustu þrjár vik- urnar, sé afrakstur þeirrar vinnu að mestu leyti,“ segir Dagur. Hvers konar ljóðskáld ertu? Ég þykist vita að þú sért einlægur. „Jú, ég myndi segja að þetta væru frekar einföld ljóð. Ég stefni að tær- leika og einfaldri, skýrri hugsun. Ég yrki um ástina og fegurðina, fyrst og fremst,“ svarar Dagur. „Þetta eru mest stutt ljóð sem eru ekki ort und- ir neinum bragarhætti. Þetta er það sem myndi kallast nútímakveð- skapur.“  Dagur Hjartarson hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar í gær  Hlaut Nýræktarstyrk Bók- menntasjóðs fyrir þremur vikum Ást, fegurð og innsæi Fim. 04. okt.‘12 » 19:30 Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar Ralph Vaughan Williams Fantasía um stef eftir Tallis Claude Debussy Première Rhapsodie Anders Hillborg Peacock Tales César Franck Sinfónía í d-moll Yan Pascal Tortelier hljómsveitarstjóri Martin Fröst einleikari TÓNLEIKAKYNNING » 18:00 Martin Fröst er án efa einn fremsti klarinettleikari heims í dag. Hann hefur einstakan persónulegan stíl og býr yfir undraverðri tækni. Fröst er tónleika- gestum á Íslandi að góðu kunnur og hefur notið mikilla vinsælda fyrir túlkun og líflegan flutning. „Það er freistandi að segja að ef Martin Fröst léki ekki á klarinett þá væri hann leikari eða dansari.“ ART DESK Bakhjarlar: Sonnet of Delirium nefnist sýning sem opnuð verður í dag kl. 17 í ÞOKU, Laugavegi 25. Sýningin er unnin í samstarfi við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Á henni sýnir listakonan Una Lorenzen tilrauna- kennda hryllingsstuttmynd sína, Sonnet of Delirium, frá árinu 2011 sem byggð er á sögu íranska listamanns- ins Majeed Beenteha. Beenteha fékk Unu til verksins og tók kvikunin níu mánuði. Auk stuttmyndarinnar sýnir Una teikningar sem hún notaði við gerð hennar. Myndin segir af baráttu konu einnar við þjáning- arfullar minningar sem hafa valdið henni þunglyndi, eins og segir í fréttatilkynningu. Kvöld eitt stendur hún frammi fyrir óhugnanlegri veru sem veldur henni ofsahræðslu. Hvort veran er raunveruleg eða hug- arburður er ekki ljóst. Una Lorenzen starfar sem hreyfimyndasmiður og býr og starfar í Montréal í Kanada. Hún lauk BA-námi í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2003 og MFA-gráðu í tilraunakenndri hreyfimyndagerð frá Ca- lifornia Institute of the Arts sex árum síðar. Hún hefur komið að ýmsum verkefnum hér á landi sem erlendis, m.a. unnið stuttmyndir, tónlistarmyndbönd, kvikað fyr- ir kvikmyndir og unnið plötuumslög. Verk Unu má kynna sér á vefsíðu hennar, this.is/ una. Sýningin í ÞOKU stendur til 25. október og er að- gangur ókeypis. Tilraunakennd hryllingsmynd Hryllingsmynd Ein teikninga Unu í stuttmyndinni. Höfundarkvöld með Kristof Magnusson verð- ur á Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í kvöld kl. 20. Ný- lega kom út bókin Það var ekki ég eftir Kristof í ís- lenskri þýðingu Bjarna Jónssonar. Kristof er einn helsti þýðandi ís- lenskra skáldverka á þýsku og hefur m.a. þýtt bækur Einars Kárasonar og Auðar Jónsdóttur, en þau munu spjalla við Kristof í kvöld. Öll munu þau lesa upp úr nýjum verkum sín- um, en bæði Auður og Einar eru með nýja bók fyrir jólin. Aðgangur er ókeypis. Bókmenntir Höfundarkvöld Kristof Magnusson Að vera sjálfum sér trúr nefnist erindi sem Hann- es Óli Ágústsson, leikari hjá Leik- félagi Akureyrar, flytur í Samkomu- húsinu á Akureyri á morgun milli kl. 16 og 17. Erindið er hluti af fyr- irlestraröð Listnámsbrautar VMA og Sjónlistamiðstöðvarinnar og öll- um opinn. „Hannes Óli hefur komið víða við á frekar stuttum leikferli sínum. Hann mun í erindi sínu fjalla um fer- il sinn til þessa og hvernig íslenskt leiklistarlíf kemur honum fyrir sjón- ir með öllum þess kostum og göll- um,“ segir m.a. í tilkynningu. Leiklist Sjálfum sér trúr Hannes Óli Ágústsson Hljómsveitin Skuggamyndir eða Byzantine Silhouette halda tónleika á Café Haítí í kvöld kl. 21. „Sveitin hefur nú leikið þar einu sinni í mánuði í meira en ár við góðar und- irtektir enda virðist Balkanskotin tónlist félaganna vera kærkomið innlegg í íslensku menningarflór- una,“ segir m.a. í tilkynningu. Sveitina skipa þeir Haukur Grön- dal á klarínett og saxófón, Ásgeir Ásgeirsson á ýmis strengja- hljóðfæri, Þorgrímur Jónsson á bassa og Erik Qvick á trommur og slagverk. Tónlist Skuggamyndir Haukur Gröndal Eftirfarandi ljóð má finna í Þar sem vindarnir hvílast – og fleiri einlæg ljóð. Líðan stundum líður mér svo illa að mér finnst eins og ég búi í Breiðholtinu eins og hjarta mitt sé bara herbergi í risavaxinni blokk Ástarbréf ég hef verið að reyna að ná í þig þú skildir eftir varirnar þínar í munnþurrkunni síðustu helgi ég hef hringt af augljósum ástæðum hefur þú ekki svarað en ég vildi bara láta þig vita að ég er með varirnar þínar hérna á náttborðinu og það truflar mig ekki vitund þótt þú talir upp úr svefni Herbergi í blokk LÍÐAN OG ÁSTARBRÉF Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Harpa er ein af bestu tónleikahöllum Evrópu í dag. Hljómburðurinn í hús- inu er afskaplega góður,“ segir sænski klarinettuleikarinn Martin Fröst en hann er einleikari á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Fröst hefur tvisvar áður komið fram með hljómsveitinni, og hrifust bæði áheyrendur og gagn- rýnendur af leik hans, enda hefur ítrekað verið sagt að Fröst sé einn fremsti klarinettuleikari samtímans. Á efnisskrá tónleikanna eru Fant- asía um stef eftir Tallis, eftir Ralph Vaughan Williams, Première Rhapsodie eftir eftir Claude De- bussy, Peacock Tales eftir Anders Hillborg og Sinfónía í d-moll eftir César Franck. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier. Dansspor fyrir einleikarann Martin Fröst leikur einleik í verk- unum eftir Frakkann Debussy og Hillborg, sem er sænskt samtíma- tónskáld. Hann segir það býsna góða tvennu þótt verkin sé ólík, enda sam- in á ólíkum tímum. Debussy samdi Première Rhapsodie á árunum 1909 til 10 og er það draumkennt eins og mörg önnur verk tónskáldsins, en í verki Hillborgs mynda tónlist, dans og tjáning einleikarans órofa heild. „Já, það er býsna tjáningarríkt verk enda fylgja því vandlega út- færð spor fyrir einleikarann. Verkið byggist á einskonar samtali milli einleikara og hljómsveitar, þar sem hljómsveitin reynir að hafa betur, og endirinn er óvæntur,“ segir Fröst. Hann þekkir verkið afar vel, segist hafa leikið það 250 til 300 sinnum alls á síðasta áratug, en hann leiki tvö afbrigði af því, það styttra á tón- leikunum í kvöld en það er um stundarfjórðungur að lengd. „Stund- um leik ég Peacock Tales allt að 25 sinnum á ári og það er alltaf áhuga- vert að koma að því á nýjan leik,“ segir hann. „Ég er að leika svo mörg önnur ólík verk á milli að ég kem Hljómsveitin reynir að hafa betur  Sænski klarinettuleikarinn Martin Fröst leikur með SÍ í Hörpu í kvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.