Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Það hefur ekki farið hátt í öllu umræðuflóð- inu um ESB-aðild eða ekki hvaða áhrif inn- gangan þar myndi hafa á stefnu okkar Íslend- inga í áfengismálum. Þar finnst mér þó mikil ástæða til að staldra við og reyna að átta sig á afleiðingunum. Allir vita um ofuráhrif vín- framleiðsluþjóðanna í sambandinu og þess vegna ætti eng- inn að velkjast í vafa um hvers vegna einmitt áfengis„frelsið“ er ríkjandi innan sambandsins og þýðir lítt að tala um sérstöðu okkar eylands í þeim efnum frekar en öðrum. Það er annars makalaust að því skuli haldið fram æ ofan í æ af málsmetandi mönnum, að í okkar stærstu og við- kvæmustu málum eins og sjávarút- vegi, landbúnaði og í raun auðlinda- málum okkar almennt munum við fá undanþágur frá hinum stífu og sann- arlega ófrávíkjanlegu reglum sem gilda hjá bákninu í Brussel. Hvernig dettur nokkrum í hug að þessi gömlu nýlenduveldi sem deildu og drottnuðu hér áður fyrr séu allt í einu orðin full af kærleika og sann- girni í garð smáríkis eins og okkar? Og sporin hræða varðandi þetta al- þjóðlega drottnunarvald. Makríldeilan er lýsandi dæmi um drottnunar- girnina og óbilgirnina, að ógleymdum hrokanum. Meira að segja Danir sem ég hélt að hlytu að standa með Færeying- unum sínum í þessari deilu bugta sig og beygja fyrir ESB-valdinu. Og svo koma flærðarfullir útsendarar þessa valds hingað til lands og belgja sig út af tillitssemi sem þeir þykjast full- vissir um að við munum njóta til hins ýtrasta, ef við bara berum „gæfu“ til að afsala okkur fullu sjálfstæði í hendur almættisins í ESB. Mikil er mín andstyggð á þeim, en hálfu meiri á þeim sem leggja þar á trúnað, útsendararnir eru þó bara auðsveipir þjónar almættisins. En ég ætlaði sannarlega að tala um sláandi dæmi um hina villtu stefnu ESB í áfengismálum og þar er af nógu að taka af hinum skelfileg- ustu hættumerkjum. Hvað halda menn að verði um áfengisauglýs- ingaflóðið sem mun skella hér yfir, einmitt þegar hér á landi er verið að reyna lagaleiðina til enn frekari varnar þessum ófögnuði? Hvað halda menn um áfengi í matvörubúðir sem menn hafa spornað hér á móti og tek- ist sem betur fer að verjast, halda menn að við ráðum þá ferðinni þegar komið er undir alræðisvald vínfram- leiðendanna? Ætla menn enn að tala í óvitaskap sínum eða þá í versta falli af taumlausri löngun til inngöngu um aðlögun eða undanþágur. Hafa menn ekkert lært af aðvörunum hinnar virtu stofnunar WHO í þessum efn- um? En fregn í Fréttablaðinu á dögun- um varð til þess að ég gat ekki orða bundist og bið alla hugsandi menn að taka eftir. Þar var birt staðreyndin um leyfilegt innflutningsmagn áfeng- is ef við tækjum upp ESB-reglur. Ég trúði ekki mínum eigin augum, enda þau svo sem gömul orðin. En hér eru tölurnar: Léttvín 90 lítrar, sterkt áfengi og styrkt vín 30 lítrar, bjór 110 lítrar. Og svo hnykkir fregnin á þessu: 230 lítra af áfengi gætu ferða- menn samtals flutt til landsins, ef regluverk ESB yrði innleitt. Og svo kemur rúsínan í pylsuend- anum: Samninganefnd Íslands vill fá fimm ár til að laga sig að reglu- verkinu. Mikil er sú undirdánuga auðmýkt, ekki einu sinni undanþága frá ósköpunum, enda örugglega víðsfjarri að vera í boði, en ekki hefði þó sakað að æskja upprétt eft- ir slíku. Við bindindismenn ættum sér- staklega að vera á varðbergi þegar um þessi mál er rætt. Við höfum staðið vaktina, stundum nær einir, nú um stundir með sívaxandi hljóm- grunn, við verðum að standa vaktina áfram. Hin rauðu aðvörunarljós blikka rækilega. ESB og áfengisflóðið Eftir Helga Seljan Helgi Seljan » 230 lítra af áfengi gætu ferðamenn samtals flutt til lands- ins, ef regluverk ESB yrði innleitt. Höfundur er form. fjölmiðlanefndar IOGT. Bíótryllirinn Frost var frumsýndur fyrir stuttu og ég fór auð- trúa af stað með eft- irvæntingu og settist með hjartslátt í bið eftir háspennuatriðum í nýrri íslenskri bíó- mynd eftir ungan leik- stjóra, Reyni Lyngdal, sem hefur eins og kunnugt er leikstýrt Hamrinum, sakamála- þáttum á RÚV, sem voru til fyr- irmyndar. Síðan kom myndin Okkar eigin Osló sem mér fannst reyndar hvorki fugl né fiskur. Nú leikstýrir Reynir mjög óvenjulegri mynd á ís- lenskan mælikvarða með handriti eftir Jón Atla Jónasson. Hér hlýtur að hafa átt að reyna að fara að amerískum fyrirmyndum að einhverju leyti í ætt við War of the worlds eða Super 8 – stórgóðar myndir eftir Steven Spielberg. En amerískar myndir eru jú fram- leiddar fyrir tugi/hundruð milljarða á meðan íslenskir kvikmyndagerð- armenn þurfa nánast að handsnúa tökuvélum sínum í sjálfboðavinnu en ef heppnin er með fást fáeinir ís- lenskir styrkir ef vilyrði kemur um erlenda styrki og öfugt. Að öðrum kosti eru þetta vinagreiðar launalítið eða launalaust. Ég er ekki kvikmyndagerð- armaður ennþá, hvað sem verður, og ég þekki ekkert styrkjamál. En nýtt andlit ungrar konu í öðru af tveimur aðalhlutverkum, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir, og margverðlaunaður Björn Thors skiluðu bæði sínu eins og hægt var. En bíógestur í sal miss- ir fljótt athygli og áhuga og verður pirraður vegna reynslumikils töku- manns sem skilaði þó alls ekki reynslu sinni. Áhorfandi í sal var að mestu kynntur fyrir þessari há- spennusögu í gegnum tökuvél manns sem fer upp á jökul til að finna unnustu sína og fer strax í gang með heimildavídeótökur. En þessar tökur eru eins og unnar af al- gjörum byrjanda með litla heim- ilistökuvél og hringlar með vélina eins og myndefnið skipti engu máli og jafnvel heldur áhorfandi að töku- manni standi á sama hvort kveikt er eða slökkt á vélinni. Ég hef oft æft mig með litlar heimilistökuvélar en þær æfingar hafa aldrei átt erindi upp á hvíta tjaldið. Ég hefði ekki einu sinni nennt að horfa á nýja Frost heima í stofu, ég hefði spólað myndina áfram í leit að bitastæðum sen- um. Það koma að vísu einstaka sannfærandi háspennuatriði í fyrri- hluta myndarinnar en myndin varð gjörónýt fyrir langdregnar heimavídeótökur mest- an hluta þessarar myndar og loks þegar skiptingar fara að koma með lög- reglu – krufningu – björgunarsveit, þá er myndin allt í einu búin og áhorfandi situr eftir eins og illa gerður hlutur. En tæknibrellur í undirhúðar-ógnum voru mjög sann- færandi. Byggingarfræði góðrar sögu, hvort sem hún er gerð til að vekja ótta eða gleði og allt þar á milli, þarf fyrir minn smekk að vera góð saga á kvikmyndamáli, með tíð- um hröðum skiptingum/klippingum allt frá byrjun og jafnvel að ógn byrji í borginni og fæli alla aðila upp á jökul. Handrit er þó eftir einn al- virtasta spennuhöfund okkar, Jón Atla Jónasson, sem er þekktastur fyrir handrit að verkinu Djúpið. Jón Atli kemur með mjög sann- færandi ógnandi og grimm öfl inn á jökul, atriði sem ekki hafa sést áður í íslenskri leikinni bíómynd, en því miður koma þessar ógnir í með- förum leikstjóra og brellumanna að mestu leyti fram eins og rafrænar skemmdir í eintaki kvikmyndahúss en verður ekki til hróss fyrir kvik- myndasmiði. Auglýsingamyndskeið (trailer) myndarinnar sýnir ýmsa þekkta leikara í áhrifahlutverkum en hlutur þeirra í myndinni er ná- kvæmlega enginn umfram efnið í trailernum. Leikstjóra og höfundi sýnist mér hafa staðið á sama um metnað fyrir efninu og bara hent ruglingslegum heimavídeótökum í áhorfendur, sem enn í dag þurfa að borga meira á íslenskar myndir en erlendar háspennumyndir. Frost – háspennu- mynd/óspennandi Eftir Atla Viðar Engilbertsson Atli Viðar Engilbertsson » Jafnvel heldur áhorfandi að töku- manni standi á sama hvort kveikt er eða slökkt á vélinni. Höfundur er fjöllistamaður. haltu þér við efnið í hárið fæst á hársnyrtistofum Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • Opið mán.- fös. kl. 11.00-18.00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk 15% afsláttur 2.-16.október Pantið vörulista á sala@soo.is Erum á sama stað og Friendtex og Praxis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.