Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 ✝ RagnhildurPálsdóttir kennari fæddist í Reykjavík 20. októ- ber 1948. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 21. september 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólöf Bene- diktsdóttir mennta- skólakennari, f. 10. október 1919, og Páll Björnsson hafnsögumaður, f. 27. febrúar 1918, en þau eru bæði látin. Systur Ragnhildar voru Guðrún Guðjónsdóttir, f. 1941, kennari, sem lést 2008, og Anna Pálsdóttir, f. 1947, lífeindafræð- ingur. Hinn 21. febrúar 1981 giftist Ragnhildur Jómundi Rúnari Ingi- bjartssyni, f. 1954, matvælafræð- ingi. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Þórðardóttir, f. 1970, maki Sævar Birgisson. Faðir hennar er Þórð- ur Friðjónsson. 2) Páll Rúnarsson, f. 1982. 3) Ólöf Rúnarsdóttir, f. 1984, sambýlismaður Svavar Þór Birgisson. 4) og 5) Anna Vigdís Rúnars- dóttir og Ingibjörg Rúnarsdóttir, f. 1990. Barnabörnin eru Sæ- unn Rut Sævars- dóttir, f. 1990, Viktor Sævarsson, f. 1997, Kolbrún Anna Svav- arsdóttir, f. 2007, Svanhildur Helga Svavarsdóttir, f. 2010, og Svava Rún Svavarsdóttir, f. 2012. Ragnhildur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1968 og lauk B-prófi í dönsku og þýsku. Hún kenndi lengst af í Garðabæ og lét af störfum við Fjölbrautaskóla Garðabæjar fyrir tæpum tveimur árum vegna veikinda sinna. Auk kennslu var Ragnhildur leiðsögu- maður um árabil. Hún var félagi í Oddfellowreglunni auk þess sem hún var í félögum sem snertu nám hennar og störf. Útför Ragnhildar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 4. október 2012, og hefst athöfnin kl. 13. Ég átti því láni að fagna að tengjast Ragnhildi Pálsdóttur fjölskylduböndum áður en hún tók þá sótt sem leiddi hana til ótíma- bærs dauða. Það var ekkert sjálf- sagt hjá Ragnhildi að bara hver sem var tæki að sér eldri systur hennar, Önnu. Ég var undir vök- ulum og gagnrýnum augum henn- ar við fyrstu kynni. En það breytt- ist fljótt og virðing og kærleikar komu í staðinn og hef ég notið samverustunda við hana og henn- ar elskulegu fjölskyldu síðan. Þau Rúnar lögðu í það fyrir sjö árum að reisa sér veglegt sveitasetur á ættarlandi Rúnars í Örnólfsdal og fékk ég að taka þátt í að koma hús- inu upp þar. Það skyldi vera at- hvarf fjölskyldunnar í nálægð jökla, öræfa og birkiskóga. Ragn- hildur naut þar margra ánægju- stunda með manni sínum og fjöl- skyldu. Við Anna höfum líka átt góðar stundir með þeim í þessari fögru náttúru. Lífsstarf Ragnhild- ar var kennsla. Ég kynntist henn- ar starfi lítið en heyrði þeim mun meira frá samstarfskennurum og fyrrverandi nemendum hennar hve Ragnhildur var í miklum met- um sem kennari og vinur. Ragn- hildur er komin af stórum og þekktum ættum og mér hefur allt- af fundist aðdáunarvert hve „frænkurnar“ á báða bóga eru samrýndar og njóta þess að hitt- ast. Ragnhildur er nú horfin úr ranni fjölskyldunnar, frá uppvax- andi barnabörnum sem hún hefði viljað fylgjast með í uppvexti þeirra og þroska. Hún er nú horfin fjölskyldu og vinum en minning- arnar um þennan góða ættingja og vin eru djúpar og fallegar. Ég varð vitni að einlægum tengslum og væntumþykju þeirra systra, Ragnhildar, Guðrúnar og Önnu, og finn söknuð Önnu nú þegar hún er ein eftir systranna. Minningin um elskulega mág- konu er mér mikils virði sem og tengslin við svila minn og þeirra góðu fjölskyldu. Ég votta Rúnari, börnum hans og fjölskyldu mína innilegustu samúð. Björn Sigurbjörnsson. Maður lítur óhjákvæmilega upp til sjö árum eldri frænku sinnar. Þegar ég var strákur var hún nógu gömul til þess að vera nánast full- orðin í mínum huga en samt ólík öðrum sem fylltu þann flokk. Hún kunni betri skil á hljómsveitum og tónlistarmönnum en aðrir „full- orðnir“ sem ég þekkti. En þó að ég liti upp til hennar talaði hún við mig eins og jafningja. Það var ekki lítill heiður þegar hún benti mér á að við værum bæði táningar í nokkra mánuði, ég þrettán og hún nítján ára. Ragnhildur var ákveðin kona, hávaxin og glæsileg. Hún valdi sér kennslu að lífsstarfi eins og móðir hennar og ég held að hún hafi ver- ið kennari af guðs náð. Ég man eftir því þegar hún kenndi skóla- bræðrum mínum í Menntaskólan- um í Reykjavík. Einn þeirra, mik- ill töffari, bað um frí til þess að fara á handboltaæfingu. Ragn- hildur þurfti ekki að hugsa sig um þegar hún neitaði, en bauðst til þess að keyra hann á æfinguna eftir tímann, sem hún og gerði. Það tóku ekki fleiri áhættuna á því að biðja um frí hjá henni. Ragnhildur hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum, en ekki alltaf þær sem maður hefði helst átt von á. Stundum síst þær sem við var að búast. Hún hafði oft gaman af vitlausum bröndurum frá hallærislegum grínistum. Þó aldrei þannig að maður þyrfti að skammast sín fyrir hana eins og aðra „fullorðna“. Ragnhildur var ekki bara frænka mín heldur líka góð vinkona. Hún var mjög skemmtileg kona og það var gam- an að hitta þau hjónin, Ragnhildi og Rúnar, þegar þau laumuðu út úr sér hverri snilldarlínunni á fæt- ur annarri. Þau voru afar sam- rýnd og skemmtileg hjón. Nú er Ragnhildur látin eftir hetjulega baráttu. Oftar en einu sinni virtist stríðið tapað, en hún sneri því sér í vil og bætti við lífið dýrmætum, dögum, vikum og mánuðum. Samt voru þeir allt of fáir. Börn hennar og barnabörn áttu sannarlega skilið að njóta hennar miklu lengur, en eigi má sköpum renna. Ragnhildur var dugleg að koma á mannamót þó að heilsan leyfði það varla. Ég veit ekki hvort hún áttaði sig á því hversu mikilvægt það var fyrir vini hennar og ættingja að fá að njóta þessara samverustunda. Þær lifa áfram í minningunni. Á þessari erfiðu stundu votta ég Rúnari og allri fjölskyldunni samúð okkar Vigdísar. Benedikt Jóhannesson. Elskuleg móðursystir mín hef- ur nú kvatt þennan heim eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Ég á margar góðar minningar tengdar Ragnhildi frænku. Við urðum báðar þeirrar gæfu aðnjót- andi að búa í Sporðagrunninu þar sem oft var líf og fjör og margt um manninn. Það voru líka ófáar ferðirnar sem við fórum saman ásamt fjöl- skyldum okkar bæði í sumarbú- staði og útilegur. Þar nutum við þess hversu fróð þú varst um landið okkar og minnist ég mjög skemmtilegrar ferðar sem við fór- um í bústað við Ásbyrgi þar sem margt var skoðað. Ég hugga mig við góðar minn- ingar og um þá trú mína að núna sértu á góðum stað með yndislegu fólki sem farið er frá okkur. Ég bið góðan guð að styrkja Rúnar og börnin þín og kveð þig í bili. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ólöf og fjölskylda. Það er sárt að sjá á eftir góðum vini í dauðann langt fyrir aldur fram. Við Ragnhildur vorum rétt komnar af barnsaldri þegar við kynntumst þó að okkur hafi fund- ist við vera nánast fullorðnar, 17 ára gamlar. Saman fetuðum við brautina inn í fullorðinsárin með öllu sem því fylgdi. Við áttum trúnað hvor annarrar og þó að ólíkar værum um margt var fleira sem tengdi. Kannski ekki öllum sýnilegt en þarna var það og hélst alla tíð. Við brölluðum margt, flest var skemmtilegt og skilur eftir sig góðar minningar sem oft hafa ver- ið rifjaðar upp, annað hefðum við kannski betur látið ógert en þá var reynt að læra af því. Við fórum saman í ógleymanlega ferð til London fyrir sumarhýruna haust- ið 1967. Þá byrjuðu skólar ekki fyrr en 1. október og haustið í London var yndislegt og ferðin öll eitt ævintýr. Ragnhildur hafði komið þar áður, var ýmsum hnút- um kunnug og sjálfskipaður far- arstjóri eins og hún var nú svo oft síðar. Alltaf þokkalega stjórnsöm, mín kæra vinkona. Vissulega var hún stjórnsöm en hún var líka hreinskiptin og sönn. Hún lá ekki á skoðunum sínum hvernig sem jarðvegurinn var í kringum hana. Maður þurfti ekki að velkjast í vafa um hvar hún stóð, undirferli og hræsni var ekki að finna í fari hennar. Hún var góður vinur, hjálpsöm, trygg og traust. Hún var ótrúlega kraftmikil og dugleg kona í hverju sem hún tók sér fyrir hendur, ósérhlífin og vandvirk. Allt umhverfi hennar bar þess fagurt vitni, hvert sem litið varð. Svo var hún manna skemmtilegust, orðheppin og fundvís á hið skoplega í tilverunni, því var oft glatt á hjalla í kringum hana. Hún var töffari og eins og allir sannir töffarar var hún mjúk og hlý undir yfirborðinu sem stundum gat verið dálítið hrjúft. Þetta var sú Ragnhildur sem var vinkona mín og ég trega nú því að þótt veröldin sé full af góðum konum er samt engin eins og hún. Ég verð Guði ævinlega þakklát fyrir að hafa átt vináttu hennar öll þessi ár. Hennar mikla gæfa í lífinu var að kynnast Rúnari, betri eigin- mann hefði hún ekki getað fundið og kom það ekki síst fram þegar hún var orðin veik. Ástin og um- hyggjan sem birtist í umönnun hans um hana snart mann djúpt. Hún kunni líka svo sannarlega að meta það og talaði oft um það við mig hve lánsöm hún væri að hafa kynnst honum. Hún var líka lán- söm að eignast þennan stóra hóp barna og þessi yndislegu barna- börn en öll áttu þau hug hennar og hjarta að ógleymdum tengdason- unum. Við Kjartan og synir vottum Rúnari, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingj- um okkar dýpstu samúð. Ragnhildur I. Guðmundsdóttir. Kæra vinkona og mikli kennari, nú er komið að kveðjustund okkar hér á þessari jörðu en vissa er í mínu hjarta að við munum hittast aftur á nýjum stað. Ég kynntist þér fyrst þegar ég stundaði nám í Garðaskóla í Garðabæ. Mér varð ansi bylt við þegar ég sá hver átti að kenna mér dönsku þennan vetur, þú hafðir nefnilega orð á þér fyrir að vera hinn mesti harðstjóri og að enginn kæmist upp með neitt ann- að en að læra í tímum hjá þér! Þetta hitti mig illa fyrir því áhugi minn á námi á þessum árum var mjög takmarkaður því hann lá víst annars staðar. Jæja, ég ákvað nú samt að reyna hversu langt ég gæti gengið eins og ungmennum er tamt og man ég hvernig okkar fyrstu kynni urðu mér mikið áfall. Ég reyndi að sýna samnemendum mínum hversu óhrædd ég væri, en það reyndist mér dýrmæt reynsla því að þegar ég hafði reynt eins og ég gat að láta henda mér út úr tíma, sagðir þú þessi eftirminni- legu orð: „Jæja Helga mín, taktu nú töskuna þína, borðið þitt já og einnig stólinn, farðu nú fram á gang og sittu þar þangað til að kennslustundin er liðin.“ Ég þarf nú víst ekki að lýsa því hvílík nið- urlæging þetta var að sitja ein við borð frammi á gangi, en eftir þennan atburð gekk mér einna best í dönsku og man ég er ég uppskar mína fyrstu 9. En örlögin eru skrítin því leiðir okkar lágu aftur saman mörgum árum síðar er ég ákvað að hefja nám að nýju við Fjölbrautaskól- ann í Garðabæ. Þar var ég svo lán- söm að fá þig aftur sem kennar- ann minn en í þetta skiptið var það þýska sem þú kenndir mér og þar myndaðist vinskapur okkar á milli sem ég verð ævinlega þakklát fyr- ir. Ég gleymi aldrei Berlínarferð- inni með skólanum þegar við ákváðum að fara bara tvær einar saman á kaffihús, þvílíkt sem það var gaman hjá okkur. Þú styrktir mig þegar ég þurfti á að halda enda var ómældur styrkur sem þú bjóst yfir og sýndir þú það einna best hve hart þú barðist gegn þín- um erfiða sjúkdómi. Ég mun aldr- ei gleyma þér, kæra vinkona, og kveð ég þig með söknuði. Þú kenndir mér ekki einungis þýsku, þú kenndir mér einnig að vera sterk manneskja. Fjölskyldu Ragnhildar sendi ég mína dýpstu samúð, mikill er missir ykkar. Kveðja Helga Brynja Tómasdóttir. Í kvæðinu, sem er einhvern veginn svo nátengt Menntaskól- anum í Reykjavík, segir Jón Helgason, að æskan líði ung og fjörleg en ellin bíði þung og hrör- leg. Jafnvel þó að rúmir fjórir ára- tugir séu nú liðnir frá því að við gengum út úr MR ung og fjörleg þá finnst manni að sú stund vari enn. En þá kemur áminningin sem Jón Helgason lýkur sínu Gau- deamus með; moldin eignast okk- ur. Það fer ekki hjá því, að hug- urinn hvarfli til þessara æskudaga þegar bekkjarsystir okkar, sem lukum stúdentsprófi vorið 1968, Ragnhildur Pálsdóttir, er öll. Sum okkar hafa deilt með henni skóla- göngu allt frá barnaskóla, en aðrir bættust í hópinn á menntaskóla- dögum okkar. Þessir dagar voru tímar glæstra vona, áhyggju- lausra stunda og óbundinna sam- skipta. Ragnhildi veittist námið létt, hún skilaði góðum árangri en lét það ekki tefja sig frá því að rækta samband sitt við okkur hin. Þeir sem minna lögðu á sig í nám- inu nutu sjálfsaga Ragnhildar og þeirrar umhyggju, að það yrði að hjálpa þessum letingjum, þannig að flestir eða allir komust klakk- laust í gegnum skólann. Að þess- um skóladögum loknum hvarf hver að sínu; frekari skólagöngu, stofnun heimils, barneignum og svo framvegis. En einhvern veg- inn hélt samt þráðurinn, sem spunninn var forðum, bekkjar- systurnar hittast reglulega og síð- ar fá „strákarnir“ að bætast í hóp- inn. Bekkurinn sammæltist um að fara í Munaðarnes annað hvert ár um langt árabil. Þar voru gömul kynni endurnýjuð, makar og börn kynntust, þau sem ekki þekktust áður. Áður en menn vissu af var það orðið þannig, að kæmist ekki einhver þá mættu bara börnin í staðinn. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér, hugmyndir fæddust en það þurfti að hrinda þeim í fram- kvæmd og trúlega er á engan hall- að þó fullyrt sé, að þar fór Ragn- hildur fremst í flokki jafningja. Við þessi tækifæri glöddust allir með lúðraþyt og söng og var með ólíkindum hvað Ragnhildur kunni af gömlum kvæðum og nýjum textum auk þess að kunna öll lögin öðrum betur. Ragnhildur Pálsdóttir var þeirrar gerðar, að enginn fór í grafgötur um skoðanir hennar og viðhorf. Ef var í koti kátt þá var kátt í koti, en ef það var stormur á Kaldadal þá var betra að koma sér í skjól. Loðmulla og væl var henni eins fjarri skapi og hugsast gat. Ef maður átti vináttu hennar þá var það bara svoleiðis og þurfti ekkert að endurnýja. Að Ragnhildi stóðu sterkir stofnar úr öllum áttum, og eflaust myndu einhverjir segja að hún hafi borið kosti og galla forfeðra sinna í óvenjulegu jafnvægi. Kost- irnir, sem við vinir hennar þekkj- um bezt, standa yfirgnæfandi upp úr, og þannig minnumst við henn- ar. Eiginmanni og börnum send- um við hugheilar samúðarkveðjur og minnumst þeirra gleðistunda sem voru. Fyrir hönd VI-C MR 1968, Pétur og Snorri. Í dag kveðjum við samstarfs- mann og félaga, Ragnhildi Páls- dóttur, sem kenndi við góðan orðstír í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Ragnhildur var einn af frumkvöðlum hér við skólann sem höfðu kennt við Garðaskóla og síð- ar við fjölbrautir Garðaskóla. Hún starfaði við Fjölbrautaskólann í Garðabæ frá stofnun hans árið 1984. Ragnhildur var mikill skörung- ur og var oft mikið fjör í kringum hana. Fáir höfðu betri tök á líf- legum piltum en Ragnhildur og komust þeir ekki upp með neitt múður hjá henni. Ragnhildur kenndi dönsku og þýsku og hafði góð tök á tungumálum almennt. Kennarastofan var aldrei skemmtilegri en þegar Ragnhild- ur var á ferð og var hún hrókur alls fagnaðar. Athugasemdir hennar voru engum líkar og var ekki laust við að sumum þætti nóg um. Ragnhildi þótti gaman að kenna og var við störf meðan heilsan leyfði. Ragnhildur var sæmd gull- merki skólans vorið 2012 fyrir vel unnin störf og var sagt við það tækifæri að „hún þyki strangur en sanngjarn kennari, og nemendur hafa svo sannarlega sýnt það í orði og verki að þeir kunna að meta leiðsögn hennar“. Það er með hlýhug og þakklæti sem við kveðjum Ragnhildi Páls- dóttur sem yfirgaf okkur alltof snemma. Aðstandendum færi ég samúðarkveðjur frá starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Hennar verður sárt saknað. Kristinn Þorsteinsson skólameistari. Svanur í hvítu tjullpilsi og hvít- um sokkabuxum með hvítar fjaðr- ir í hárinu svífur inn á sviðið með mikilli reisn og fallegum ballett- hreyfingum, í kjölfarið fylgja þrír misstórir svartir svanir og stigin eru spor úr Svanavatninu. Auðvit- að er Ragnhildur forystusvanur- inn hvíti. Þetta atriði var sýnt á Dimmissionkvöldi nemenda eitt árið við mikinn fögnuð og sýnir þetta vel hvað Ragnhildur var til í næstum hvað sem var svo fram- arlega sem það væri skemmtilegt. Ragnhildur var hávaxin, það var ákveðin reisn yfir henni, hún hafði góðan, oft kaldhæðnislegan húmor sem við kunnum svo vel að meta. Hún var skemmtileg, skot- föst í viðræðum, góður og strang- ur kennari. Í skemmtiferðum á vegum starfsmannafélagsins var hún oft hrókur alls fagnaðar. Minnumst við ekki síst ógleyman- legrar ferðar um Normandie und- ir traustri fararstjórn Gerards Chinotti, þar sem Ragnhildur var að vanda hress og skemmtileg. Einnig þegar önnur okkar fór í Ragnhildur Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Hver vegur að heiman er vegur heim. … En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson.) Við vottum ástvinum Ragnhildar innilega samúð og kveðjum hana með virð- ingu og þökk fyrir sam- fylgdina. Þrúður, Steinunn, Friðjón, Haraldur og fjölskyldur. Elsku vinur, Steini bakari, er fallinn frá. Faðir bekkjarbróður míns, gamall vinnuveitandi og frábær maður í alla staði. Ég minnist hans með miklum söknuði og tárum í augum. Steini bakari, bakari og eig- andi besta bakarís á Íslandi og ég held að það gætu allir staðfest, langbesta laufabrauð sem ég hef smakkað og bakkelsið ekki af verri endanum. Manstu, Steini minn, eftir stuðinu í laufa- brauðsgerð hér í denn: Hún er fögur, hún er frá. Flögrar stolt um loftin blá. Ég finn hjá mér þörf og ríka þrá að þrífa mér hólk og fret’ana á. Steingrímur Krist- inn Sigurðsson ✝ SteingrímurKristinn Sig- urðsson fæddist á Húsavík 30. sept- ember 1964. Hann lést hinn 13. sept- ember 2012. Útför Stein- gríms fór fram frá Húsavíkurkirkju þriðjudaginn 25. september 2012. Mér skilst samt að því miður sé, meiningin að frið’etta fiðurfé. En þó aðeins væru eftir tvær, við engu að síður myndum skjóta þær. (Baggalútur) Ég sendi mínar allra heitustu og dýpstu sam- úðarkveðjur til allra þeirra sem eiga um sárt að binda núna. Elsku Mæja mín, þú varst mér sem móðir, ég gat og get alltaf tal- að við þig um allt og treyst þér, guð geymi þig og varðveiti alltaf. Guðmundur, Sveinbjörn, Hall- grímur, Hrannar, Ólafur og Andri Bergmann, Guð gefi ykkur bræðrum styrk á þessum erfiðu tímum. Siggi, Þura, Ólína, Gummi og fjölskyldan öll og vinir, innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Halla Björg Albertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.