Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Fyrstu minningar mínar um pabba eru þegar hann svæfði okkur börnin sín. Við vorum fjögur og stutt á milli okkar í aldri. Þegar hið yngsta okkar fæddist var það elsta sex ára. Það var því oft mjög kátt í leikj- um okkar sem stundum gátu þó endað í miklum ólátum. Það hef- ur því sjálfsagt verið mömmu mikil hvíld í eldamennsku og uppvaski þegar pabbi kom úr vinnu. Þá tók hann við óláta- belgjunum, sagði okkur sögur sem hann samdi jafnóðum og það var vandalítið að fá okkur til að fara að sofa á skikkanlegum tíma því svo spennt vorum við að heyra framhaldið á hverju kvöldi. Hann var mikill prakkari og hafði einstaklega gaman af orða- leikjum og gátum. Hann gat gert rökföstustu menn ringlaða þegar hann beitti sér vandlega í að láta þá verða á öndverðum meiði við sjálfa sig. Hann var sögumaður góður og skemmti- sögur hans sérgrein. Aldrei neinar vífilengjur og kunni manna best að skilja hismið frá kjarnanum. Hann var hlátur- mildur með afbrigðum og hafði smitandi hlátur. Pabbi var alinn upp í Bólstað- arhlíð í Vestmannaeyjum. Hann talaði ávallt af mikilli hlýju og væntumþykju um foreldra sína. Hann var einn í átta systkina hópi en mikill harmur var kveð- inn að fjölskyldunni þegar faðir hans féll frá á besta aldri. Um áratug síðar varð annað áfall í fjölskyldunni þegar yngsti bróð- ir hans, Bjarni Ólafur, hrapaði til bana við fuglatekju í Bjarna- rey. Bólstaðarhlíð var menningar- heimili í besta skilningi þess orðs. Útgerðarheimili þar sem allir þurftu að taka til hendinni en þess á milli var lesið, sagðar sögur og sungið. Pabbi leit fyrst og fremst á sig sem alþýðumann og er sprottinn úr þeim jarðvegi. Hann heiðraði þá menningu með ritverki sínu um íslensk skip og báta sem gefið var út í níu bind- um. Pabbi var söngmaður góður og söng í kirkjukór Landakirkju. Best naut hann sín þó við söng með vinum sínum og á ég fal- legar minningar um kvöldstund- ir er vinir þeirra komu í heim- sókn og lagið var tekið. Ég heyri í huga mér fallegu Eyjalögin er þau tóku lagið, Ellý og Hreinn, Grímur og Begga, Addi og Baddý, Sigtryggur og Dóra. Fjörug lög og angurværar mel- ódíur, milliraddir og svo átti pabbi það til að jóðla af mikilli list. Pabbi tók þá ákvörðun ung- ur maður að bragða ekki áfengi og þurfti enga söngolíu til að þessi hópur tæki lagið. Pabbi var sjarmatröll og lífs- glaður maður. Hann var góður dansari og leiddist ekkert að tjútta við mömmu. Fyrir aðeins fáum mánuðum kom lagið þeirra í útvarpinu og pabbi greip mömmu í fangið og dansaði við hana. Þótt hann væri frekar óstyrkur vegna veikinda sinna skynjaði ég í þessum hæga valsi fallega ástúð. Pabbi var kærleiksríkur mað- ✝ Jón Björnsson,fræðiritahöf- undur frá Bólstað- arhlíð, var fæddur 17. júní 1924 í Víði- dal í Vest- mannaeyjum. Hann andaðist 4. sept- ember sl. á Landa- kotsspítala, 88 ára að aldri. Útför Jóns fór fram frá Dómkirkj- unni föstudaginn 21. september 2012. ur með mikið vænghaf. Þar átt- um við fjölskyldan hans vísa hlýju, ör- yggi og skjól. Og mikla mikla ást. Þorgerður. Þar kom að því, eins og kemur fyrir okkur öll, að tjaldið fellur. Nú var kom- ið að tengdaföður mínum og góð- vini Jóni Björnssyni frá Bólstað- arhlíð að yfirgefa sviðið eftir frábæra frammistöðu. Í þetta sinn þýðir ekki að klappa við- komandi upp þótt vissulega sé tilefni til. Við sitjum bara þögul í sætum okkar og förum yfir frammistöðuna, um annað er ekki að ræða. Óhætt er að fullyrða að ekki þarf Jón að kvíða dómunum. Þó að dapurleiki sé yfir okkur núna á kveðjustundinni koma húrra- hrópin seinna þegar við lítum til baka og gerum okkur grein fyrir þeim góðu áhrifum sem hann hafði á líf okkar. Ég er ekki viss um að við sem þekktum og um- gengumst Jón hvað mest gerum okkur fulla grein fyrir þeim áhrifum sem hann hafði á líf okkar. Sérstaklega vegna þess að hann reyndi aldrei að halda fram einhverjum „lífssannind- um“. Hann einfaldlega bar virð- ingu fyrir fólki. Kom fram við unga sem aldna með þeim höfð- inglega þokka sem einkenndi allt hans fas. Hann var af þeirri kyn- slóð sem Ísland ól fyrir seinna stríð sl. aldar. Kynslóð sem – eins og segir í frægu kvæði Ása í Bæ – var ekki „mulið undir“. Möguleikar til menntunar tak- markaðir, vinnan og dugnaður- inn var það sem fleytti mönnum áfram. Þar stóð Jón sig best, kom sér upp fallegu heimili og fjórum börnum ásamt Bryndísi konu sinni. Það er ekki ætlunin í þessari stuttu minningargrein að rekja æviferil Jóns eða feril hans sem höfundur fræðibóka, það gera vonandi „mér hæfari menn“, svo notað sé orðatitæki hans sjálfs. Í mínum hug verður það ætíð persónan Jón Björnsson sem stendur upp úr. Hjálpsemin, kímnigáfan, góðvildin, hjarta- hlýjan, að ógleymdri gestrisn- inni sem var alveg einstök. Þá þóttu pönnukökurnar sem hann bakaði sérstaklega bragðgóðar. Eftirfarandi er gott dæmi um gamansemi og gestrisni Jóns. Ekki alls fyrir löngu kom ég óvænt til hans, en hann lá þá fyrir og sagðist vera hálfslappur. Eins og hans var von og vísa og þaulkunnugur minni matarlyst krafðist hann þess að gefa mér kaffi og baka ofan í mig pönnu- kökur. Ég reyndi að malda í mó- inn og benti á að í fyrsta lagi væri hann hálfslappur og auk þess væri ég fullfær um að bjarga mér um kaffi. Í öðru lagi væri líkamlegt ástand mitt þann- ig að ég ætti í raun meira erindi á vigtina en að úða í mig pönnu- kökum. Jón horfði þá rannsak- andi á mig og sagði: „Megrun breytir engu úr því sem komið er“ og svo hló hann innilega, og auðvitað fékk ég pönnukökurn- ar. Þá er komið að því að rísa úr sætum og ganga út í lífið, í þetta sinn án Jóns Björnssonar. Í mín- um huga verður minningin um Jón fyrst og fremst minning um manneskju í bestu merkingu þess orðs, Manneskju með stórum staf. Bogi Agnarsson. Við andlát Jóns Björnssonar í Bólstaðarhlíð sjáum við vinir hans og fjölskylda á bak manni sem ætíð var léttur í lund og með bros á vör. Jóni fylgdi gott andrúmsloft og það var þægilegt að vera í návist hans. Hátíð var að sækja þau hjón, Jón og Bryn- dísi, heim. Frá vetrarkvöldum eigum við góðar minningar um boð þeirra hjóna á einstaklega fallegu heimili þeirra að Ægisíðu 92. Allt var fágað og hafði verið val- ið af vandvirkni og smekkvísi húsráðenda. Gjarnan voru á borðum steiktur, reyktur lundi og úrval íslenskra rétta. Við andlát Jóns er ánægjulegt að minnast þessara góðu kvölda. Jón safnaði af ótrúlegri elju og áhuga miklum og dýrmætum upplýsingum um skipaflota Ís- lendinga, stór og lítil skip og þá ekki síst ljósmyndum af þeim bátum og skipum sem hann komst yfir. Varla er svo skrifað um íslensk skip að bækur hans séu ekki við höndina. Samtals gaf hann út 9 bækur um íslensk skip og báta. Fyrsta stórvirkið, Íslensk skip, kom út í fjórum bindum árið 1990. Í þess- ari útgáfu var fjallað um á þriðja þúsund skipa og báta. Eiginkona Jóns, Bryndís Jónsdóttir, studdi hann með ráðum og dáð í þessu áhugamáli hans. Í formála 1. bindis Íslenskra skipa sem kom út hjá Iðunni getur Jón þess að Bryndís hafi safnað upplýsing- um um sjóslys sem fram koma um skipin. Í bókum hans er get- ið um öll íslensk skip sem skráð hafa verið á Íslandi síðan 1870. Árið 1999 kom út 4 binda verk með ljósmyndum og lýsingum á minni bátum; Íslensk skip – Bátar. Í formála skrifaði Jón: „Í verkinu sem hér liggur fyrir er greint frá rösklega fimm þúsund og sex hundruð bátum og að millivísunum meðtöldum eru flettur alls um tíu þúsund og sjö hundruð í verkinu öllu. Myndir eru af um tvö þúsund og fimm hundruð bátum.“ Árið 1999 kom einnig út nýtt bindi af Íslenskum skipum, 5. bindi í þeim flokki. Æskuheimili Jóns var rómað fyrir myndarskap og glaðværð, en foreldrar hans, Ingibjörg Ólafsdóttir og Björn Bjarnason vélstjóri, voru sérstakar gæða- manneskjur og samhent. Þau eignuðust 8 börn og yfir vetr- arvertíðina voru þar í fæði og húsnæði vertíðarmenn, bæði sjó- menn og landverkafólk, og oft glatt á hjalla við spil og leiki. Jón spilaði á harmóníku og sum- ar systurnar á gítar. Jón byrjaði ungur sjó- mennsku eins og títt var í Eyj- um og var alltaf með miklum aflamönnum. Hann var með Óskari í Laugardal á Guðrúnu VE 163, sem fórst inn af Ellirey 23. febrúar 1953. Með bátnum fórust fimm menn, en fjórir komust í gúmmíbjörgunarbát og var Jón einn þeirra. Rak bátinn í suðaustan fárviðri upp í Land- eyjasand og komust allir af. Jón var heiðraður fyrir framlag sitt til sögu íslenskra skipa og fékk hann íslensku fálkaorðuna árið 2003 og árið 1992 heiðursmerki sjómannadagsins í Eyjum. Ég þakka Jóni áratuga vin- áttu við mig og mína fjölskyldu, en föður mínum, Eyjólfi Gísla- syni, sem var í 9 vertíðir skip- stjóri með Emmu, sýndi Jón alltaf sérstaka tryggð og rækt- arsemi. Við Anika sendum Bryn- dísi, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Jóns Björnssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. Elsku afi minn, ég veit að þú ert kominn á betri stað núna og líður mun betur en þér leið á þínum síðustu dögum. Ég gleymi því aldrei, þegar mömmu vantaði einu sinni pössun fyrir mig, þá varst þú ekki lengi að koma og við hlógum svo mikið, að við tókum ekki eftir því þegar mamma fór. Þú sast með mig í fanginu og við horfðum saman á Tomma og Jenna og alveg trufl- uðumst af hlátri. Aldrei mun ég gleyma rödd- inni þinni og því sem þú sagðir vanalega þegar þú hringdir: „Sæl, elsku Kristín mín,“ og við spjölluðum saman um lífið og til- veruna. Þú hjálpaðir mér m.a.s. við námið, ritgerð o.fl., sem ég er svo þakklát fyrir. Og ekki má gleyma ferðum okkar til Noregs og Englands þegar við heimsóttum Hannes. Þegar þú gekkst um bryggjuna í miðbæ Stavanger og virtir fyrir þér alla bátana og þekktir hljóð- in í mótorum gömlu bátanna, þú hafðir svo gaman af því, elsku afi minn. Þú komst til mín í draumi um daginn, þú labbaðir út úr her- berginu þínu brosandi og glaður og talaðir um hvað þér liði of- boðslega vel og værir á batavegi. Þegar ég vaknaði um morguninn ómaði einn af stríðnifrösum þín- um í höfðinu á mér og mér leið svo vel og fannst eins og ég hefði verið að kveðja þig og var sátt við að sjá þig svona ánægðan og glaðan. Ég er svo stolt af að hafa átt þig sem afa og ég mun aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman. Ég elska þig afi Nonni minn. Guð varð- veiti þig. Þín Kristín Björk. Jón Björnsson Elsku besti afi okkar, nú ert þú lagstur til þinn- ar hinstu hvílu. Stutt er síðan amma kvaddi okkur og skrítið er til þess að hugsa að nú, allt í einu, séuð þið bæði farin. Heim- urinn virðist einfaldlega ekki vera sá sami og hann hefur ver- ið frá því við munum fyrst eftir okkur. Það er sárt til þess að hugsa að nú getum við ekki lengur farið í heimsókn til ömmu og afa. Þið tókuð okkur alltaf opnum örmum, sýnduð okkur ómælda hlýju og stjanað var við mann. Það er okkur minnisstætt hvað þú, kæri afi, hafðir gaman af því að segja okkur einstakar sögur frá við- burðaríku lífi þínu hvort sem um var að ræða sögur af fjallaferð- um, ævintýralegum ferðalögum eða íþróttaafrekum með Val. Brandararnir voru sjaldan spar- aðir og þeim fléttað inn í sam- ræður og sögur. Þú hafðir gam- an af því að taka fallegar myndir og halda slidesmyndasýningar þegar fjölskyldan kom saman. Það gat þó verið erfitt að sinna fyrirsætustörfunum sem barn, þar sem dágóður tími fór oft í að finna réttu staðsetninguna og fókusa með nákvæmni. Um- Egill Á. Kristbjörnsson ✝ Egill ÁgústKristbjörnsson fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1916. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 8. september 2012. Útför Egils fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. sept- ember 2012. hverfi þitt var allt- af skreytt smáhlut- um hvort sem það var heima, í bílnum eða utandyra. Það var sérstaklega gaman að fylgjast með jólaskreyting- unum þínum þar sem litlar fígúrur og skrautmunir mættu manni hvert sem maður leit. Við hefðum svo gjarnan vilj- að hafa ykkur hér hjá okkur um ókomna tíð. En það er huggun til þess að hugsa að nú eruð þið samankomin á betri stað. Við söknum ykkar óendanlega mik- ið, en eigum margar góðar minningar sem lifa með okkur áfram. Upp um fjöll og firnindi fórst í ferðir á vit ævintýra þú slóst. Á rútu, jeppa eða tveimur jafnfljótum upp á topp varst kominn jafnskjótum. Það furða sig því fáir á að ástina hafir fundið ferðalagi á. Vel tilhafður og léttur í lund ávallt tilbúinn með sögustund. Slidesmyndasýning sögunum gaf líf, en fyrirsætustörfin voru börnunum stundum stríð. Smáhluti notaðir umhverfi þitt að skreyta og gaman var að því að leita. Elskulegur afi minn, svo ósköp sár er missir minn. Þínar sonardætur, Ingigerður Stella Logadóttir og Agnes Logadóttir. Elsku afi Búddi. Þegar ég hugsa um þig þá hugsa ég um þig á golfvellinum, það var svo gaman að sjá hvað þú hafðir gaman af golfinu og þegar þú sýndir manni stoltur allar golf- kúlurnar þínar og gafst manni stundum eina og eina. En það var svo skrítið að þegar þú fyrst veiktist þá var eins og eitthvað hefði breyst, þú fórst að spjalla svo mikið og við urð- um góðir vinir. Vinátta okkar hélt áfram að vaxa næstu ár Marteinn Herbert Kratsch ✝ Marteinn Her-bert Kratsch fæddist í Reykja- vík 18. júní 1931. Hann lést á líkn- ardeild LSH í Kópavogi 14. sept- ember 2012. Útför Marteins var gerð frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 21. september 2012. þegar ég kom til þín og sat hjá þér eftir skóla eða vinnu og við spjöll- uðum um allt á milli himins og jarðar. Þér þótti svo gaman að stríða hjúkrunar- fræðingunum og ég studdi þig heils- hugar í því. Þegar þú sagðir mér frá Björgu og hennar lífi og þegar við töluðum um presta. Og þeg- ar þú sagðir mér frá æsku þinni þar sem ég bý nú í dag. Minningarnar eru margar sem ég mun geyma og varð- veita. Nú veit ég að þú ert kominn til ömmu og ykkur líð- ur án efa vel, loksins saman á ný. Ég lofa að fara varlega eins og þú baðst mig um. Hvíldu í friði elsku afi Búddi og knús- aðu ömmu frá mér. Guðfinna Betty Hilmarsdóttir. Þér konur, með víðfaðma vængi og vonir, er djarfar blossa. Þér springið út og ilmið við ástir, faðmlag og kossa. Að lokum fölnar og fellur hver fjóla og anganreyr en kynslóð af kynslóð fæðist og kyssir, starfar og deyr. (Stefán frá Hvítadal) Með þessum orðum minnist ég elsku Betu minnar. Hún var fyrrverandi mágkona mín og við áttum hug saman eins og góðar mágkonur hugsa. Ylur, kærleikur og virðing var á milli okkar. Hugur minn bjó hjá henni margar stundir þó að fjarlægð skildi okkur að oftast á lífsleiðinni. Við Beta kynnt- umst fyrst þegar hún var 15 ára unglingur og ég aðeins eldri og nýtrúlofuð bróður hennar. Ég tók strax eftir góðlegu, kímnu og greindarlegu tilliti hennar. Hún var ætíð orðvör, grandvör og bráðskemmtileg. Mér fannst alltaf gaman að fylgjast með henni í skóla, hún dúxaði hvað eftir annað og hún kunni að skemmta sér. Ég fylgdist með henni máta kjól- ana sem móðir hennar hún kæra Fríða mín saumaði og fóru alltaf vel. Sérstaklega man Elísabet Jóhanna Svavarsdóttir ✝ Elísabet Jó-hanna Svav- arsdóttir fæddist á Hrútsstöðum í Lax- árdal í Dalasýslu 8. apríl 1948. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnu- daginn 5. ágúst sl. Útför Elísabetar hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. ég eftir gula kjóln- um og gulu skón- um. Þetta var nú meiri dýrðin. Þannig liðu fyrstu árin en Beta fór til Noregs og þaðan komu góð og vel skrifuð bréf. Hún hafði frábæra rit- hönd eins og annað sem henni var til lista lagt. Þannig fylgdist ég með henni úr fjar- lægð. Eftir heimkomu var tækifæri til að endurvekja samveru, en fljótlega fór að bera á því að lokað væri í herbergi Betu minnar og grunsamlegir skór birtust í ganginum. Afskaplega mikið pukur en það leystist þegar hún sagðist ætla að flytja á Egilsstaði með honum Óla. Já honum Óla sem varð seinna maður hennar og saman eiga þau þrjú mannvænleg börn. Þau hjónin eru í mínum huga sem eitt því samhentari hjón voru varla til. Ólafur minn og börn ykkar, Sif, Hlín og Freyr, ég votta ykkur af mínu hjarta samúð og ég minnist móður ykkar og eiginkonu af djúpri virðingu. Mæt kona er liðin en minning hennar vermir í hvert sinn er þið og ég hugsa til hennar. Þér konur á eldblysum kveikið, er kveldsól að viði hnígur svo reykelsisilmur og andakt frá ölturum mannanna stígur unz lyfta sér vængjaðar verur í vorhvolfin töfrafríð. Og þetta er sannorð saga og söm frá ómunatíð. (Stefán frá Hvítadal) Kristín Garðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.