Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir því semnánar errýnt í at- vinnuástandið þeim mun skýrara verð- ur hve lítill árangur hefur náðst hér á landi í tíð nú- verandi ríkisstjórnar. Áróður stjórnvalda gengur allur út á að hér hafi mikil þrekvirki verið unnin og ráðherrar eru jafnvel farnir að ferðast á milli landa til að fjalla um meint efnahags- undur sem hér hafi orðið á síð- ustu misserum. Einn þeirra hyggst á næstunni halda til Spánar og ræða um efnahags- ástandið hér undir yfirskriftinni Goðsögn eða veruleiki? og telja má líkur á að þar verði reynt að færa rök að því að hér sé ástandið lyginni líkast. Það skyldi þó ekki vera. Spánverjum verður þá vænt- anlega boðið upp á sama söng og Íslendingar hafa mátt þola að undanförnu úr þessari átt, þar sem því er haldið fram að hér hafi mikil undur gerst og allt sé það núverandi ríkisstjórn að þakka. Segja má að við hæfi sé að þessi fyrirlestur verði fluttur í atvinnuleysinu á Spáni, því að þar er enn verra atvinnuástand en hér, enda Spánn mátt búa við evruna og hefur því ekki náð sér á strik. Sem kunnugt er vilja stjórnvöld hér á landi jafna þennan mun með því að koma Íslandi einnig inn í evruna og er umræddur ræðumaður, at- vinnumálaráðherrann, í hópi þeirra sem sótti um aðild að evr- unni. En í íslenskum atvinnu- málum er ekki allt sem sýnist og túlkun ríkisstjórnarinnar á op- inberum tölum varasöm í besta falli. Nýlega var á vegum Sambands íslenskra sveitarfé- laga fjallað um stöðu atvinnumála og atvinnuleys- istölur Vinnumálastofnunar settar í samhengi við tölur um þá sem þurfa að þiggja fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna. Tölur Vinnumálastofnunar hafa sýnt mun minna atvinnu- leysi en tölur Hagstofunnar og þess vegna hefur ríkisstjórnin gert lítið úr síðarnefndu töl- unum og sagt þær óáreið- anlegar þó að vitað sé að þær gefi í raun gleggri mynd en hin- ar. En jafnvel þó að miðað sé við tölurnar sem ríkisstjórnin vel- ur, en bætt við fjölda atvinnu- lausra þeim sem fá fjárhags- aðstoð vegna atvinnuleysis, eins og gert er í greiningu Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, hækkar hlutfall atvinnulausra verulega. Í júní sl. er hlutfallið ekki 4,8% eins og tölurnar sem ríkisstjórnin vill kynna hljóða upp á, heldur 6,4%. Við þetta þyrfti svo að bæta öllum þeim sem eru í svoköll- uðum námsúrræðum eða ýms- um vinnumarkaðsaðgerðum og þeim sem ekki uppfylla skilyrði um fjárhagsaðstoð svo nokkuð sé nefnt. Ennfremur þyrfti að sjálfsögðu að bæta við þeim sem flúið hafa atvinnuástandið til Noregs og annarra landa og hafa með þeim hætti fallið út af atvinnuleysisskrá. Fullyrða má að þessa fólks verði í engu getið í væntanlegri ræðu á Spáni um goðsagnarver- urnar sem stýra efnahags- málum hér á landi. Veruleikinn má ekki spilla umfjöllun um af- rek þeirra vera. Nú á að dreifa rangri túlkun hagtalna á erlendri grundu} Goðsögnin til Spánar Sérkennilegfréttanálgun Ríkisútvarpsins vekur sífellt furðu. Andríki vekur at- hygli á því hvernig fjallað var um sams konar mál, meint brot á jafn- réttisákvæðum, þar sem tveir ráð- herrar komu við sögu: „Í úttekt Viðskiptablaðsins kemur fram að fréttastofa Rík- isútvarpsins minntist 28 sinnum á mál Ögmundar Jónassonar en aðeins átta sinnum kom mál for- sætisráðherrans Jóhönnu við sögu í fréttum. Og mál Jóhönnu rataði aldrei í sjónvarp ríkisins en mál Ögmundar komst þang- að sjö sinnum. Til samanburðar má nefna að samkvæmt sam- antektinni sagði Morgunblaðið nákvæmlega jafn oft frá máli Jóhönnu og máli Ögmundar. Og hvernig var með það þegar Jó- hanna Sigurð- ardóttir rak for- mann stjórnarnefndar um málefni fatlaðra úr starfi, fyrir engar sakir? Honum voru dæmdar bætur fyrir það offors Jóhönnu. Eftir að þögn Ríkissjón- varpsins um málið hafði verið harðlega gagnrýnd lét Kast- ljósið svo lítið að taka stutt við- tal við Jóhönnu um málið, við- talið var tekið á gangi þinghússins og málið aldrei nefnt síðan. En ef í hlut hefði átt ráðherra sem ekki nýtur vel- vildar í Efstaleiti hefði vart þurft að efast um áhugann og fréttaflutninginn. Þá hefðu ekki allir verið búnir að gleyma mál- inu þegar jafnréttislagamál Jóhönnu kom upp.“ Óháð fréttastofa gæti verið rök fyrir áframhaldandi op- inberum rekstri á útvarpi. Misnotuð fréttastofa er það ekki} Dæmum fjölgar J óhanna Sigurðardóttir, sem senn lætur af formennsku í Samfylking- unni, mun alveg örugglega fá góð eftirmæli og í fyllingu tímans mun metnaðarfullur sagnfræðingur skrifa veglega ævisögu hennar. Þar mun hið illa karlveldi vitanlega fá á baukinn fyrir að hafa stöðugt lagt steina í götu kvenskörungs- ins. Öðruvísi getur söguskoðunin varla orðið þegar fyrsti kvenforsætisráðherra þjóð- arinnar á í hlut. Jóhönnu má hrósa fyrir ýmislegt, eins og vinnusemi, þrautseigju og úthald. Hún er líka blessunarlega laus við athyglisýki sem of margir nútímamenn þjást af. Hún er vissulega þrjósk en sá eiginleiki hefur fleytt henni áfram því sá sem er þrjóskur gefst ekki upp í mótlæti heldur fer eigin leiðir, án þess að velta því mikið fyrir sér hvað öðrum finnst. Og Jóhanna hefur ekkert sérlega verið að huga að tilfinningalífi flokks- manna sinna heldur arkað áfram sinn eigin veg með flokkinn í taumi þótt óneitanlega hafi fækkað í hópnum eftir því sem á gönguna hefur liðið. Sem formaður Samfylkingar hefur Jóhanna ótrauð fært flokk sinn til vinstri og gert hann ómögulegan val- kost fyrir þá sem fylgja miðjustefnu eða eru hægri krat- ar. Næsti formaður Samfylkingarinnar – hvort sem það verður Árni Páll Árnason eða Katrín Júlíusdóttir – hefur vonandi næga skynsemi til að færa Samfylkinguna í átt að miðjunni. Hófsamt og framfarasinnað fólk getur ekki kosið flokk sem virðist vera í stanslausri eftirhermukeppni við Vinstri græna og á í stöðugu karpi við atvinnurekendur og for- svarsmenn atvinnulífsins. Stöðugur hræðslu- áróður gegn Sjálfstæðisflokknum er síðan farinn að virka sem heimskuleg þráhyggja og að líkja þeim flokki við harðlínumenn í Repú- blikanaflokknum í Bandaríkjunum, eins og sumir samfylkingarmenn gera, er beinlínis móðgun við skynsemi manns. Vinstri grænir geta leyft sér að tala af ofsa gegn borg- aralegum flokki sem talar fyrir frelsi ein- staklings og frjálsri samkeppni. Nútímalegir jafnaðarmenn geta ekki leyft sér það. En sennilega á Samfylkingin nú um stundir lítið sameiginlegt með nútímalegum jafn- aðarmönnum, sem margir hverjir munu kjósa Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, ekki síst ef Hanna Birna Kristjánsdóttir fær þar braut- argengi. Það má virða Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir eitt og annað og svo sannarlega kunni hún að hætta. Nú þarf Samfylkingin að finna sér nýjan formann og þar þarf að vanda valið. Nýr formaður verður að marka nýjar áherslur og víkja af vinstri brautinni ætli hann að stækka flokk sinn en ekki minnka hann. Innan Samfylkingar hef- ur verið unnið ötullega að því síðustu misserin að flæma fólk frá fylgi við flokkinn. Nýr formaður ætti að huga að því að fá þetta sama fólk til að snúa aftur til flokksins. En kannski er það þegar orðið of seint. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Samfylkingin án Jóhönnu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is V eðurstofa Íslands vinnur að endurbótum á vökt- unarkerfinu sem notað er til þess að fylgjast með vatnafari hér á landi. Kerfið mun streyma gögnum frá mælistöðvum í rauntíma, greina þau, birta og senda út viðvaranir með sjálfvirkum hætti ef þörf krefur. Þá verða vefmyndavélar tengdar kerf- inu. Afraksturinn mun m.a. birtast í mun ítarlegri upplýsingum á netinu. Veðurstofan hefur annast eftirlit með flóðum og flóðaviðvaranir frá árinu 2009. Þar vinna nú níu starfsmenn í fullu starfi við vatnamælingar og vöktun vatnsfalla. Þetta var á meðal þess sem kom fram í fyrirlestrum þeirra Matthews James Roberts, verkefnisstjóra vatnaváreftirlits, og Emmanuels Pierre Pagneux, sérfræðings í flóða- rannsóknum, hjá Veðurstofu Íslands í gær. Yfirskrift fyrirlestursins var Vatnavá á Íslandi, hættumat, eftirlit og viðvaranir. Matthew J. Roberts gerði grein fyrir hinum ýmsu tegundum flóða sem geta orðið hér á landi. Fyrst að telja eru flóð sem rekja má til veðurs eins og leysingaflóð eða flóð vegna klakastíflna í ám. Þar á meðal eru vetrarflóð sem menn þekkja vel á Suður- og Vesturlandi, vorflóð á Norðurlandi og haustflóð á Austur- landi. Þá hafa orðið sjávarflóð við strendur vegna mikils álandsvinds og háflæðis og eins vegna flóðbylgna. Jarðskriður eða snjóflóð sem ganga fram í sjó í fjörðum geta einnig valdið flóðbylgjum. Hættumat vegna flóða Jökulhlaup hafa valdið hvað mest- um flóðum hér á landi. Þau geta kom- ið úr lónum við jökuljaðra, eins og t.d. Súluhlaup úr Grænalóni. Einnig úr lónum sem myndast þar sem jarð- hiti er undir jökli eins og Skeiðar- árhlaup og Skaftárhlaup. Síðast en ekki síst jökulhlaup sem verða vegna eldsumbrota undir jökli eins og Kötluhlaupin og Skeiðarárhlaupið í nóvember 1996. Helstu hættusvæði jökulhlaupa eru ef Katla gýs og hlaupið fer til vesturs, það er niður Þórsmörk og um Suðurlandsundirlendið. Kötlu- hlaup til austurs eða suður Mýrdals- sand valda einnig hættu. Þá valda hlaup sem geta farið niður hlíðar Eyjafjallajökuls við eldsumbrot hættu og sama gildir um hlaup niður hlíðar Öræfajökuls vegna eldgoss eins og raunin varð í gosunum 1727 og 1362. Eins geta komið hlaup frá vestanverðum Vatnajökli við elds- umbrot og valdið flóðum í Jökulsá á Fjöllum, eða Skjálfandafljóti, Köldu- kvísl og Tungnaá, Skaftá, Djúpá og Hverfisfljóti eða ám frá Skeið- arárjökli. Vatnamælingar hafa reynst mjög mikilvægar eins og raunin varð í Eyjafjallajökulsgosinu. Vatnamælir við útfall lónsins við Gígjökul sýndi að þar var hafið hlaup og því var hægt að rjúfa þjóðveginn við Mark- arfljótsbrú í tíma og forða brúnni frá því að fara í hlaupinu. Rennslisbreytingar í vatnsföllum geta komið fram með mikilli ná- kvæmni á nálægum jarðskjálftamæl- um. Aukið streymi vatnsins veldur þá auknum óróa á jarðskjálftamælinum. Hlaupið í Múlakvísl 9. júlí í fyrra kom t.d. fram á jarðskjálftamæli á Lágu- hvolum. Emmanuel Pierre Pagneux fjallaði um hættumat vegna flóða af völdum veðurs eða jarðelda hér á landi. Þar er m.a. lagt mat á þá hættu sem fólki og mannvirkjum getur stafað af mögulegum flóðum. Hann gerði einn- ig grein fyrir því hvernig hættan eykst með aukinni flóðdýpt, flóð- hraða og auknu braki á reki. Vandlega er fylgst með vatnavöxtum Morgunblaðið/RAX Allt á floti Flóð geta komið vegna veðurs, eldgosa eða sjávarflóða svo nokk- uð sé nefnt. Veðurstofan fylgist með vatnavöxtum og metur flóðahættu. Fyrirlesturinn um vatnavá á Ís- landi, sem haldinn var í Þjóð- minjasafninu í gær, var sá fjórði í röð hádegisfyrirlestra um vatn sem umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið, Landgræðsla rík- isins, Umhverfisstofnun, Veð- urstofa Íslands og Vatnafræði- nefndin standa fyrir. Yfirskrift fyrirlestranna er „Má bjóða þér vatn?“ Efnt var til fyrirlestraraðarinnar í tilefni af evrópsku ári vatnsins. Síðasti fyrirlesturinn verður í nóvember og mun hann fjalla um vatn í menningu og listum. „Má bjóða þér vatn?“ FYRIRLESTRARÖÐ UM VATN Í ÝMSU SAMHENGI Jökulhlaup Mikið hlaup kom í Mark- arfljót í eldgosinu í Eyjafjallajökli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.