Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.2012, Blaðsíða 17
Stóma er ekki sjúkdómur heldur lausn á veikindum Um 350 Íslendingar eru með stóma. Stómaþegar eru á öllum aldri en all- flestir eiga það sameiginlegt að hafa gengist undir aðgerð vegna meltingar- sjúkdóma, nýrnaveikinda, krabbameins eða slysfara. Stóma gerir þessum einstaklingum fært að að ná ágætri heilsu aftur og lifa góðu lífi. Stómasamtök Íslands voru stofnuð 1980 til að styðja stómaþega og fjöl- skyldur þeirra. Í tilefni Alþjóðlega stómadagsins á laugardag vilja samtökin hvetja stómaþega og alla er málefni þeirra varða, til að láta í sér heyra og taka þannig þátt í réttindabaráttu Stómasamtakanna og fræðslu á þeirra vegum. Mætum líka í sund á laugardaginn, hver í sinni heimabyggð, og sýnum þannig stómaþegum og fjölskyldum þeirra samstöðu. Í kvöld fimmtudaginn 4. október hafa Stómasamtökin opið hús að Skógarhlíð 8 kl. 19:30 og 21:30. Allir eru velkomnir. Stóma er tilbúið op á kviði eftir aðgerð á ristli eða þvagblöðru. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stómasamtakanna www.stoma.is St ó m a sa m tö ki n /A u g l.Þ ó rh ild a r 2 3 0 0 .9 ./ L jó sm . H re in n M a g n ú ss o n Látum í okkur heyra! Mætum öll í sund í okkar heimabyggð á laugardag kl. 11:00 Stómaþegar og velunnarar þeirra munu á laugardag bjóða til sölu sérmerkta poka til styrktar Stómasamtökunum. Alþjóðlegi stómadagurinn er á laugardaginn, 6. október Stómasamtök Íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.